Tölvumál - 01.11.2010, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.11.2010, Blaðsíða 27
Gestaaðgangur: Mjög algeng krafa er að gestir þurfa internet aðgang. Er gesturinn tengdur við netkerfi líkt og starfsmenn? Er einhver öruggari og fljótvirkari leið til að leysa þetta? Ef netið er opið. Er þá ekki vandamál að fleiri óviðkomandi geti notað tenginguna? Og hefur hann þá endalausan aðgang hvenær sem hann vill? Þurfa þá ekki tölvumenn fyrirtækisins að vera uppteknir við að stofna þessa notendur? Nútímahönnun á þráðlausum netkerfum byggir á miðlægri stjórnun kerfisins og þar með allra þráðlausra aðgangseininga. Við notum notendagagnagrunna til að stjórna aðgengi að þráðlausa kerfinu og netskiptunum. Þannig að ef einhverjum notanda er eytt úr grunninum eða hann gerður óvirkur þá hefur þessi tiltekni notandi ekki aðgang lengur, en aðrir notendur haldast óbreyttir. Á mörgum stöðum er horft á netskipta sem „heimsk“ tæki sem skila einungis umferð frá A-B en ekki hugsað út að þessi tæki geta skilað mun meiri rekstrarhagkvæmni með því að koma í veg fyrir óþarfa niðritíma á kerfunum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.