Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 9
T Ö L V U M Á L | 9 Margir samverkandi þættir leiða til þess að flestir halda sig við pappírinn Álíka flókið að senda reikning í framtíðinni eins og að senda tölvupóst í dag • Verkferlar hjá fyrirtækjum við meðhöndlun reikninga byggja á flutningi á pappír milli aðila sem leiðir til þess að pappírinn sem slíkur er tékk­ punktur. Við rafvæðingu verkferla færast verkefni til og atburðir í tölvukerfum sem geta komið í stað slíkra tékk­punkta eru ekki alltaf til staðar í tölvukerfum. • Kostnaður við innleiðingu og uppsetningu rafrænna lausna hefur þótt of hár til að réttlæta hagræðingu þar sem þessar lausnir var almennt ekki að finna í stöðluðum viðskiptakerfum og innleiðingin kallaði á sérstakt samkomulag milli einstakra viðskiptaaðila. Niðurstaðan er því sú að það er ekki eitthvað eitt sem veldur því að rafræn viðskipti hafa ekki tekið flugið heldur margir samverkandi þættir sem leiða til þess að flestir halda sig við pappírinn sem eitthvað sem þeir þekkja og treysta. Næstu skref framundan Þrátt fyrir hamlanir sem taldar eru upp hér að ofan eru hagræðingarmöguleikarnir af rafrænum viðskiptum óyggjandi og eru opinberir aðilar víða um heim að vinna í að gera lagaramma og viðskiptaumhverfi hagstæðara fyrir rafræn viðskipti. Í dag má með réttu segja að bylgja rafrænna viðskipta sé að ganga yfir Evrópu sem mun leiða til þess að magn reikninga á rafrænu formi mun aukast gífurlega. Þessi bylgja á táknrænan uppruna í átaki Dana frá 2005 og hefur leitt til þess að flestar þjóðir Evrópu eru að huga að svipuðu framtaki hjá opinberum aðilum. Einnig er ESB að huga að leiðum til að ýta undir notkun rafræna reikninga hjá bandalagsþjóðunum. Til þess að takast á við ofangreindar hindranir þarf að huga að umhverfi rafrænna viðskipta í sem víðustu samhengi. Þar má m.a. nefna: • Staðlar fyrir innihald og verklag: Staðall fyrir innihald rafræns reiknings á XML formi hefur verið þróaður í samstarfi Norðurlandaþjóða. Þessi staðlaði reikningur er kallaður NES­reikningur og byggir á UBL 2.0 en er töluvert afmarkaðri og betur skilgreindur. Unnið er að því að innleiða hann í Skandinavíu og samhliða er verið að vinna að því að fá hann viðurkenndan sem sam­evrópskan reikning. • Lagarammi: Unnið er að endurskoðun á laga umhverfi rafrænna reikninga á vettvangi ESB. Mun sú vinna líklegast leiða til endur skoðunar laga hér á landi sem snerta m.a. virðisaukaskatt og kröfur til rafrænna reikninga. • Uppruni og rekjanleiki: Til að rafrænn reikn ingur teljist löglegur reikningur þarf að sýna fram á að hann uppfylli kröfur um uppruna og réttleika. Til að svo sé hægt þarf að tryggja flutningsleið og vistun í samræmi við kröfur laga. • Flutningsleiðir: Öruggur flutningur reikninga yfir net er mögulegur með tvennum hætti: svokölluð EDI leið og með notkun rafrænna undirskrifta. EDI er ekkert annað en „lokuð“ leið milli tveggja viðskiptaaðila sem aðrir geta ekki hlustað, truflað eða líkt eftir. (EDI – rafrænar skeytasendingar – skal ekki rugla saman við EDIFACT – form á rafrænum viðskiptaskjölum). Athugið einnig að það er ekkert að því að senda reikninga á USB lykli eða svipaðri aðferð. Ávinningur af notkun NES reiknings Sérstaða NES reiknings er tvíþætt, annars vegar stöðlun á verklagi og innihaldi og hins vegar „interoperability“ sem má þýða sem „sjálfstætt gagnamengi reiknings“. EDIFACT staðlar sem hafa verið í notkun hér á landi í um 15 ár eru þannig að gagnamengi hvers skjals er mjög stórt og tekur þannig á nánast öllum tilvikum sem geta komið upp í viðskiptum milli tveggja aðila. Aðilar geta síðan komið sér saman um undirmengi sem skuli nota (t.d. EDIFACT reikning skv. verklagi ICEPRO). Í framhaldi af því geta einstaka aðilar samið um nánari útfærslu á innihaldi sinna skeyta. Þannig verður til vefur tenginga milli nokkurra aðila þar sem hver tenging er að einhverju leyti aðlöguð að þeim tilteknu viðskiptum. Slíkt mengi getur aldrei orðið stórt bæði vegna þess hve fljótt það verður flókið og einnig vegna þess hve dýrt er að koma á hverri tengingu. NES reikningur reynir að svara þessum vanda með sjálfstæðu gagnamengi reiknings (inter operability). Fjöldi staka er ekki nema um 230 og eru skýrar reglur um hvernig flest þeirra skuli notuð. Einnig eru svokölluð viðskiptatilvik sem lýsa hvernig skuli senda upplýsingar um t.d. greiðsluseðil, eindaga o.fl. Þetta leiðir til þess að mögulega verður álíka flókið að senda reikning í framtíðinni eins og að senda tölvupóst í dag. Tölvukerfi sendanda varpar upplýsingum úr innra formi viðskiptakerfis í NES­reikning (sjálfstætt gagnamengi) sem allir móttakendur slíkra reikninga geta tekið við. Móttakandi getur síðan varpað reikningnum úr því mengi yfir í innra gagnaform reikninga í kerfi móttakanda og unnið úr með sjálfvirkum hætti. Þetta leiðir til þess að til verður reikningur sem er óháður innviðum

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.