Tölvumál - 01.11.2011, Qupperneq 6

Tölvumál - 01.11.2011, Qupperneq 6
6 | T Ö LV U M Á L þar sem reynir á sköpun byggða á margmiðlun, ef undan eru skilin verkefni sem nemendur leystu í heimavinnu. En dæmi voru um að nemendur voru látnir skila stuttmynd þar sem þeir útskýrðu lögmál í eðlisfræði. Tæknilegar hindranir Í rannsókninni kom í ljós að aðstæður kennaranna hvað snertir aðgengi að tækninni eru mjög mismunandi og hefur það áhrif á val þeirra á verkefnum og hvernig þeir nýta sér tæknina. Það var greinilegt á svörum kennarana að úrvinnsluþátturinn verður útundan. Margar ástæður voru nefndar en helst var nefndur tímaskortur, lítið aðgengi að tölvum og lítill tæknistuðningur. Öll vinna nemenda við myndirnar krefst þess þeir hafi aðgang að tölvum. Aðstæður viðmælenda varðandi aðgengi að tölvum var mjög mismunandi. Aðgengi var allt frá því að hafa engan eða mjög takmarkaðan aðgang að tölvuveri vegna tölvukennslu, yfir í nánast takmarkalausan aðgang að tölvum. Margir fara þá leið að draga úr þeim þætti sem lýtur að úrvinnslu eða þeir láta nemendur vinna verkefnin heima við og gaf það góða raun. Kennararnir töldu það þó hafa þann ókost að þeir gátu lítið leiðbeint nemendum eða veitt stuðning sem þeir telja mikilvægan til að efla og auka við efnislega og tæknilega kunnáttu þeirra. Tæknilegur stuðningur í tölvuverum virtist sjaldan til staðar. Tæknilegur stuðningur í tölvuveri gæti verið hvatning fyrir fleiri kennara að leggja út í stærri verkefni, en fæstir viðmælendur áttu kost á þeim stuðningi. Það kom einnig fram hjá þeim og í fyrri rannsóknum að kennarar treysta oft á tæknilega kunnáttu nemenda sem þeir telja oft vera meiri en þeirra eigin. Í viðtölum og vettvangsathugun kom líka fram að sumir kennarar vissu ekki af eða höfðu ekki áttað sig fyllilega á þeim möguleikum sem tæknin býður upp á til margmiðlunar og skapandi verkefna. Þar gæti stuðningur frá tölvukennurum komið sterkar inn. Hvað telja kennarar helstu kosti við að nota myndavélar? Viðhorf viðmælenda um kosti þess að nota myndavélar eru samhljóða niðurstöðum erlendra rannsókna á því sviði. Þeir telja að helsti kosturinn liggi í að virkja nemendur og vekja áhuga þeirra á náttúrufræði. Í ljós kom, bæði í viðtölum og á vettvangi, að kostir myndavéla í kennslu eru ótvíræðir. Eftirfarandi atriði koma oftast fram og benda til að notkun myndavéla í námi og kennslu stuðli að: • aukinni ánægju nemenda og virkari þátttöku • tengingu námsins við áhugasvið nemenda og fyrri þekkingu nemenda • tengingu hugtaka við daglegt líf nemenda • samvinnu nemenda • myndun samskiptavettvangs til að ræða saman og ígrunda viðfangsefni • auknum áhuga og meiri athygli af hálfu nemenda • gagnrýnni hugsun Kennarar telja að myndavélin hafi töluverða kosti sem námsgagn í náttúrufræði og sjá flestir möguleika á að nýta sér þá meira. Niðurstöður gefa vísbendingar um að huga verði að aðgengi kennara að myndavélum, tölvubúnaði og tæknilegri aðstoð. Helstu niðurstöður benda til að það sé fyrst og fremst áhugi kennara á að auka fjölbreytni í kennslu og vekja áhuga hjá nemendum sem ýtir undir þá að fara þessa leið. Það sem helst styður kennara og hvetur þá til að samþætta eða leiða saman náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt er áhugi þeirra á að nýta tæknina til að efla kennslu og þekking og öryggi í að beita þeirri nálgun. Heimildir: Sjá á sky.is Kennarar telja að myndavélin hafi töluverða kosti sem námsgagn í náttúrufræði og sjá flestir möguleika á að nýta sér þá meira. Myndavélar nýtast vel í útinámi

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.