Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Side 16

Tölvumál - 01.11.2009, Side 16
1 6 | T Ö L V U M Á L Reynslusaga: Að stofna rannsóknarsetur Styrkur Rannís er veittur til að stofna nýtt sjálfstætt rannsóknarsetur, Vitvélastofnun Íslands eða Icelandic Institute for Intelligent Machines (IIIM), en framlag Rannís til verkefnisins eru 55 milljónir fyrsta árið, og svo álíka upphæð á ári hverju næstu 7 árin. Tölvumálum lék hugur á að kynnast betur þessu spennandi verkefni og manninum á bakvið það, sem náð hefur svona gríðlega góðum árangri, og kom því að máli við hann. Kristinn er með Ph.D. gráðu frá M.I.T. (Massachusetts Institute of Technology) og vann í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum áður en hann kom til HR. Hann er meðstofnandi Radar Networks Inc. í Kaliforníu og Gervigreindarseturs HR, sem hann stofnaði ásamt Yngva Björnssyni árið 2005, en það er fyrsta gervigreindarsetrið á Íslandi. Undirbúningur Kristinn útskýrði fyrir okkur að undirbúningur Vitvélastofnunar Íslands hefði hafist fyrir nokkrum árum og hún væri rannsóknarstofnun með nýtt samstarfssnið við fyrirtæki, stofnanir og félög. Stofnunin verður sjálfstæð en vinnur með fyrirtækjum og háskólum með svokölluðu áskriftarsniði, sem þýðir að stofnanir „leggja í púkk“ til að greiða sameiginlega götur þróunar og rannsókna á sviði gervigreindar og hermunar. Svipaðar stofnanir er að finna erlendis, til dæmis Gervigreindarstofnun Þýskalands (DFKI), sem sérhæfir sig í hugbúnaðar- og gervigreindarrannsóknum. DFKI hefur náð gífurlegum árangri á þeim 18 árum sem hún hefur starfað og er nú með yfir 400 manns á launum við rannsóknar- og þróunarvinnu. Einn af stofnendum DFKI er jafnframt ráðgjafi við stofnun Vitvélastofnunar Íslands. Vaxandi eftirspurn er eftir hugbúnaði og tækni á sviðum gervigreindar, vitvísinda og hermunar víðsvegar um heim. Vitvélastofnun mun leggja áherslu á þróun slíkrar tækni, enda nýtist hún á fjölmörgum sviðum svo sem í framleiðslutækni, vörum á almennum markaði, almennum hugbúnaði, netverslunum, sýndarheimum og tölvuleikjum, umhverfis- og veðurrannsóknum, fjölþjóða lagaumhverfi og reglugerð og mörgu fleiru. Sem dæmi má taka hermigervil sem nýtist bæði til að spá fyrir um hegðun leigumarkaðar fyrir mengunarkvóta og hegðun bifreiðaumferðar Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við Háskólann í Reykjavík (viðtal: Ásrún Matthíasdóttir) Dr. Kristinn R. Þórisson og samstarfsfélagar hans fengu á vordögum 2009 styrk úr nýrri markáætlun Rannís sem ætlað er að styrkja öndvegissetur og klasa hér innanlands. Stuttu áður fékk Kristinn tveggja milljóna evra styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins til gervigreindarrannsókna. Styrkirnir eru báðir úr samkeppnissjóðum, sem þýðir að umsóknir Kristins og samstarfsfélaga hans kepptu við meira en hundrað aðrar umsóknir.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.