Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 11
T Ö L V U M Á L | 1 1 Um leið og aðgangur að netinu hefur orðið almennur á síðasta áratug hafa skólar aukið verulega notkun á netinu til að dreifa efni og til að auka og efla samskipti. Flestir skólar hafa komið sér upp heimasíðum með kynningarefni en einnig hafa þeir ver- ið að nota rafræn umsjónarkerfi s.s. Innu, Námsnetið (MySchool) og Mentor. Stofnaðir hafa verið vefir fyrir skólastarf með margs- konar þjónustu eins og Menntagátt (www. menntagatt.is) og Skólavefurinn (www. skolavefurinn.is) auk þess sem Náms- gagnastofnun (nams.is) hefur sett mikið af áhugaverðu íslensku námsefni á net ið. Til viðbótar þessu má nefna stærð fræði- vefinn Rasmus.is (www.rasmus.is) og íslenskuvefinn Réttritun.is (rettritun.is) og er þá enn margt ótalið. Ásrún Matthíasdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík Hvað er kennslukerfi? Eitt af verkfærunum sem hafa verið mikið notuð eru kennslukerfi, en þau ganga undir ýmsum nöfnum; námsumsjónarkerfi, vefnámsumsjónarkerfi, vefumsjónarkerfið eða fjarkennslukerfi. Á ensku hafa einnig verið notuð ýmis orð yfir þessi verkfæri s.s. Managed Learning Environment (MLE), Virtual Learning Environment (VLE) eða Learning Management Systems (LMS), en hér kýs ég einfaldlega að nota orðið kennslukerfi. Kennslukerfi er hugbúnaður sem er keyrður á vef og hannaður til að stjórna og fylgjast með kennslu og þjálfun en einnig til rafrænna samskipta. Mörg tól eru í boði og í notkun hér á landi má nefna Blackboard, WebCt, Moodle, Angle, MySchool (Námsnetið), Uglan og Námskjárinn. Sum eru eingöngu kennslukerfi en önnur fela í sér heildarlausn fyrir skólana þar sem upplýsingakerfi og kennslukerfi eru tengd saman á öflugan hátt. Kennslukerfi voru í upphafi hönnuð með fjarkennslu í huga þar sem megin markmiðið var að dreifa efni og gátu kennarar miðlað glærum og öðru efni til nemenda. Einnig var oftast boðið upp á möguleika á umræðu, umræðuþræði eða spjallþræði, sem voru ekki á rauntíma en með áherslu á samskipti frá kennara til nemanda. Með aukinni notkun hafa komið fram nýjar áherslur og nýjar þarfir þar sem samskipti nemenda við kennara og ekki síður samskipti nemenda á milli eru höfð í huga. Þróunin hefur orðið hröð og sífellt koma fram nýir möguleikar í kerfunum s.s. til samskipta í rauntíma, rafrænt námsmat og verkefnaskil. Kennslukerfi dagsins í dag eru nokkuð öflug en auðvitað má alltaf gera betur. Flest kennslukerfi eru í sífelldri þróun m.t.t. aukningar á félagslegum samskiptum nemenda. Hér ætla ég ekki að fjalla um eitt einstakt kerfi heldur almennt um notkunarmöguleika kennslukerfa í námi og kennslu, hvort sem er um að ræða fjarnám, dreifnám eða hefðbundið staðarnám. Það skal þó tekið fram að umræða mín tekur nokkuð mið af MySchool (Námsnetið) sem er það kerfi sem ég vinn daglega í og þekki best, en önnur kerfi eru svipuð og geri ég því ráð fyrir að umfjöllunin eigi almennt við um þau kennslukerfi sem algengust eru í dag hér á landi. Kennslukerfi er málið

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.