Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 21
2 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 1 Í BS verkefninu smíðaði ég vél til að búa til nýjar og nýjar flækjur (e. narrative plots) í morðgátuleiki. Verkefnið í BS náminu gekk það vel að fyrirtækið Hex, sem er m.a. stýrt af Helgu Waage, vildi vinna leik úr verkefninu og unnum við að því í nokkurn tíma. BS verkefnið varð einnig uppsprettan að meistaraverkefninu mínu Rational Dialog in Interactive Games en þar er ég að láta tvo karaktera (e. non-player characters) í tölvuleikjum tala saman með vitrænum hætti. Leiðbeinandi minn var Luca Aceto prófessor í HR og voru gagnrýni hans og leiðbeiningar ómetanlegar. Auðvitað er mikið mál að vera í fullu námi, vinna um 30% vinnu og hugsa um fjölskyldu, það má ekkert út af bregða. En ef þú hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu þá er þetta bara gaman og gefandi. Enda er ég ekki hætt, ég er á leið í doktorsnám til York í Norður Englandi nú í haust og hef fengið styrk frá Háskólanum í York upp á rúm 4000 pund árlega í þrjú ár. Vinnuheiti verkefnisins er Interactive Narrative Generation. Ég er undrandi á minnkandi áhuga á námi í tölvunarfræði, sérstaklega meðal kvenna. Mín reynsla er sú að þetta nám sé mjög gefandi og bjóði upp á marga spennandi framtíðarmöguleika og atvinnutækifæri þar sem launin eru ekki af lakara taginu. Og Steinunn fékk síðan sömu spurningu: Forvitnin leiddi mig í þetta nám, ég vildi prófa eitthvað nýtt, allir voru á leiðinni í læknisfræði eða líffræði eftir stúdentspróf en mig langað að gera eitthvað allt annað og hef ekki séð eftir því. Ég kunni ekkert á tölvur, ekki neitt, þegar ég byrjaði en fann mig strax í þessu námi. Lokaverkefnið í BS náminu vann ég í samvinnu við VÍS þar sem við unnum fjögur að útboðskerfi fyrir tjónabíla. Kerfið var sett upp og var enn notað seinast þegar ég vissi. Þarna lærði ég ótrúlega mikið, lærði góðar vinnuaðferðir og gat nýtt allt sem ég var búin að læra í þrjú ár í lokaverkefninu. Ég var venjulegur nemandi í dagskóla og tók námið á þrem árum og smám saman komst ég að því að áhugi minn var á fræðilega hlutanum í náminu frekar en hagnýtari fögum. Því langaði mig að skoða fræðilega tölvunarfræði meira og ákvað að halda beint áfram í meistaranám án þess að hafa unnið í faginu. Ég var ákveðin í að skoða lífupplýsingafræði því ég hafði áhuga á erfðafræði. Á annarri önninni í meistaranáminu gafst mér kostur á að fara sem skiptinemi til Kanada í Univeristy of Alberta eina önn. Við fórum þrjú saman úr HR og það var alveg ótrúlega gaman, skemmtilegt land og þjóð og dýrmæt reynsla að fá að vera nemandi í stórum og öflugum háskóla. Síðan fór ég í eitt og hálft ár til Danmerkur að taka sérhæfð námskeið í lífupplýsingafræði sem ekki eru í boði hér heima. Um síðustu jól kom ég heim og kláraði meistaraverkefni mitt sem heitir Models for solving Minimum Parsimony Haplotyping. Verkefnið fjallar um að bæta leiðir til að finna erfða markera í genamenginu og þar notaði ég þekktar leiðir í tölvunarfræði, s.s. graffræði, trjáaleit og boolean satisfiability. Þarna samtvinnaði ég þekkingu í tölvunarfræði og líffræði til að vinna spennandi verkefni og skipulagið í HR gerði mér kleift að fá þá þekkingu sem ég þurfti í lífupplýsingafræði í öðrum skóla. Bjarni Vilhjálmur Halldórsson lektor við HR var leiðbeinandi minn og gerði mér mögulegt að vinna þetta verkefni. Núna er ég loksins að fara að vinna við mitt fag í Landsbankanum, ég vil fá reynslu út á vinnumarkaðinum áður en lengra er haldið í námi í bili. Það að fara í tölvunarfræði gefur kost á fjölbreyttum störfum að námi loknu, mér finnst fagið skapandi og lifandi þar sem mikil þörf er á öflugu fólki. Steinunn María Stefánsdóttir María Arinbjarnar

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.