Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200940 Inngangur Flestir koma aftur til vinnu eftir veikindafjarvist án nokkurrar aðstoðar. Fyrir suma er fjarvistartíminn þó þannig að í lok hans sjá þeir fáa aðra möguleika en að óska eftir örorkumati. Á árinu 2008 voru 14.103 einstaklingar á örorkubótum á Íslandi og 1137 á endurhæfingarlífeyri, nokkur hluti þeirra sem fá endurhæfingarlífeyri fer síðan á örorkulífeyri. Með réttum stuðningi væru margir þessara einstaklinga hæfir til að snúa aftur í vinnu og njóta heilsueflandi áhrifa hennar og þeirra lífsgæða sem því fylgir fyrir þá, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Algengustu læknisfræðilegar ástæður fyrir örorku eru hér á landi svipaðar og annars staðar, andleg van líðan, stoðkerfisvandamál, hjarta og æða­ sjúkdómar og slys. Fjölgun örorkuþega má rekja til breytts örorkumats, fjölgunar einstaklinga sem eru með langvinna sjúkdóma, búa við félagsleg vandamál eða við heilsufarsástand sem þeir ná ekki að aðlagast nægilega vel. Þá er einnig þekkt að tengsl eru á milli fjölgunar öryrkja og atvinnuástands. Hluti af fjölgun örorkuþega er því af félagslegum toga, oft vegna viðhorfa, vanþekkingar eða misskilnings meðal almennings, hjá atvinnurekendum, í heilbrigðis­ og félagskerfi og hjá löggjafanum eða kannski einfaldlega af því að það hefur skort á samræmdar aðgerðir og yfirsýn. Í þessari grein fjalla ég um Starfs endur­ hæfingarsjóð og þau grunngildi sem starfsmenn á vegum sjóðsins starfa eftir. Starfsendurhæfingarsjóður Starfsendurhæfingarsjóður VIRK er vinnu markaðsúrræði. Hann er sjálfs­ eignar stofnun og var stofnaður af aðilum vinnumarkaðarins til að koma í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa og draga úr fjölgun örorkuþega með því að aðstoða fólk sem á það á hættu að missa vinnuna eða sem hefur þegar fallið af vinnumarkaði. Þetta mun sjóðurinn gera með ráðgjöf og útvegun úrræða af ýmsu tagi, en verkefnið er umfangsmikið og þarf að vinna á mörgum vígstöðvum. Atvinnurekendur og opinberir aðilar greiða iðgjald í sjóðinn fyrir hvern launamann. Á árinu 2010 mun ríkissjóður greiða ákveðna upphæð inn í sjóðinn og einnig er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir muni greiða til sjóðsins ákveðið hlutfall af sínu aflafé. Í Ingibjörg Þórhallsdóttir, ingalo@virk.is ÚR VEIKINDUM Í VINNU MEÐ AÐSTOÐ STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐS Breytt viðhorf og breyttar áherslur í starfsendurhæfingu framhaldi af þátttöku lífeyrissjóðanna mun Starfsendurhæfingarsjóður greiða fyrir starfsendurhæfingu örorkulífeyrisþega hjá lífeyrissjóðunum. Sjóðurinn er ekki hugsaður sem samkeppnisaðili við þau starfsendur­ hæfingarúrræði sem eru til staðar í landinu. Hann er stefnumótandi fjár­ mögnunaraðili í starfsendurhæfingu fyrir fólk á vinnumarkaði og greiðir því fyrir ýmiss konar úrræði sem að öllu jöfnu eru ekki fjármögnuð af opinberum aðilum. Sjóðurinn sér um þróun skimunar­, mats­ og mælitækja, mótun vinnuferla og gerð samninga við úrræðaaðila og sérfræðinga. Á vefsíðu starfsendurhæfingarsjóðs, virk.is, er mikið af áhugaverðu efni. Þeim sem vilja fá frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins er bent á að hafa samband við greinarhöfund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.