Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 8
8 | T Ö L V U M Á L Áætlað er (EBA, 2008) að innan Evrópu hafi verið sendir um 28 milljarðar reikninga árið 2006. Af þeim eru um 1/3 á milli hópi lítilla og meðalstórra fyrirtækja (SME small and medium enterprises) og til almennings, 43% frá stórum fyrirtækjum til neytenda og restin því aðeins 24% ­ það er B2B viðskipti þar sem stór fyrirtæki eiga hlut að máli. Af öllum þessum reikningum eru aðeins örfá prósent send með rafrænum hætti. Það eru því enn gríðarlegir hagræðingarmöguleikar vannýttir, sérstaklega hjá hópi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það er mat höfunda að næsta stóra skref fram á við í rafrænum viðskiptum sé í rafrænum reikningum. Einnig, að innan örfárra ára muni meirihluti íslenskra fyrirtækja hafa getu til að senda og taka á móti reikningum með rafrænum hætti. Tækifæri til hagræðingar? Rafrænn reikningur er skilgreindur sem reikningur sem tölva getur lesið og „unnið úr“ með sjálfvirkum hætti. Það má alveg teygja hugtakið svo það nái yfir pdf, tif eða word skjöl en þau form hafa takmarkað gildi því það er lítil hagræðing af reikningi sem er eingöngu mynd. Sjálfvirkni er lykillinn að hagræðingu. Helsta ástæða þess að fyrirtæki sækjast eftir að auka vægi rafrænna ferla eru möguleikar á hagræðingu en næst þar á eftir koma styttri vinnslutími og betri upplýsingagjöf. Í skýrslu Aberdeen Group (2007) kemur fram að 80% allra reikninga sem fara milli fyrirtækja eru á pappírsformi. Þar kemur fram að móttökuferli reikninga á pappír kostar 74­89% meira en þegar reikningurinn berst á rafrænu formi. Þá tekur 46% minni tíma að afgreiða rafræna reikninga en pappírsreikninga og starfsmenn sem þurfa að svara fyrirspurnum um reikninga eyða 30% minni tíma séu reikningarnir á rafrænu formi. Að lokum kemur fram í sömu skýrslu að fyrirtæki sem hafa innleitt rafræna reikninga þurfi 12% sjaldnar að greiða dráttarvexti. Danir hafa metið að fyrir hvern reikning sem berst á rafrænu formi megi spara 10 mínútur í vinnutíma og sé pöntun einnig á rafrænu formi fari sparn aðurinn upp i 17 mínútur per reikning. Jafnvel þó mikill mismunur sé á flækjustigi verkferla milli fyrirtækja er ljóst að um umtalsverða hagræð­ ingarmöguleika að ræða. Hvað stendur í vegi rafrænna reikninga? Þrátt fyrir þessa augljósu hagræðingarmöguleika eru aðeins 20% fyrirtækja komin af stað með að notfæra sér rafrænar lausnir í viðskiptum milli fyrirtækja. Hvað stendur í vegi fyrir útbreiðslu rafrænna viðskipta og af hverju eru ekki fleiri farnir að sækja í þessa auðlind? Helstu ástæður sem nefndar hafa verið til sögunnar eru: • Hefðir í viðskiptum leiða til þess að álitið er að í sumum viðskiptum verði pappír að fara milli manna til að viðskipti séu lögleg. • Margir aðilar álíta lagakröfur til rafrænna reikninga stífar og flóknar. Slíkt leiðir til óvissu. • Ótti við svik og þjófnað. Margir álíta að erfitt sé að sanna uppruna sendinga á interneti eða tryggja réttleika rafrænna skjala og reynsla aðila af pappír leiðir til þess að þeir telja hann í einhverjum skilningi öruggari. Rafræn viðskipti milli fyrirtækja (B2B) hafa lengi verið við lýði en hingað til hafa þau mest verið notuð af litlum hópi stórra fyrirtækja á sviði verslunar og vörudreifingar sem hafa fjárhagslega getu til að fjárfesta í dýrum kerfum og tíma til innleiðingar. Í dag er hins vegar að verða til tækni sem smærri fyrirtæki munu geta nýtt sér og þannig notið þeirrar hagræðingar sem hlýst af rafrænum viðskiptum. Tilkoma Internetsins, aukin bandbreidd og lægri stofnkostnaður, ásamt tilkomu XML hefur gjörbreytt landslagi rafrænna viðskipta. Tækifæri til hagræðingar Rafrænir reikningar: Bergþór Skúlason, sérfræðingur Fjársýslu ríkisins Þórhildur Hansdóttir Jetzek, þróunarstjóri viðskiptalausna Skýrr Það eru því enn gríðarlegir hagræðingar­ möguleikar vannýttir Það er lítil hagræðing af reikningi sem er eingöngu mynd

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.