Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 51

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 51
5 0 | T Ö LV U M Á L Í gegnum tíðina hafa fundir og ráðstefnur um fjarskipti verið meðal vinsælustu viðfangsefnanna sem félagsmönnum Ský hafa staðið til boða. Fjarskipti og tölvunotkun hefur líka haldist í hendur hérlendis um áratugaskeið og farið úr því að vera leið einstakra fyrirtækja og stofnana til að miðla upplýsingum innan sinna neta í að vera almenningseign sem snertir alla landsmenn. Á seinni árum hefur svokölluðum faghópum innan félagsins fjölgað þar sem stjórnirnar eru skipaðar sérfræðingum á sínu sviði. Faghóparnir geta því einbeitt sér að viðkomandi efni og komið með margvíslega vinkla á viðfangsefni sitt. Þegar stjórn Ský var beðin að tilnefna fulltrúa í Fjarskiptaráð á vegum Samgönguráðuneytisins var það jafnframt gott tilefni til að stofna faghóp um fjarskipti. Ský hélt afar vel sótta ráðstefnu um nýja strauma og stefnur í fjarskiptum fyrir jól 2006 og þar var tilkynnt að til stæði að stofna faghóp um fjarskipti. Eftir nokkurn aðdraganda var stofnfundurinn haldinn þann 23. mars 2007 í húsnæði OR við Bíldshöfða og sótti hann fjöldi manns víða að úr UT- geiranum. Fulltrúi Ský í Fagráðinu, Sæmundur E. Þorsteinsson hélt opnunarerindi og lýsti aðdragandanum að stofnun faghópsins og að dagskráin væri þannig að fyrst yrðu haldin þrenn erindi um þriðju kynslóð farsíma og komu þeir Jóakim Reynisson frá Nova, Hjálmar Gíslason frá Símanum og Kjartan Briem frá Vodafone hver með sína sýn á þessa væntanlegu tækni og hvaða breytingar og tækifæri hún hefði í för með sér. Að þessum erindum loknum voru drög að samþykktum faghópsins rædd og gerðar á þeim breytingar sem voru síðan samþykktar. Sæmundur var tilnefndur fyrsti formaður faghópsins og var það Frá skrifstofu ský Fjarskipti einróma samþykkt með lófataki. Hins vegar voru margir sem óskuðu eftir að taka sæti í fjögurra manna stjórn faghópsins og kosningu hlutu Anna Björk Bjarnadóttir frá Símanum, Harald Pétursson frá Nova, Einar H. Reynis frá Símanum og Kjartan Briem frá Vodafone. Undir merkjum faghópsins var síðan haldin ráðstefna á Akureyri um fjarskipti í dreifbýli. Hún stóð í heilan dag og markaði jafnframt þau tímamót að ráðstefna var haldin utan Reykjavíkur í fyrsta sinn á vegum félagsins. Í haust stendur til að halda ráðstefnu um menntun og fjarskipti en á vef félagsins verður nánar sagt frá henni þegar nær dregur. Allt fag- og áhugafólk um fjarskipti getur sótt um aðild að faghópnum og skulu umsóknir berast skrifstofu Skýrslutæknifélagsins á netfangið sky@sky.is. Þeir sem nú þegar eru félagar í Ský geta einnig verið meðlimir í faghópnum með því að óska eftir því á skrifstofu félagsins.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.