Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 19
Háskólinn í Reykjavík lagði til verkefnisins hvers kyns aðstöðu, búnað og sérfræðinga, en auk þess var rannsóknarverkefnið styrkt af Rannsóknarsjóði í fimm ár Lykillinn að styrkveitingum ætti að vera fyrri árangur vísindamannanna, gæði og nýnæmi þeirra hugmynda sem unnið er að, og möguleg áhrif niðurstaðna á nýsköpun, frekar en nákvæm verkáætlun T Ö L V U M Á L | 1 9 Eff2 Technologies, kom upphaflega til HR í eina önn sem skiptinemi frá Austurríki, en innritaðist svo í meistaranám við skólann og er núna á síðustu stigum doktorsnáms. Háskólinn í Reykjavík lagði til verkefnisins hvers kyns aðstöðu, búnað og sérfræðinga, en auk þess var rannsóknarverkefnið styrkt af Rannsóknarsjóði í fimm ár. Þá tók Tækniþróunarsjóður við og styrkti sprotafyrirtækið við vöruþróunina. Því til viðbótar hafa fengist ýmsir smærri styrkir frá Nýsköpunarsjóði, Rannsóknarnámssjóði og fleiri aðilum. Aðgangur að rannsóknarfé Sprotafyrirtækið Eff2 Technologies er gott dæmi um hvernig öflug háskóladeild, eins og tölvunarfræðideild HR, með aðgang að rannsóknarfé gegnum samkeppnissjóði, getur orðið uppspretta kraftmikilla og mikilvægra sprotafyrirtækja. Því miður er það samt svo að styrkjakerfið er hlutfallslega of lítið á Íslandi og því eru slík dæmi, eins og áður var sagt frá, alltof fá. Þrátt fyrir að Ísland leggi hlutfallslega mikið fé til rannsókna og þróunar á alþjóðavísu, samkvæmt opinberum tölum, fer aðeins lítill hluti þess fjár til samkeppnissjóða. Á því sviði stöndum við nágrannaþjóðum okkar langt að baki. Oft er því haldið fram að það sé enginn munur á beinu framlagi til háskóla og rannsóknarstofnana og til rannsóknarsjóða, en ég tel reynsluna hafa sýnt að samkeppnissjóðir eru mun betur fallnir til þess að efla rannsóknarstarf. Þessi takmörkun á rannsóknarfé í samkeppnissjóðum hefur haft þrjár meginafleiðingar gegnum tíðina, sem allar eru alvarlegar fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki. Í fyrsta lagi eru of fáir styrkir veittir á ári hverju. Það þýðir að vafalítið eru til fjölmargar góðar rannsóknarhugmyndir sem ekki fengu nægilegan framgang, en hefðu annars getað orðið uppsprettur sprotafyrirtækja framtíðarinnar. Í öðru lagi eru styrkirnir alltof smáir og ná yfir of skamman tíma. Smæð rannsóknarstyrkjanna takmarkar mjög stærð rannsóknarhópanna og þar með samkeppnishæfni háskólanna á alþjóðlegum vettvangi, og gerir þeim erfitt fyrir að keppa við iðnaðinn um innlenda nemendur og að laða erlenda nemendur til landsins. Sem dæmi má nefna að lengstu verkefnisstyrkirnir ná aðeins yfir þrjú almanaksár, meðan rannsóknir doktorsnema ná að minnsta kosti yfir fjögur almanaksár, og því er ekki hægt að tryggja styrk fyrir nemendur allan námsferil þeirra. Í þriðja lagi, sem er líklega bein afleiðing af fáum og smáum styrkjum, þá er umsóknarformið mjög niðurnjörvað. Þannig er til dæmis nauðsynlegt, þegar sótt er um styrk til þriggja ára, að lýsa verkþáttum fyrir öll þrjú árin. Slíkar áætlanir eru mjög þarfar fyrir Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð, en augljóslega er ekki hægt að gera nákvæmar áætlanir þegar um rannsóknarverkefni er að ræða, þar sem niðurstöður fyrri ára geta haft gríðarleg áhrif á hvað gerist á seinni árunum. Lykillinn að styrkveitingum ætti að vera fyrri árangur vísindamannanna, gæði og nýnæmi þeirra hugmynda sem unnið er að, og möguleg áhrif niðurstaðna á nýsköpun, frekar en nákvæm verkáætlun. Til að mæla árangur styrkjakerfisins og beina styrkjum til okkar bestu vísindamanna þarf svo að auka eftirfylgni með verkefnum verulega. Nokkuð jákvæð þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum varðandi stærð sjóða og styrkja, en miklu betur má ef duga skal. Að auki er nauðsynlegt, í ljósi þess hversu smátt vísindasamfélagið er á Íslandi, að nýta alþjóðasamfélagið sem mest við mat á umsóknum og úthlutun styrkja. Annars er alltaf sú hætta fyrir hendi að hagsmunatengsl ráði ákvörðunum frekar en gæði rannsóknanna, og á því höfum við ekki efni. Niðurlag Það má ljóst vera af ofansögðu að öflugir háskólar og opinberir rannsóknarsjóðir eru afar mikilvægir fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki. Jákvæð þróun hefur átt sér stað í samkeppnissjóðum á allra síðustu árum, en þörf er á að bæta kerfið enn frekar með því annars vegar að setja hlutfallslega meira fé í samkeppnissjóði, sem notað væri til fleiri og stærri styrkja, og hins vegar að tryggja betra og óháðara ferli við gæðamat og úthlutun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.