Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 4
4 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 5 Dr. Helgi Þorbergsson, dósent, tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands Tilraunin Tilraunin var hönnuð með því markmiði að kanna áhrif mismunandi þróunaraðferða á kerfi og endanlega eiginleika þess. Upphafleg tilgáta var að áhrif þróunaraðferðanna fjögurra sem notaðar voru myndu ekki sýna marktækan mun milli endanlegra kerfa. Þátttakendur í tilrauninni voru 55 þriðja árs nemendur í námskeiðunum Hugbúnaðarverkefni 1 og 2 við tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands. Nemendunum var skipt í 15 hópa sem unnu að sambærilegum verkefnum. Hugbúnaðarkerfin voru öll með vefviðmóti og notuðu gagnagrunn. Nemendurnir sjálfir og fjölskyldur þeirra voru “viðskiptavinirnir”. Grunnumfang allra kerfanna var skilgreint í upphafi til að tryggja jafnræði og að flækjustig Dr. Helgi Þorbergsson, dósent, tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands Fossalíkanið hefur verið grundvöllur þróunaraðferða í hugbúnaðargerð um langt skeið. Ýmis afbrigði af líkaninu hafa verið þróuð til að vinna bug á helstu meinbugum þess. Það er almennt erfitt að bera saman mismunandi þróunaraðferðir og lítið verið skrifað til að leiðbeina þróunaraðilum og stjórnendum til að velja þróunaraðferð sem hentar hverju sinni. Til að taka ákvörðun um þróunaraðferð sem hentar þarf að safna gögnum um raunverulega notkun mismunandi þróunaraðferða. Í þessari grein er lýst tilraun þar sem 15 hópar þróuðu sambærileg hugbúnaðarkerfi með fjórum mismunandi þróunaraðferðum: Fossalíkan [1] (e. V- model), viðbótarlíkan [2] (e. Incremental), þróunarlíkan [3] (e. Evolutionary) og kviku líkani [4] (e. Extereme Programming). kerfanna væri sambærilegt. Markmið tilraunarinnar var að kanna skilvirkni hinna mismunandi þróunaraðferða og gæði endanlegra kerfa. Á verkefnistímanum voru gerðar ítarlegar mælingar til að meta þróunartíma, gæði, umfang og skilvirkni þróunar hvers hugbúnaðarkerfis. Tilrauninni er lýst ítarlegar í heimild [5]. Niðurstöður Tafla 1 sýnir tímann sem hóparnir eyddu í hin ýmsu stig hugbúnaðarþróunarinnar. Tíminn var mældur í klukkutímum og umbreytt í verkefnismánuði (PM) sem metinn var 152 klst. Meðaltal er gefið fyrir hverja þróunaraðferð – Fossalíkan (VM), þróunarlíkan (EM), viðbótarlíkan (IM) og Aðferð Þarfagr Hönnun Forritun Samþætting og prófanir Rýni Lagfæringar Annað Klst samtals Samtals PM VM 73,9 68,6 206,1 35,6 56,9 60,4 246,5 748,0 4,92 EM 67,8 58,0 169,1 57,8 23,0 48,0 125,6 549,9 3,61 IM 43,8 51,2 185,7 40,7 37,7 53,8 121,6 534,5 3,52 XP 16,2 26,2 205,6 82,7 46,9 92,7 122,4 592,5 3,90 Meðaltal 53,3 52,8 191,1 53,1 41,0 62,4 158,6 612,1 4,03 Tafla 1: Meðaltöl þróunarlíkana í klukkustundum brotið niður á stig hugbúnaðarþróunar hugbúnaðarferli

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.