Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 42
4 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 3 6 hringja þróunar hraðakenning Kurzweil upplýsingatækninnar En hver eru endimörk reiknigetu tölvubúnaðar ? Fyrir nokkrum árum birtist í tímaritinu Nature, grein eftir eðlisfræðinginn Seth Lloyd hjá MIT. Þar beitir hann lögmálum eðlisfræðinnar til þess að reikna út endimörk reiknigetu tölva. Tvöföldunartími reiknigetu hefur verið 18 mánuðir, þ.e.a.s. reiknigeta venjulegs tölvubúnaðar var helmingi minni fyrir 18 mánuðum síðan, þróunin hefur fylgt spá Gordon Moore frá 1965, einum af stofnendum Intel (sem hefur verið nefnt Moores lögmálið þó ekki sé það náttúrulögmál). Kurzweil spáir raunar að Moores lögmálið muni ekki standast mikið lengur, tvöföldunarhraðinn muni aukast og hann færir nokkuð sterk rök fyrir því. Seth Lloyd segir að það sé óumflýjanlegt að Moores lögmálið hætti að halda, það er einungis spurning um hvenær það gerist. Hann er þá ekki að tala um aukningu á hraða heldur stöðvun, endastöð þróunarinnar. Lloyd segir í grein sinni að um árið 2020 sé líklegt að tölvur vinni með gögn sem geymd eru i einingum á mælikvarða atóma þ.e. nanó- og jafnvel píkómetrar. Slíkar tölvur hafa raunar þegar verið gerðar og skammtafræðitölvur sanna að það er hægt að framleiða nýtanlegt reikniverk allt niður í Avogadro skala. Bækur Ray Kurzweil hafa að geyma nokkuð sannfærandi mynd af framtíðarþróun upplýsingatækninnar. Í þeirri nýjustu “The singularity is near”, rekur hann enn fleiri stoðum undir forsendur framtíðarsýnar sinnar sem fyrst kom fram í bók hans “The age of spiritual machines”. Í sex hringja kenningu sinni um hraða þróunar sér hann fyrir sér eins konar sprengingu sem hann nefnir “singularity”. Ætli samruni sé ekki besta íslenska orðið yfir þetta, samruni lífs og tækni. Þessi samruni á skv. kenningum Kurzweil að koma um árið 2045, en þá telur hann að venjulegur tölvubúnaður, sambærilegur við kjöltuvél hafi reiknigetu langt umfram það sem mannsheilinn hefur eða um 10 trilljarðar (1022) reikniaðgerðir á sekúndu. Reiknigeta heilans er talin vera um 10 billjarðar (1016 ) reikniaðgerðir á sekúndu, og er sú tala fengin úr þrem óskyldum rannsóknum. Jón Jósef Bjarnason, sérfræðingur í gervigreind.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.