Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 12
1 2 | T Ö L V U M Á L Sýn nemenda Þegar nemandi tengist inn á dæmigert kennslukerfi þá sér hann strax þau námskeið/áfanga/fög sem hann er skráður í og stundataflan blasir við. Nemandinn getur séð hvort nýtt efni hefur verið sett inn og skoðað það, en einnig séð hvað er framundan og hvaða verkefni bíða úrvinnslu. Verkefnaskil dagsins koma fram í stundatöflu og nemandinn getur skoðað leiðbeiningar og fyrirmæli kennara og skilað af sér rafrænt hvort sem um er að ræða einstaklings­ eða hópverkefni. Nemandinn getur sótt efni frá kennara á ýmsu formi, Word skjöl, Excel skjöl, PDF skrár, hljóðskrár eða annað sem kennarinn hefur útbúið og sett inni í kerfið. Kostirnir fyrir nemandann eru margvíslegir, samskipti eru einföld og fljótvirk. Hann getur á einfaldan hátt fylgst með í náminu því allt skipulag liggur fyrir, týnd ljósrit frá kennara heyra sögunni til sem og það að missa af verkefnum eða verkefnaskilum. Ástundunin liggur jafnan fyrir og hægt að sjá hvernig þokast áleiðis að lokamarkmiðinu þar sem einkunnir fyrir einstök verkefni birtast jafn óðum og þær eru færðar inn í kerfið. Hann getur tekið rafræn próf og niðurstöður þeirra liggja samstundis fyrir. Nemandi getur tekið þátt í umræðu um ákveðin efni sem kennari hefur lagt fram eða spjallað við kennara og samnemendur um það sem hverjum og einum liggur á hjarta og sent inn fyrirspurnir þegar hann er í vanda Einnig er hægt að senda hefðbundinn tölvupóst með fyrirspurnum. Að auki hefur nemandinn aðgang að eigin vefsvæði og ýmsu efni frá skólanum. Tilkynningar frá kennara berast jafnskjótt og þær eru settar í kerfið þannig að ekkert á að fara framhjá nemandanum. Allt skipulag og utanumhald verður mun einfaldara, en auðvitað kallar þetta á virkni nemandans og að hann tengi sig inn á kerfið daglega, fylgist með, taki þátt í umræðum og skili af sér verkefnum á réttum tíma. Sýn kennarans Kennari sér svipaða mynd og nemandinn, en hefur meiri möguleika á að setja inn efni og taka við því í gegnum kerfið. Hann getur dreift því efni sem hann vill rafrænt og á því formi sem hann kýs. Kennari getur á einfaldan hátt stillt upp allri kennslu á önninni, sett upp áætlun fyrir alla sína kennslu, lagt fyrir verkefni og tímastillt hvenær þau birtast nemendum og hvenær þau lokast. Í gegnum verkefnaskilakerfi getur kennarinn einnig tekið við verkefnum frá nemendum og er einfalt að senda nemendum umsögn tilbaka og færa inn einkunnir ef það á við. Hægt er að nota verkefnaskilakerfið til að dreifa lýsingu á verkefnum og færa inn einkunnir þó að skilin fari ekki fram rafrænt. Einnig getur kennarinn nýtt sér tímastillt rafræn próf, s.s. fjölvalspróf, þar sem einkunnir nemenda færast sjálfkrafa inn í kerfið, eða einfaldlega sett upp æfingapróf fyrir nemendur sem styðja þá til sjálfsmats en eru ekki hluti af hefðbundnu námsmati. Hægt er að nota umræðuþræði og spjall í rauntíma og hvetja þannig nemendur til að taka þátt í umræðu um námsefnið. Þó að nemendur og kennarar hittist jafnvel nokkru sinnum í viku þá eru umræður á netinu góður kostur til að draga allan hópinn að náminu og námsefninu og ómissandi í fjar­ og dreifnámi. Kosturinn fyrir kennarann er ótvíræður þar sem hægt er á auðveldan hátt að koma efni á framfæri til nemenda og aðstoða þá við að skipuleggja námið. Samskipti eru greið og hann hefur gott yfirlit yfir þátttöku og virkni nemenda. Verkefnaskilakerfi getur einfaldað mjög allt utanumhald á verkefnaskilum og í annarlok hefur námsárangur nemenda safnast saman og kennarinn einfaldlega lokar námskeiðinu og sendir þar með lokaeinkunn inn í kerfi skólans. En ekkert gerist nema kennarinn sé virkur og nýti sér það kerfi sem hann hefur aðgang að og þá möguleika sem það býður upp á. Því vil ég hvetja þá kennara sem þetta lesa að skoða það kerfi sem þeir geta notað, kynna sér hvað er þar í boði, hvort hægt sé að nýta fleiri möguleika með það í huga að efla nám og kennslu ungs fólks í dag og um leið gera nám áhugaverðara fyrir unga sem aldna. Kennslukerfi voru í upphafi hönnuð með fjarkennslu í huga Nemandinn getur sótt efni frá kennara á ýmsu formi Kennari getur á einfaldan hátt stillt upp allri kennslu á önninni Kosturinn fyrir kennarann er ótvíræður

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.