Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 51 Ritrýnd fræðigrein AÐFERÐ Um lýsandi rannsókn er að ræða þar sem notaður var skriflegur spurningalisti til að safna gögnum. Úrtakið voru foreldrar allra barna sem höfðu verið meðhöndluð á Barnaspítala Hringsins, Landspítala, vegna krabbameins á undangengnum tíu árum. Notaðir voru samtals sex spurningalistar, þrír fyrir foreldra lifandi barna og þrír sambærilegir fyrir foreldra sem höfðu misst börn sín. Hver þátttakandi svaraði tveimur spurningalistum. Á einum spurningalistanum var spurt um lýðfræðilegar breytur og bakgrunnsbreytur, annar var fyrir foreldra sem myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi og sá þriðji fyrir þá sem myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Spurningarnar um ástæður þátttöku eða þátttökuleysis voru tvígildar spurningar þar sem þátttakandi merkti við hvort uppgefin ástæða, sem sett var fram sem fullyrðing, ætti við sig eða ekki. Í lok spurningalistanna um ástæður þátttöku eða þátttökuleysis var þátttakendum boðið að greina frá öðrum ástæðum en þeim sem þegar höfðu komið fram og koma með athugasemdir í eigin orðum. Spurningalistarnir voru samdir af einum rannsakendanna (HB) þar sem ekki fannst spurningalisti sem gat þjónað tilgangi rannsóknar. Yfirborðsréttmæti spurningalistanna var fengið með mati fjögurra fræðimanna sem unnið höfðu með stuðningshópum fyrir fullorðna sjúklinga og aðstandendur þeirra. Spurningalistarnir voru forprófaðir á 19 foreldrum langveikra barna annarra en þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Svör bárust frá sex foreldrum. Smávægilegar breytingar voru gerðar á orðalagi þriggja spurninga og röð þriggja spurninga var breytt. Engar efnislegar breytingar voru gerðar á innihaldi spurningalistanna við forprófun. Sendir voru út 122 spurningalistar, 94 til foreldra lifandi barna og 28 til foreldra látinna barna. Báðum foreldrum sama barns var boðin þátttaka. Litið var á hvert foreldri sem óháðan þátttakanda í rannsókninni. Spurningalistunum fylgdi kynningarbréf og boð um þátttöku. Þátttaka í rannsókninni jafngilti skriflegu upplýstu samþykki. Leyfi siðanefndar Landspítalans (erindi 51/2005) og Persónuverndar (nr. S2700/2005) lágu fyrir. Gögnum var safnað í janúar og febrúar 2007. Unnið var úr gögnum rannsóknarinnar í tölfræðiforritinu SPSS. Til að svara rannsóknarspurningunum var reiknuð út tíðnidreif, hlutföll og samanburðar­ og fylgnipróf með t­prófi óháðra hópa og kíkvaðrat. NIÐURSTÖÐUR Heildarsvörun var 43%. Svarhlutfall fyrir foreldra lifandi barna var 44% (n=41) en fyrir foreldra látinna barna 43% (n=12). Einkenni þátttakenda má sjá í töflu 1. Fleiri feður en mæður tóku þátt í rannsókninni en fleiri mæður (n=18) sögðust myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi byðist þeim það. Meðalaldur þátttakenda var 44,3 ár þar sem yngsti þátttakandinn var 28 ára og sá elsti 59 ára. Langflestir voru í hjónabandi eða í sambúð. Búseta þátttakenda skiptist nokkuð jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar en þó voru fleiri búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Flestir voru með menntun umfram grunnskólapróf og í fullu starfi. Fæstir foreldrar höfðu áður tekið þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Þegar leitað var svara við því hverjir ættu að sjá um slíkan hóp kom í ljós að flestum fannst Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna best til þess fallið enda voru allir þátttakendur nema einn í félaginu. Þegar áhugi á þátttöku í tölvutengdum stuðningshópi var kannaður kom í ljós að tæplega helmingur foreldra eða 47% hafði áhuga á þátttöku. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur á þeim sem myndu taka þátt og myndu ekki taka þátt hvað kyn, aldur, búsetu, menntun og atvinnuþátttöku varðaði (p≤0,05). Ef hlutföll eru skoðuð út frá því hvort um foreldra lifandi eða látinna barna er að ræða kom í ljós að 42% (n=17) foreldra lifandi barna hafði áhuga á þátttöku og 67% (n=8) foreldra látinna barna. Foreldrar sem myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi Ástæður fyrir þátttöku foreldra í tölvutengdum stuðningshópi eru sýndar í töflu 2. Hugsanlegar ástæður, sem spurt var um, áttu allar við einhverja af þátttakendunum. Allir foreldrar lifandi barna sögðust vilja taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi til að miðla af reynslu sinni af því að eiga barn með krabbamein og til að veita öðrum hagnýtar upplýsingar eða ráð. Aðrar ástæður, sem langflestir foreldrar lifandi barna merktu við, voru: að kynnast reynslu annarra af því að eiga barn með krabbamein, að fá stuðning af því að vera í sambandi við fólk með sambærilega reynslu, að geta veitt öðrum stuðning, að vilja fá hagnýtar upplýsingar eða ráð frá öðrum og að hafa áhrif á heilbrigðisþjónustuna sem veitt er fjölskyldum barna með krabbamein. Sú ástæða, sem átti við fæsta foreldra lifandi barna, var að þurfa ekki að horfa framan í neinn en samt geta tekið þátt í stuðningshópi. Allir foreldrar látinna barna, sem myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi byðist þeim það, myndu gera það til þess að geta fengið stuðning frá öðrum með sambærilega reynslu og til þess að geta veitt öðrum stuðning, til að miðla af reynslu sinni af því að hafa misst barn úr krabbameini og kynnast sambærilegri reynslu annarra, af því að þeir telja að það muni hjálpa sér að aðlagast því að hafa misst barn sitt og af því að þeir vilja getað tjáð tilfinningar sínar við fólk með sambærilega reynslu. Aðrar ástæður fyrir þátttöku, sem langflestir foreldrar látinna barna merktu við, voru að vilja kynnast reynslu annarra af því að eiga barn með krabbamein, að fá og veita hagnýtar upplýsingar og ráð, að vilja rjúfa einangrunina sem þeir höfðu fundið fyrir og að þeir voru forvitnir að vita hvernig tölvutengdur stuðningshópur starfar. Þeir þættir, sem áttu síst við foreldra látinna barna, voru að tölvutengdur stuðningshópur myndi nýtast þeim þar sem þeir gætu notið nafnleyndar og að tölvutengdur stuðningshópur hentaði þeim þar sem þeir ættu erfitt með að komast að heiman. Foreldrar sem myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi Ástæður fyrir því að foreldrar myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi eru sýndar í töflu 3. Algengasta ástæðan fyrir því að foreldrar lifandi og látinna barna myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi er að þeir telja að það muni ekki hjálpa þeim á neitt nátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.