Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 21
T Ö L V U M Á L | 2 1 skal viðurkenna það að í fyrstu var ég ekki alls kostar sáttur við þessar breytingar en þegar á hólminn var komið þá stóð HR stóð sig ekki síður í faglegu fjarnámi heldur en gamli góði THI. Aðstæður urðu í raun betri eftir því sem á leið og því sættist ég fljótt á þessar breytingar. Eftir að fjarnáminu lauk var ég kominn á bragðið og hungraði í enn frekara nám. Kosturinn við sameiningu á THI og HR kom þá berlega í ljós því skólinn bauð upp á rekstrariðnfræði á nýjum nótum. Námið var byggt á grunn viðskiptafræði og því einungis einn vetur í fjarnámi og ákvað ég að bæta því við mig. Víðbótin hefur enn og aftur víkkað sjóndeildarhringinn, gefið innsýn inn í heim viðskiptanna og á eftir að vega þungt þegar fram í sækir. Í náminu var farið í grunn hagfræði, fjármálastjórnun, rekstrargreiningu og gerð viðskiptaáætlana. Það var ákaflega góð viðbót við tækninámið og gaf innsýn inn á nýtt spennandi svið. Fyrir hverja er fjarnám? Er fjarnám fyrir hvern sem er? Miðað við mína reynslu þá get ég svarað þessari spurningu játandi. Það er að segja fyrir þá sem virkilega vilja læra og hafa þessa þörf fyrir eitthvað meira. Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að fjarnám tekur lengri tíma en nám í dagskóla. Almennt er ekki farið jafn hratt yfir námsefnið. Fólk verður líka að vera tilbúið að færa ákveðnar fórnir á meðan á náminu stendur. Það er ekki eins mikill tími fyrir fjölskylduna og óalgengt að námið sé tekið fram yfir bíóferðir eða ferð á golfvöllinn. Hinsvegar, er ég ekki að segja að setja þurfi lífið á pásu á meðan á náminu stendur. Þetta er fyrst og fremst spurning um öguð vinnubrögð og að forgangsraða hlutum á nýjan hátt. Í mínu tilfelli þá tók ég ákvörðun um að hætta að horfa á annað en fréttir í sjónvarpi á kvöldin og nota frekar tímann til lesturs og verkefnavinnu. Aðferð sem hentaði mér ákaflega vel, stal litlum tíma frá fjölskyldunni og svo var maður farinn að horfa allt of mikið á sjónvarp hvort sem var og kominn tími til að stemma stigu við því. Dæmigerður dagur Til gamans er hér dæmigerð lýsing á degi fjarnemans. Dagurinn byrjar við að aðstoða börnin við morgunnmatinn, borða sjálfur og koma börnunum í skóla og leikskóla. Í mínu tilfelli eru það þrjú stykki og eitt af þeim undir leikskólaaldri. Að rúntinum loknum var tími til að koma sér til vinnu. Flesta daga er unnin einhver yfirvinna og má alla jafna gera ráð fyrir til klukkan sex eða hálf sjö. Þegar heim var komið þurfti að útbúa mat og borða, aðstoða við heimalærdóm og koma stóðinu í rúmið, ásamt því að gera tilraun til að ná nokkrum fréttamolum ef vel gekk með heimilisverkin. Stundum var gott að vinna til tíu á kvöldin og koma heim þegar frúin var búin að þessu öllu. Þegar kvöldverkunum var lokið var hægt að grípa í bók eða verkefni í einn til tvo tíma. Helgarnar fóru svo að mestu í að klára skilaverkefni ásamt því að reyna að finna tíma til að gera eitthvað sniðugt með krökkunum. Stundum hittust nokkrir samnemendur á laugardagsmorgnum til að læra saman og má segja að slíkt fyrirkomulag hafi gagnast verulega vel þegar maður var komin í einhverjar ógöngur og hjálparþurfi. Eins og gefur að skilja þá var þetta ekki alltaf auðvelt og krefst ákveðinna fórna af hendi nemandans og skilnings og þolinmæði af hendi maka og fjölskyldu. En menntun er máttur og það er töluvert á sig leggjandi til að auka vægi sitt á atvinnumarkaðinum og annarsstaðar í þjóðfélagin sem sífellt gerir meiri kröfur til menntunar einstaklinga. Nytsöm námsleið sem krefst fórna Fjarnám er ekki auðveld leið til náms enda myndi ég myndi mæla með því við alla sem það geta að fara í hefðbundinn dagskóla til að mennta sig. Fjarnámið er hinsvegar leið fyrir okkur sem ekki erum tilbúin að fórna áunnu öryggi og stöðugleika til að fara í frekara nám og þá sem vilja bæta við menntun sína meðfram vinnu. Fjarnám er mjög æskilegur og góður kostur að mínu mati. Ég held að það sé í raun hægt að kenna allt nám í fjarnámi. Það er kannski erfitt að sjá fyrir sér að nám þar sem mikið þarf að framkvæma tilraunir og þess háttar sé hægt að vinna í fjarnámi, en það er hægt að vinna alla bóklega vinnu í fjarnámi og hafa svo staðbundnar lotur til að framkvæma tilraunirnar. Fjarnám er hægt að skipuleggja með mismunandi formi og það er í raun engin ein regla sem tilgreinir fjölda mætingar á hverri önn. Það þarf að vera í samhengi við eðli námsins. Verknám, þar sem mikið er um prófanir og tilraunir krefst fleiri mætinga heldur en hreint bóknám. Lokaverkefni, viðskiptaáætlanir og stefnumótunarvinna krefst þess að fólk hittist. Alltaf er þetta spurning um vilja, samvinnu og skipulag. Þeir skólar sem í auknum mæli bjóða fólki að mennta sig í fjarnámi eiga þakkir skyldar fyrir það framlag sitt. Ég vill persónulega þakka Háskólanum í Reykjavík fyrir að hafa gert mér kleift að bæta við menntun mína með fjarnámi. Skólinn stóð að þessu með sóma og þessi reynsla mín hefur og mun gera mig að mun sterkari einstaklingi nú og til framtíðar. Löngunin eftir einhverju meiru er alltaf fyrir hendi og af gömlum vana les maður atvinnuauglýsingarnar í blöðunum en þar kemur í ljós að öll spennandi störfin krefjast meiri menntunar en maður hefur

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.