Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200934 Viðtöl við vistmenn Viðtöl við vistfólk fóru einnig fram fyrir og eftir könnunartímabilið. Reynt var að komast að því hvort lýsingar vistfólks á umönnun hefðu breyst á tímabilinu. Vistfólki fannst mesta breytingin felast í framkomu starfsfólks. Það kvaðst vera frjálsara í vali á umræðuefni. Sumum fannst starfsfólkið sýna því aukna virðingu meðan á könnuninni stóð. Aðrir nefndu að andrúmsloftið væri friðsælla og eins voru þeir ánægðir að mega sjálfir ákveða hvernig þeir kysu að verja deginum. Þessi svör gefa til kynna að sjálfsforræði hafði aukist og þar með sjálfsvirðing vistmanna. Lokaorð Á Íslandi er stefnan í málefnum aldraðra sú að þeir geti sem lengst búið heima og fengið þá aðstoð sem þarf frá bæjarfélaginu sínu. Svo framarlega sem fólk heldur góðri heilsu er æskilegast að hver og einn hugsi um sínar grunnþarfir eins lengi og stætt er. Á heimilinu eru allir þeir munir sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrr á ævinni og þar er best að leyfa endurminningunum að flæða og fá heimsóknir frá ættingjum og vinum. Á meðan við búum á eigin heimili búum við enn við sjálfsforræði og höldum reisn okkar sem almennir borgarar. Heimilið er góður vettvangur fyrir umræður um öldrunarinnsæi milli húsráðanda og gesta yfir kaffibolla. Öldrunarstofnanir eru margar og mismunandi og þar kemur til kasta starfsfólks og ættingja hins aldraða hvernig tekst til að gera heimilislegt fyrir vistmenn. Unnt er að líkja þróun öldrunarinnsæis við fjallgöngu, því hærra sem við Tafla 2. Viðmiðunarreglur fyrir starfsfólk. Viðurkennið að einkenni um öldrunarinnsæi eru hugsanlega eðlileg merki um öldrun. Vinsamlegast veljið umræðuefni sem einskorðast ekki af heilsufari og líkamlegum takmörkunum. Þetta er í samræmi við þá þróun að verða óháður líkamanum en það er einn þáttur kenningarinnar. Vinsamlegast virðið þá staðreynd að eldra fólk getur haft breytt tímaskyn þannig að bilið milli þátíðar og nútíðar hefur máðst út. Þetta lýtur að alheimsvíddinni, breytingar verða á skynjun tíma og rúms. Vinsamlegast hvetjið aldraða til að tjá sig um ævintýri lífsins. Þetta lýtur að alheimsvíddinni, breytingar verða á skynjun tíma og rúms. Vinsamlegast leggið við hlustir þegar aldraðir tala um dauðann, leyfið þeim að tala, spyrjið spurninga og örvið frekari hugsanir um dauðann. Þetta er tengt alheimsvíddinni, óttinn við dauðann þverr oftast með aldrinum og þá reynist auðveldara að ræða um hann. Vinsamlegast tilkynnið vistmönnum þegar einhver á meðal þeirra hefur látist og leyfið þeim að ræða það. Vinsamlegast spyrjið hinn aldraða á morgnana hvað hann hafi dreymt um nóttina í stað þess að spyrja hvernig honum líði. Ef hann man drauminn, spyrjið þá spurninga og hvað hann álíti að draumurinn tákni. Samkvæmt kenningum C.G. Jung er ráðning eigin drauma leið til að nálgast fornmyndir (erkitýpur) í heildardulvitundinni. Vinsamlegast hvetjið hinn aldraða til að rifja upp og ræða um æskuna og gamla daga og hvernig lífið hefur þroskað hann. Þetta örvar ummyndun bernskunnar og auðveldar einstaklingnum að ná heilsteyptu sjálfi. Vinsamlegst leyfið eldra fólki að ákveða sjálft hvort það vill vera út af fyrir sig eða taka þátt í félagsstarfi. Þörfin fyrir jákvæða einveru kann að hafa aukist og hana ber að virða. Vinsamlegast hefjið umræður um ellina í hópum eða á tveggja manna tali og fræðið eldra fólk um öldrunarinnsæiskenninguna sem hugsanlegt og jákvætt öldrunarferli. Eldra fólki kann að vera ókunnugt um þroskaleið öldrunarinnsæis eða það kann að vera meðvitað um hana en finna jafnframt fyrir skömm. Vinsamlegast gerið sögustundir að föstum lið og hvetjið aldraða til að vinna með eigin ævisögu. Þetta má framkvæma á ólíka vegu, eins og að skrifa ævisöguna, tala um hana við starfsfólk eða ræða um ævisöguna í hópi annarra aldraðra. Vissir þættir endurminninga tengjast öldrunarinnsæi. Vinsamlegast komið á námskeiði í hugleiðslu. Hugleiðsla kann að vera leið til að tengjast andlegum þáttum sem erfast í gegnum kynslóðirnar eins og C.G. Jung gefur til kynna. Vinsamlegast munið að skipuleggja hvíldarstundir í kyrrð og einnig að virða óskir fólks um að fá að vera óáreitt í herbergjum sínum. Þörfin fyrir uppbyggilega einveru kann að hafa aukist og hana ætti að virða. Vinsamlegst skipuleggið daginn þannig að aldraðir fái að snæða máltíðir í herbergjum sínum ef þeir þess óska. Eftir Wadensten og Carlsson (2003).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.