Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 50

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 50
5 0 | T Ö LV U M Á L 16. janúar Nýleg bilun í sæstrengnum CANTAT vakti enn á ný athygli á því hversu mikilvægar slíkar tengingar eru milli Íslands og umheimsins og hversu víðtækar afleiðingarnar verða af rofi. Ský afréð því að hefja starfsárið með hádegisfundi um þennan mikilvæga málaflokk undir yfirskriftinni Engar bylgjur, ekkert samband, en fundurinn var á Grand Hótel. 17. janúar Öldungadeild hélt sinn árlega Skýrslufund í fundarsal félagsins Laugavegi 178. Í öldungaráði sitja;Jóhann Gunnarsson formaður, Oddur Benediktsson, Örn Kaldalóns, Ágúst Úlfar Sigurðsson, Óttar Kjartansson og Bergþóra K. Ketilsdóttir. 8. febrúar Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins var haldinn að þessu sinni í Aðalstræti 16 á Hótel Reykjavík Centrum. Kosið var í nýja stjórn en hana skipa; Svana Helen Björnsdóttir, Magnús Hafliðason, Ásrún Matthíasdóttir, Einar H. Reynis, Jónína S. Lárusdóttir, Eggert Ólafsson, Jóhann Kristjánsson og Jón Heiðar Þorsteinsson. 28. febrúar Rafræn auðkenni og öryggismál á Netinu var yfirskrift hádegisfundar á Grand hótel í lok febrúar. Í brennidepli voru nýjar leiðir sem notendur Internetsins hafa nú til þess að auðkenna sig gagnvart fjármálastofnunum og opinberum aðilum. Mjög vel sóttur fundur. 21. mars Árbítur UT-kvenna var haldinn í Farfuglaheimilinu í Reykjavík en þar fjallaði Hannes Högni Vilhjálmsson um félagslega tölvutækni sem kennir mál og sið. Var þetta kynning á tölvulíkani af félagslegu atferli sem er ætlað til kennslu á tungumálum og siðum framandi þjóða og notar til þess talgreini, sjálfvirka leiðsögn, gagnvirkar vitverur og þrívíða leikjatækni. 23. mars Stofnfundur faghóps um fjarskiptamál var haldinn í fundarsal Orkuveituhússins og var góð mæting. Ákveðið var á fjölmennum jólafundi Ský sem haldinn var fyrsta desember síðastliðinn að stofna slíkan faghóp innan félagsins. Í stjórn faghópsins sitja Sæmundur Þorsteinsson, Anna Björk Bjarnadóttir, Harald Pétursson, Einar H. Reynis og Kjartan Briem. 29. mars Má ég lesa sjúkraskrána mína á netinu? Málþing á vegum Fókus, faghóps um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, var haldið í Eirbergi við Eiríksgötu í lok dags 29. mars og var vel mætt. Fjallað var um ýmis atriði sem varða aðgang almennings að upplýsingum í sjúkraskrám þ.á.m. um persónuvernd. 26. apríl Aðalfundur UT-kvenna var haldinn í Háskólanum í Reykjavík þar sem Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík hélt opnunarerindi. Í stjórn UT- kvenna sitja Þóra Halldórsdóttir formaður, Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir, Hrönn Þormóðsdóttir, Jóna Pálsdóttir, Elín Gränz, Anna Ingólfsdóttir og Þórunn Óskarsdóttir. Að lokinni hefðbundinni dagskrá fjallaði dr. Margrét Jónsdóttir, dósent við viðskiptadeild HR um Konur og tungumál – leiðin að orðræðu árangurs. 4. maí Skýrslutæknifélag Íslands stóð í fyrsta skipti fyrir heils dags ráðstefnu á Akureyri þar sem umfjöllunarefni var íslenskt sveita drauma net eða háhraða fjarskipti í dreifbýli. Hluti íslensku þjóðarinnar hefur ekki kost á háhraða fjarskiptum en við sölu Símans ákvað ríkisstjórnin að verja hluta af söluandvirðinu til að bæta fjarskipti til íbúa í dreifbýlinu. Markmiðið með þessari ráðstefnu var að upplýsa um stöðu mála út frá sjónarhóli notenda, fjarskiptafyrirtækja og ráðamanna. Meðal fyrirlesara voru fulltrúar frá fjarskipta- fyrirtækjunum, fulltrúi frá fjarskiptasjóði, fulltrúar stjórnmálaflokkanna og fulltrúar notenda. 10. maí Fókus,faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu hélt málþing um staðla í samþættingu og samskiptum í rafrænni sjúkraskrá. Sagt var frá samþættingu sjúkraskrárkerfa hjá Landspítala, hlutverk Landlæknisembættisins í yfirumsjón með notkun staðla og nýlegum ISO staðli um notkun orðasafns (terminologiu) fyrir hjúkrunarskráningu. Vel sóttur fundur. 19. maí Ský tók þátt í Hátíðarsamkomu vegna 70 ára afmælis Odds Benediktssonar prófessors en hann varð sjötugur 5. júní síðastliðinn. Samkoman var haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands og var dagskráin áhugaverð og samkoman vel sótt. Svana Helen Björnsdóttir hélt erindi fyrir hönd félagsins. Tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands, Verkfræðideild og Félag tölvunarfræðinga stóðu einnig að samkomunni. 30. maí Á hádegisverðarfundi Skýrslutæknifélagsins á Grand Hótel var fjallað um útvistun í upplýsingatækni frá sjónarhóli íslenskra fyrirtækja. Fjallað var um hvernig þau nýta sér slíka útvistun í dag og reynt var að svara því hver framtíð útvistunar er þegar upplýsingatækni verður sífellt miðlægari í rekstri og tekjumyndun fyrirtækja. Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands fyrri hluta ársins 2007 Síðan síðast...

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.