Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 38
3 8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 9 Sjálfur starfa ég dagsdaglega sem framkvæmdastjóri gisti- og veitingastaðar á Narfastöðum í Þingeyjarsveit þar sem í boði er almenn þjónusta fyrir ferðamenn, gisting og veitingar auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Í upplýsingasamfélaginu hef ég kynnst ýmsu allt frá því ég eignaðist mína fyrstu tölvu árið 1986 og þá var Dosið stýrikerfið og Dbase var gagnagrunnurinn sem fiktað var í, fyrir utan síðan Word Perfect og fleira skemmtilegt sem fallið er í gleymsku og dá. Á Bifröst á árunum 88-91 voru það glænýjar IBM vélar með 30 megabæta hörðum disk sem heilluðu meðan gamla System 36an stóð út í horni með floppydiska á stærð við frysby diska. Svo kom þetta koll af kolli. Kynni af Gopher í Háskólanum á Akureyri á miðjum síðasta áratug þegar Háskólinn var að tengjast við umheiminn og svo netið sjálft á eigin tölvu með 7 kílóbæta módemi fyrst í stað, svo 14,4 svo 28,8 sem var alveg magnað og síðan ISDN fyrir ekki svo mörgum árum. Samhliða því tók fyrirtækjareksturinn okkar breytingum, samskiptin við feðaskrifstofur fóru að breytast verulega og vönduð faxtæki sem venjulega voru útslitin eftir tvö til þrjú sumur, fara núna í gang einu sinni til tvisvar í mánuði og útkrotuð bókunarblöð á pappír í A þremur stærð með þykku lagi af límmiðum vegna breytinga heyrðu skyndilega sögunni til. Navision upplýsingakerfi með hótelbókunarkerfi, fjárhag, viðskiptamönnum, lánadrottunum og launakerfi tók völdin og skyndilega hafði maður ekki lengur þá afsökun að þetta væri svo mikil pappírsvinna ef launagreiðslan dróst um dag eða tvo. Jafnframt jókst hraðinn á öllu og nú er það svo að fyrirspurn frá ferðaskrifstofu um gistingu sem berst að morgni þarf að svara samdægurs ef vel á að vera. Allt gerist hraðar og allir gera kröfu um meiri hraða. Stundum öfundar maður opinbera geirann að hafa heila 14 daga til að svara erindum. Auknum hraða hefur líka fylgt ákveðin sérhæfing og sem dæmi má nefna að hluti af fjárhagsbókhaldinu okkar er bókað í höfuðstöðvum Deloitte í Reykjavík yfir netið á serverinn okkar á skrifstofunni heima í sveit. Navision upplýsingakerfið er þjónustað frá Skýrr í Reykjavík yfir netið og einu sinni til tvisvar í viku fara sérfræðingar þar inn á serverinn hjá okkur af ýmsum ástæðum til breytinga og eða lagfæringa, m.a. þar sem nýbúið er að uppfæra upplýsingakerfið. Heimasíðan okkar er vistuð á Akureyri en hönnuðurinn býr í Danmörku og vinnur breytingar og þróun þaðan. Tölvupósturinn sem allt veltur nú á í samskiptum í stað síma og faxtækja áður er vistaður í kerfisleigu á Akureyri. Hluti þessarar þróunar hefur átt sér staða á síðustu 18-24 mánuðum en haustið 2005 rættist sveita piltsins draumurinn í mínu tilviki, ekki varðandi sætar stelpur heldur bauðst okkur þáttaka í tilraunaverkefninu Rafrænt samfélag sem var tilraunaverkefni í Þingeyjarsýslu. Markmið verkefnisins var að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs. Síminn hafði aðkomu að verkefninu á þann veg að sett var upp WiMax háhraða örbylgjusendir og vorum við ein þriggja aðila sem gafst kostur á að nýta þá tengingu. Hraðinn fór úr 128 K á tvöföldu ISDN i í 3-5 megabæt að jafnaði og símareikningurinn lækkaði jafnframt um nokkra tugi þúsunda á mánuði. Í kjölfarið fylgdu svo fréttir af umtalsverðu rekstrartapi Símans á árinu 2006. En af því ég nefndi rafrænt samfélag þá voru settir miljónatugir í það verkefni sem ég tel að hafi að miklu leyti farið forgörðum þar sem stór hluti notenda þessa fyrirhugaða rafræna samfélags hafa einfaldlega ekki þann búnað þ.e. háhraða tengingu sem þarf til að geta orðið virkur samfélagsþegn í þessu rafræna samfélagi á netinu. Mikil vinna og alúð var löggð í þetta verkefni og mikill tími, vinna og hugsun fór í að þróa lausnir á ýmsum málum fyrir notendur þessa rafræna samfélags en ég tel að það hafi verið byrjað á öfugum enda. Án nothæfrar tengingar eru lausnir á netinu tilgangslausar, það er ekkert flóknara en það. En af öllu framansögðu hljóta menn að halda að allt sé nú allavegana gott og Sveitapiltsins Erindi flutt á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands á Akureyri þann 4. maí 2007 Ég heiti Unnsteinn og ég bý í sveit. Samúðarkveðjur má senda á netfangið unnsteinn@farmhotel.is en viðhengi eru vinsamlega afþökkuð og skulu sendast til þeirra sem hafa hraðvirkari tengingu. draumur Unnsteinn Ingason

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.