Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 41

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 41
4 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 1 kalli á allt aðrar verkefnastjórnunaraðferðir en tíðkast á öðrum sviðum? Hvernig getum við stuðlað að aukinni sköpun og betri hönnun á vefnum? Getur verið að íslensk fyrirtæki og stofnanir séu ekki nægilega opin fyrir nýjungum? Því hefur verið haldið fram að vefurinn opni nýja möguleika, en jafnframt virðast hefðbundnar aðferðir í vöruþróun og verkefnastýringu ekki eiga vel við á vefnum. Á þessari ráðstefnu er ætlunin að takast á við hvernig fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geta ýtt undir vöruþróun og nýsköpun á vefnum. Áhersla verður lögð á að höfða ekki eingöngu til þeirra sem starfa á sviði upplýsingatækni heldur einnig til annarra sem fást við vefþróun s.s. hönnuði, markaðsfólk og stjórnendur. Fengur að fyrirlesurum Það er verulegur fengur í þeim Jason Fried og Jim Coudal fyrir alla þá sem vinna að þróun á vefnum, en ekki síður þá sem starfa í hönnun og markaðsmálum. Þeir eru báðir frá Chicago og hafa vakið athygli á undanförnum árum fyrir hugmyndir sínar varðandi vöruþróun á vefnum. Þeir eru vinsælir fyrirlesarar og hafa komið fram á fjölda ráðstefna m.a. SXSW Interactive sem þeir opnuðu árið 2005. Gagnlegur veflægur hugbúnaður 37 Signals var stofnað 1999 sem vefþróunarfyrirtæki. Fyrirtækið þróaði Ruby on Rails forritunarumhverfið sem miðar að því að einfalda og hraða vefþróun Apple hefur lýst því yfir að í næstu útgáfu af Mac OS X sem væntanleg er síðar á þessu ári muni Ruby on Rails fylgja með. 37 Signals hefur einnig vakið athygli fyrir þróun sína á veflægum hugbúnaði og má þar nefna Basecamp, Ta-Da list, Backpack, Writeboard, Campfire og Highrise. Fyrir Basecamp fékk fyrirtækið BusinessWeek Best of the Web verðlaunin árið 2005. PCWorld review notaði orðið ,,stórkostlegt” til þess að lýsa Backpack og The Wall Street Journal sagði Backpack frábæra skipulagslausn. 37 Signals hefur þróað sína eigin ,,Agile” þróunarhugmyndafræði sem lýst er í bókinni Getting Real sem má lesa án endurgjalds á vef 37 Signals (sjá http://www.37signals.com/). Í viðtali við Business Week lýsti Jason hugmyndafræði sinni þannig að ,,besta aðferðin til þess að þróa góðan hugbúnað er að gera það einfaldasta sem þú getur, eins hratt eins og þú getur og fá viðbrögð og halda síðan áfram samkvæmt þeim viðbrögðum sem þú færð”. Jim Coudal á og rekur Coudal Partners sem er meðal framsæknustu hönnunarfyrirtækja á vefnum og halda úti Coudal.com vefnum. Fyrirtækið hóf starfsemi á sviði hönnunar og auglýsinga en opnaði vefinn árið 1999 sem hliðarverkefni þar sem birtir voru tenglar á efni sem þeim þótti áhugavert. Vefurinn vakti fljótlega mikla athygli meðal hönnuða, listafólks, arkitekta og annarra sem starfa við sköpun og þróun. Nú er vefurinn talinn vera einn af athyglisverðustu vefjum og var meðal annars útnefndur sem einn af 99 athyglisverðustu óþekktu vefjunum af PCMag. Hluti hans er Online Museum Of Museums sem Time Magazine útnefndi sem einn af 50 flottustu vefjum í heimi árið 2005. Í gegnum vefinn hafa Coudal Partners sett af stað margvísleg verkefni. Meðal verkefna sem ekki tengjast vefnum má nefna að fyrirtækið hefur í samstarfi við hljómsveitina Pixies og Dead Can Dance tekið upp hljómleika sveitanna sem síðan eru seldir í takmörkuðu upplagi. Jafnframt hefur fyrirtækið þróað nýjar umbúðir utan um geisladiska, unnið að kvikmyndagerð, fengið fólk til þess að lesa ljóð í gegnum síma svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hefur lagt á það áherslu að nýta vefinn í öllum verkefnum sínum. Þannig fjármagnaði það kvikmyndagerð sína í gegnum vefinn og gaf út ritdóma sem seldir voru í gegnum vefinn. Einnig stofnaði fyrirtækið The Deck sem er auglýsingadreifinet fyrir þá sem starfa í sköpun, hönnun og á vefnum. Sigmundur Halldórsson tók saman en hann er í vefhóp Skýrslutæknifélagsins og undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna sem halda á 25. september 2005. Sigmundur Halldórsson, Nýmiðlunarstjóri Icelandair Group

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.