Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 73

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 73
T Ö L V U M Á L | 7 3 Íslenskur orðaforði um tölvur Eitt af markmiðum Skýrslutæknifélagsins er „að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni.“ Þess vegna hefur orðanefnd starfað á vegum félagsins frá stofnun þess árið 1968. Í formála að 4. útgáfu Tölvuorðasafnsins er gerð grein fyrir útgáfum nefndarinnar frá upphafi og hverjir voru í henni (sjá einnig http://tos.sky.is/tos/to/ordanefnd/formali/). Þeir sem störfuðu í nefndinni til 1978 gáfu út tölvuprentaðan orðalista árið 1974. Nefndin hefur verið nánast óbreytt frá 1978 og hefur á þeim tíma gefið út fjórar útgáfur Tölvuorðasafns. Markmið nefndarinnar hefur ætíð verið að efla íslenskan orðaforða um tölvutækni og gera tölvunotendum og öðrum kleift að tala og rita um tölvu­ og upplýsingatækni á íslensku. Ekki hefur verið gerð tilraun til þess að kanna hvort og í hve miklum mæli orðaforðinn í Tölvuorðasafninu er notaður. Sum orðin eru orðnir kunningjar almennings, eins og t.d. orðið gjörvi (e. processor) sem flestir þekkja þó í samsetningunni örgjörvi. Nú á tímum er ýmislegt stafrænt (e. digital), en það orð kemur einnig úr smiðju orðanefndarinnar. Notendaviðmót á Íslensku Orðaforðann í Tölvuorðasafninu má m.a. nota til þess að þýða notendaviðmót margs konar hugbúnaðar. Það hefur ætíð verið skoðun nefndarmanna að hugbúnaður sem almenningur, og þá sérstaklega börn og unglingar, nota eigi að hafa íslenskt viðmót. En þar hefur ekki tekist til sem skyldi. Af einhverjum ástæðum hafa þýðingar á útbreiddum hugbúnaði ekki náð fótfestu. Frá þessu eru þó undantekningar. Á 9. áratug síðustu aldar var notendaviðmót stýrikerfis og forrita fyrir Macintosh­tölvur þýtt á íslensku. Á þeim tíma hófst tölvuvæðing fyrirtækja og stofnana. Íslenskt viðmót Macintosh­tölvanna gerði umskiptin mun auðveldari, þar sem fæst starfsfólk opinberra stofnana eða fyrirtækja á þeim tíma hafði reynslu af tölvutækni. Orðabók Háskólans og IBM á Íslandi gerðu með sér samning um að þýða ritvinnslu­, skrifstofu­ og fyrirspurnarkerfi fyrir IBM fjölnotenda­ og miðlungstölvur árið 1985. Þýðingarnar gerðu þúsundum notenda þessara tölva hægara um vik að vinna tiltekin verk á móðurmáli sínu. Einnig má benda á að í apríl 1996 var sett á markað þýðing af ritvinnslu­ forritinu WordPerfect (sem var kallað Orðsnilld á íslensku), og varð það nokkuð útbreitt og naut hylli. Seint á 10. áratug síðustu aldar varð stýrikerfið Windows algengasta stýrikerfi í einkatölvum og þau forrit sem því fylgdu, m.a. ritvinnsluforritið Word. Tvær atrennur hafa verið gerðar að því að þýða Windows­stýrikerfið, en hvorug þýðingin hefur notið mikillar útbreiðslu. Það má því segja að staða þýðingarmála sér verri nú, þegar nokkuð er liðið á fyrsta ártug 21. aldar en á tímabilinu u.þ.b. 1985 til 1998. Það er því verðugt verkefni fyrir hið 40 ára gamla Skýrslutæknifélag að beita sér fyrir því, að viðmót hugbúnaðar sem er í tölvum mjög margra lands manna, og þá sérstaklega barna og unglinga, verði á íslensku. Lengi hefur mér fundist að æskilegt væri að útbúa einfaldari og aðgengilegri útgáfu af Tölvuorðasafninu fyrir skólafólk og almenning. Ég varpa þeirri hugmynd því einnig til félagsins að beita sér fyrir slíkri útgáfu. Orðanefnd Gera tölvunotendum og öðrum kleift að tala og rita um tölvu- og upplýsingatækni á íslensku Af einhverjum ástæðum hafa þýðingar á útbreiddum hugbúnaði ekki náð fótfestu Útbúa einfaldari og aðgengilegri útgáfu af Tölvuorðasafninu fyrir skólafólk og almenning Sigrún Helgadóttir formaður Orðanefndar Í Orðanefnd sitja Sigrún Helgadóttir, Baldur Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson og Örn Kaldalóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.