Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 13
T Ö L V U M Á L | 1 3 Í stefnu menntamála og í aðalnámsskrám undanfarinn áratug, hafa stjórnvöld lagt áherslu á að upplýsingatækni sé nýtt sem víðast í skólastarfi. Íslenskir skólar eru margir ágætlega búnir tækjum, áhugi nemenda fyrir tækni er almennur og möguleikarnir óendanlegir. Hér verður sagt frá vefnum Menntagátt, en hlutverk hans er að hvetja til notkunar á upplýsingatækni í skólastarfi og auðvelda aðgengi að upplýsingum á Netinu. Menntamálaráðuneytið stendur straum af kostnaði við hann og hann er öllum opinn. Menntagátt nýtist einkum kennurum, en einnig nemendum og foreldrum sem vilja t.d. leita að námsefni eða fletta upp í námskrám. Upphafið Vefurinn á sér orðið nokkra sögu sem vert er að rifja upp. Í upphafi árs 2001 gaf menntamálaráðuneytið út stefnu sína í rafrænni menntun, „Forskot til framtíðar“. Þar var meðal annars lagður grunnur að Menntagátt. Hlutverk hennar yrði að miðla upplýsingum um námsefni og veita aðgang að námskrám. Einnig var áætlað að tengja upplýsingar um námsefni við markmið í námskrám. Í framhaldi af stefnunni samþykkti ríkisstjórnin fjárveitingu til Menntagáttar. Í menntamálaráðuneytinu var hugmyndin útfærð nánar og gengið til útboðs. Þegar verkefnið var auglýst haustið 2002 var jafnframt óskað eftir hugmyndum þeirra sem buðu í verkið um framtíðarrekstur Menntagáttar. Eftir forval voru fjögur fyrirtæki valin, þrjú íslensk og eitt danskt, til að taka þátt í lokuðu útboði. Að lokum var samið við hugbúnaðarfyrirtækið Hug (varð síðar HugurAx árið 2007) um uppbyggingu og rekstur Menntagáttar. Vinna við uppbyggingu Menntagáttar hófst af krafti í upphafi árs 2003. Meðal annars voru smíðuð kerfi til að halda utan um skráningar á námsefni og námskrár. Fyrsta útgáfa Menntagáttar var opnuð þá um vorið, en fullbúin útgáfa var komin í gagnið í árslok. Á sama tíma og unnið var að uppbyggingu var hafist handa að kynna hana meðal kennara og skólastjórnenda. Á ráðstefnum og þingum sem kennarar sóttu var Menntagátt kynnt og einnig voru skólar heimsóttir. Gefin voru út kynningarit og þeim dreift til allra skóla á landinu ásamt vatnsbrúsum sem enn má sjá í notkun víða. Upplýsingar um námsefni Á Menntagátt hefur verið lögð áhersla á að miðla upplýsingum um námsefni á Netinu. Öllum er frjálst að skrá þar upplýsingar (lýsigögn) um efni sem síðan eru vistaðar í gagnagrunni. Á fyrstu árum Menntagáttar var gert átak til að safna slíkum upplýsingum og voru kennarar af leik­, grunn­ og framhaldsskólastigi fengnir til verksins. Leitað var eftir kennurum flestra námsgreina sem höfðu reynslu af notkun upplýsingatækni. Sífellt hefur verið haldið áfram að bæta við upplýsingum og uppfæra þær sem fyrir eru. Í dag eru um 5000 færslur í grunninum. Fjölbreytt efni er í gagnagrunni Menntagáttar. Mest úrval er af efni fyrir grunnskóla, en einnig þó nokkuð fyrir framhaldsskóla og eitthvað fyrir leikskóla. Um er að ræða námsefni fyrir nemendur og einnig annað efni sem tengist námi og kennslu á einhvern hátt. Það efni sem upplýsingar eru skráðar um á Menntagátt er ekki gæðametið því slíkt er talið á ábyrgð hvers kennara. Þó er farið yfir allar skráningar þannig að efni sem talið er ótækt kemst ekki í gagnagrunninn. Fjölbreytilegar niðurstöður er hægt að fá við leit á menntagátt. Ef við flettum upp orðinu draugur getum við fengið eftirfarandi niðurstöðu: vef um drauga eftir grunnskólanemendur, vefleiðangur (ákveðin tegund verkefnis) sem kennari hefur búið til, upplýsingar frá Draugasetrinu, gagnvirkan enskan stærðfræðileik með draugum og vef með íslenskum þjóðsögum um drauga. Menntagátt – þá og nú Björn Sigurðsson, vefstjóri Menntagáttar hjá HugAx

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.