Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 23
T Ö L V U M Á L | 2 3 Breytt viðhorf Margt hefur verið gert til að laða að fleiri stúlkur í nám í tölvu­ og upplýsinga­ tækni sem allt skilar einhverjum árangri en ljóst er að áherslu breytingar þurfa að eiga sér stað ef áhugi stúlkna á að aukast. Hingað til hefur megin áherslan verið lögð á forritunarhluta tölvunarfræðinnar og minni áhersla lögð á aðrar hliðar þeirrar greinar. Þannig viðhöldum við þeirri ímynd sem ungar stúlkur hafa af tölvunarfræðingum. Þær sjá fyrir sér „nörd“ með headphone sitjandi við tölvuna tímunum saman. Við þurfum að tengja tölvunarfræðina og upplýsingatæknina almennt betur við aðrar greinar og opna augu fólks fyrir þeim möguleikum sem í boði eru. Sem dæmi má nefna að til að tölvuleikir og margmiðlunarefni ýmiss konar verði að veruleika þarf ekki aðeins fólk með þekkingu á tölvum, heldur einnig fólk með þekkingu á myndvinnslu, hönnuði, teiknara, kvikmyndatökumenn, fatahönnuði og aðra með sértæka þekkingu. Einstaklingur með áhuga á fatahönnun gæti þannig nýtt sér menntun á sviði tölvu­ og upplýsingatækni til að fullnægja sköpunarþörfinni og starfað við að hanna föt á persónur tölvuleikja sem dæmi. Við þurfum áfram „nördana“, en við þurfum líka fólk sem hefur áhuga á greiningar­og hönnunarvinnu, prófunum, þjónustu við notendur og gæðamálum. Það má líkja forritara við smið, sem byggir hús eftir teikningu arkitekts. Smiðurinn er nauðsynlegur, en við þurfum líka að hafa arkitektinn, því varla færum við að byggja hús án teikningar og hönnunar, eða hvað? Til að húsið okkar þjóni þeim tilgangi sem ætlast er til, þá þarf strax í upphafi að hugsa út í alla þætti. Hversu mörg herbergi ætla ég að hafa í húsinu? Hvar ætla ég að hafa eldhúsið? Hvar verður salernið og hvar þurfa vatns­og skólpleiðslur að liggja? Hvar þarf að leggja rafmagn? Hvernig verður flæðið um húsið, þ.e. hvernig verður hægt að komast frá einu herbergi til annars? Á að vera innangengt úr íbúð í bílskúrinn? Á bílskúrinn kannski að standa einn og sér úti á lóð? Ef við ekki hönnum og hugsum út í þessa þætti strax í upphafi þá gætum við endað með hús sem gleymdist að leggja rafmagnið í, gleymdist að við ætluðum að hafa innangengt í bílskúrinn eða við erum með eldhús án dyra. Við viljum hafa grunninn á húsinu sterkan og húsið rétt hannað og það sama gildir um hugbúnað. Hann þarf að vera rétt hugsaður strax í upphafi. Það verður hins vegar að segjast eins og er að þessum þætti hugbúnaðarþróunar hefur ekki alltaf verið gefinn mikill gaumur. Í BSc­rannsóknarverkefni sem undirrituð vann ásamt þremur sam­ nem endum sínum árið 2004, þar sem mat var lagt á sjö íslensk hug­ búnaðarfyrirtæki út frá CMMI líkaninu, kom fram að fyrirtækin áttu það öll sammerkt að kröfugerð og grunnvinna í hugbúnaðarþróuninni var það sem helst var ábótavant. Hingað til hefur ekki verið lögð sérstök áhersla á þessa þætti í því háskóla­ námi sem í boði er hérlendis, en talsvert er rætt um að sárlega vanti fleiri Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur innan upplýsingatækninnar sinni fremur störfum sem lúta að mannlegum samskiptum

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.