Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 28
2 8 | T Ö L V U M Á L Námsefnis-, verkefna- og samskiptavettvangur Borgarholtsskóla Það er ljóst að þróun kennsluhátta er mjög hröð og er það vandi að velja réttu tæknina til að koma efni til nemenda og gera sér um leið vinnuna faglegri og auðveldari. Þegar ég horfi til baka, en kennsluferill minn hófst 1992, þá man ég eftir ritvél (ekki rafmagnsritvél) sem notuð var til að búa til verkefni fyrir nemendur, ásamt ljósritunarvél. Síðan þá hafa margar nýjungar komið fram á sjónarsviðið og í dag er úr mörgu að velja. Hér ætla ég að útskýra möguleika kerfis sem heitir Moodle og tek þá mið af þeirri reynslu sem ég hef, en Moodle hefur fleiri notkunarmöguleika en hér verður bent á. Í raun kostar kerfið ekkert fyrir skólann. Hér fjalla ég eingöngu um Moddle kerfið en auðvitað eru fleiri kerfi á markaðnum s.s. Angel og Blackboard og kerfi eins og Námsnetið (MySchool) sem felur í sér meiri heildarlausn fyrir skólastarf. Mér til aðstoðar við þessa grein var Kristján Ari Arason umsjónarmaður kennsluvettvangs og dreifnáms. Hvað er „Moodle“ Moodle er kennslutæki þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum til notenda og eiga samskipti. Kerfið er notað út um allan heim ­ einkum á skólavettvangi og kostar ekkert. Áhugamenn um allan heim vinna að uppbyggingu kerfisins í sameiningu og deila reynslu sín á milli. Auðvitað felst í því einhver kostnaður að halda utan um kerfið faglega og tæknilega í hverjum skóla. Á Íslandi er kerfið t.d. notað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (BHS) og í Háskóla Íslands. Í kerfinu hafa nemendur yfirsýn yfir alla þætti þeirra áfanga/námskeiða sem hafa verið settir þar inn. Þeir sjá verkefni, skiladaga, einkunnir og geta nálgast fjölbreytt ítarefni. Auðvelt er fyrir kennara að setja inn efni, það krefst ekki mikillar kunnáttu í vefsíðugerð eða mikils tíma. Innlagt efni getur t.d. verið ritvinnsluskjöl, vísun á vefsíður og kvikmyndabrot. Kennslubækur verða að sjálfsögðu áfram notaðar og geta nemendur þá séð hvað á að lesa og hvenær og kennari getur vísað í efni sem styður við bókina. Nemendur eru fljótir að tileinka sér þetta námsumhverfi og kosturinn er greinilegur; hægt er að nálgast allt sem tilheyrir áfanganum á einum stað og það þarf einungis veftengingu til að komast í efnið. Einnig er hægt að setja skoðanakannanir inn í Moodle (Questionnaire) og margs konar próf (Quizzes and choices). Yfirleitt þarf notandi að skrá sig inn og velja notendanafn og lykilorð. Hægt er að bjóða upp á gestaaðgang. Moodle er hannað til að styðja við námsstíl sem er nefndur félagsleg hugsmíðahyggja (social constructivism) sem er hugmyndafræði sem má rekja til svisslenska sálfræðingsins Jean Piagets <http://en.wikipedia.org/wiki/Jean_Piaget> . Kennslufræði hugsmíðahyggjunnar (social constructionist Pedagogy) byggir á : • virkri þátttöku nemenda • að nemendur byggja upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem þeir búa í • að nemendur vinni lausnarmiðuð verkefni • samvinnu nemenda • gagnrýnni og skapandi hugsun. Hlutverk kennarans er ekki aðeins að vera fræðandi, kennarinn verður leiðbeinandi og stjórnandi. Hann hvetur nemendur til að leita og rannsaka og aðstoðar við verkefnavinnu. Mikil áhersla er lögð á að efla félagslega færni með samvinnu og í gegn um verkefnavinnu. Kennarar sem setja sína áfanga upp í Moodle eiga því kost á að efla þessa þætti í sinni kennslu. Moddle mætti kalla námsþing. Egill Þór Magnússon, framhaldsskólakennari

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.