Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200932 Öldrunarinnsæi hefur einnig í för með sér breytingu á tímaskynjun. Mörkin milli fortíðar, nútíðar og framtíðar verða óljósari en í þess stað skapast flæði milli þess sem var, er og mun verða. Hinar dulrænu víddir lífsins fá sinn sess í tilverunni og ekki er lengur þörf á að útskýra og skilja alla hluti. Gleðiuppspretta lífsins breytist þannig að hversdagsleg atvik fá meira vægi en stórviðburðir. Vídd sjálfsins Þroski sjálfsins er fólginn í að skilja sjálfan sig en það leiðir til aukins innsæis. Einstaklingnum finnst hann ekki lengur svo merkilegur heldur lífsflæðið sem heild. Sjálfið verður ekki lengur þungamiðja og hæfileikinn til að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér eykst. Einstaklingnum tekst að leiða hjá sér dynti líkamans en leggur engu að síður góða rækt við hann. Hugsanir reika til bernskunnar, hún er endurskoðuð og henni gjarna gefnir jákvæðari eiginleikar en þeir sem hún bjó yfir. Lífsviskan opnar fyrir nýjum og víðari skilningi og fólk áttar sig nú á hvernig mismunandi lífsreynsla mótar það sem persónur. Vídd félags- og persónulegra tengsla Kenningin um öldrunarinnsæi leggur áherslu á breytingu og þróun. Samkvæmt henni minnkar sjálflægni einstaklingsins og á sama tíma verður hann vandlátari á í hvað hann ver tíma sínum og með hverjum. Yfirborðsleg sambönd missa vægi en djúp og náin tengsl verða mikilvægari. Þörfin vex fyrir einveru en það hefur jákvæð áhrif á þroskann. Af þessu leiðir að einstaklingur, sem hefur náð að þroska með sér öldrunarinnsæi, kýs að verja meiri tíma í endurminningar sínar og til íhugunar en skemmri tíma í veraldleg mál og yfirborðsleg sambönd. Andlegi heimurinn verður mikilvægari en sá efnislegi. Þörfin fyrir að endurskoða lífshlaupið eykst. Þess vegna ætti ekki að líta svo á að fólk, sem dregur sig í hlé frá félagslegum athöfnum, sé einrænt eða áhugalaust. Fólk leyfir barnslegri hegðun að koma upp á yfirborðið og sýnir leikgleði og þetta leiðir aftur til frelsistilfinningar og aukins þroska. Þegar öldrunarinnsæi hefur náð æskilegu hámarki endar það í nýrri heildarsýn sem er bæði ólík og meiri að gæðum en sú raunveruleikasýn sem fólk bjó við á fyrri stigum ævinnar. Ekki ná allir sjálfkrafa þeim áfanga að þroska með sér öldrunarinnsæi heldur er það þróun sem, þegar best lætur, nær hámarki í nýrri heildarsýn. Þess vegna kynnumst við breytilegu hlutfalli öldrunarinnsæis hjá öldruðum og á sama hátt kynnumst við einstaklingum sem ekki sýna nein merki þess. Það sem greinir kenninguna frá öðrum öldrunarkenningum Mikilvægt er að benda á þá þætti kenningarinnar um öldrunarinnsæi sem Tafla 1. Merki um öldrunarinnsæi. Svið Vísbendingar Alheimsvíddin 1 Tími og rúm. Breytingar á skilgreiningu tíma og rúms. Mörk þátíðar og nútíðar mást út. 2 Samband við fyrri kynslóðir. Sterkari tengsl. Breyting frá því að vera hlekkur í keðju kynslóðanna í að vera keðjan sjálf. 3 Líf og dauði. Óttinn við dauðann þverr og nýr skilningur á lífi og dauða verður til. 4 Leyndardómar lífsins. Hin dularfulla vídd lífsins er viðurkennd. 5 Að gleðjast. Að gleðjast jafnt yfir því smáa sem stóra. Að skynja sjálfan sig sem hluta af alheimi í smækkaðri mynd. Vídd sjálfsins 6 Sjálfskoðun. Uppgötvun á duldum eiginleikum sjálfsins, jafnt jákvæðum sem neikvæðum. 7 Sjálflægni minnkar. Eigið sjálf verður ekki lengur miðpunktur alheimsins. 8 Að verða óháður líkamanum. Áfram er hugsað vel um líkamann en einstaklingurinn lætur dynti hans ekki ráða ferðinni. 9 Óháður sjálfinu. Fórnfýsi tekur við af eigingirni. 10 Enduruppgötvun barnsins hið innra. Að lifa á ný og endurskilgreina bernskuna. 11 Heilsteypt sjálf. Einstaklingurinn áttar sig á að stykkin í púsluspili lífsins mynda eina heild. Vídd félags- og persónulegra tengsla 12 Breytt samskiptamunstur. Maður verður vandlátari og áhugi á yfirborðslegum samskiptum minnkar. Aukin þörf fyrir einveru. 13 Hlutverkaleikur. Maður greinir á milli þess að vera maður sjálfur og þess að vera í hlutverkaleik. Grímunnar er ekki lengur þörf. 14 Afturhvarf til sakleysis. Sakleysi nær aftur yfirhöndinni og það rennur saman við lífsþroskann. 15 Nútímameinlætalíf. Að eiga nóg fyrir nútímalegri skilgreiningu á nauðþurftum lífsins, en ekkert umfram það. 16 Hvunndagsviska. Löngunin til að að greina milli góðs og ills smáhverfur og því samfara eflist þörfin fyrir að láta af dómhörku og að gefa öðrum ráð. Með því að hefja sig yfir tvígreininguna á réttu og röngu öðlast einstaklingurinn aukið víðsýni og umburðarlyndi. Eftir Wadensten og Carlsson (2003).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.