Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200938 1934 – 15 ár 15 ára afmælinu 1934 var fagnað á Hótel Borg með borðhaldi og síðan var dansað fram á nótt. Í félaginu voru þá 106 hjúkrunarkonur sem þótti góð þróun frá 1919. 1944 – 25 ár Í tilefni af 25 ára afmæli félagsins var haldið afmælishóf á Hótel Borg 30. nóvember 1944. 222 manns mættu. Byrjað var með borðhaldi þar sem haldnar voru nokkrar ræður og lesin kvæði. Sigríði Eiríksdóttur var færð gjöf í tilefni þess að hún hafði þá verið formaður félagsins í 20 ár. Gjöfin var lampi úr silfri og líktist hann mjög þeim lampa sem Florence Nightingale er talin hafa gengið um með á hersjúkrahúsinu í Skutari. Lampinn er nú í eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 1969 – 50 ár Föstudaginn 14. nóvember var haldin mikil veisla í Súlnasal Hótel Sögu enda er fimmtíu ára afmæli mikill áfangi. Mikið var um ræðuhöld og gjafir. Bjarney Samúelsdóttir (til hægri) var útnefnd heiðursfélagi Hjúkrunarfélags Íslands í 50 ára afmælisveislu félagsins 1969. stjórn félagsins. Í boðinu var tekin myndin af formönnunum sem birtist hér. 1999 – 80 ár Haldið var upp á afmælið 6. nóvember á Kjarvalsstöðum. Félaginu bárust margar góðar gjafir, meðal annars ræðu­ púlt frá heilbrigðisráðuneyutinu en það stendur nú í fundarsal félagsins við Suðurlandsbraut. Tískusýning á 80 ára afmælinu 1999. Fleiri mættu en gert var ráð fyrir og söfnuðust flestir saman í anddyri safnsins. Fjöldinn var þannig að margir komust aldrei að til þess að skrifa í gestabókina og þjónar komust varla að til þess að skenkja í glösin. Herdís Sveinsdóttir, sem þá var formaður, hafði gleymt heiðursskjalinu sem afhenda átti Vigdísi Magnúsdóttur heiðursfélaga. Þurfti að láta það ganga milli manna þar sem ekki var hægt að komast áfram í mannfjöldanum. 2004 – 85 ár Afmælishóf var haldið í Listasafni Reykjavíkur 5. nóvember og mættu ríflega 500 hjúkrunarfræðingar. Inga Eydal hjúkrunarfræðingur söng fyrir gesti Afhjúpað var málverk af Sigríði Eiríksdóttur eftir Sigurð Sigurðsson en það málverk hangir nú í Sigríðarstofu á skrifstofu félagsins. Bjarney Samúelsdóttir var gerð að heiðursfélaga og einnig voru heiðraðir hjúkrunarfræðingarnir sem staðið höfðu að útgáfu Hjúkrunarkvennatals, en það kom út sama ár. Gaman er að geta þess að ein úr hjúkrunarkvennatalsnefndinni er enn virk í félagsstarfinu en það er Bergljót Líndal sem nú er formaður öldunga deildar. 1979 – 60 ár Í tilefni 60 ára afmælisins var haldin ráðstefna um hjúkrunarmál 2.­3. nóvem­ ber. Fjallað var um hjúkrunar ferlið og um menntunarmál. Hjúkrunar félag Íslands bauð svo öllum hjúkrunarf ræðingum 65 ára og eldri í síðdegisboð 18. nóvember sem þetta ár bar upp á sunnudag. Þessi mynd af formönnum síðan 1924 var tekin í tilefni af 60 ára afmæli félagsins 1979. Sitjandi frá vinstri: Sigríður Eiríksdóttir og María Pétursdóttir. Standandi frá vinstri: Svanlaug Árnadóttir, Anna Loftsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir. 130 manns fengu boðskort og tæpir 90 mættu. Frumkvæði að boðinu átti Ása Atladóttir sem þá var yngsti maður í Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HJÚKRUNARFRÆÐINGAR FAGNA Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað í nóvember 1919 af 10 hjúkrunarkonum. Síðan þá hafa hjúkrunarfræðingar haft mörg tækifæri til að fagna afmælum og hafa nú samtök þeirra starfað í 90 ár. Haldið verður upp á það dagana 19.­21. nóvember nk. Hér verður sagt frá fyrri afmælum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.