Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 33
T Ö L V U M Á L | 3 3 • Upplýsingar um tekjur og flokkun viðskiptavina í bakendakerfum • Algengar aðgerðir í framlínu sendar til bakvinnslu (vinir, hreyfingarlisti, staða þjónusta) Getið þið aðeins sagt mér frá helstu breytingum sem komið hefur verið í framkvæmd? Jóhann: Fyrsta verkefnið var að gera ítarlega úttekt á stöðunni og leggja upp upp­ lýsingatæknistefnu fyrirtækisins. Við fengum sænskt ráðgjafarfyrirtæki til þess að framkvæma úttektina og unnum með Kögun við gerð upp lýsinga­ tæknistefnu. Afrakstur úttektarinnar voru • Tillögur um breytta högun upplýsingakerfa • Tillögur um bætt framlínukerfi • Áætlaður kostnaður og ábati þess að ráðast í þessar breytingar Í upphafi árs 2006 var hafist handa við að útfæra breytta högun. Hún fólst í því að innleiða SOA högun (Service Oriented Architecture) með WebMethods sem samþættingarlagi. Í stað þess að tengja kerfi saman beint hvert við annað eiga samskipti sér stað í gegnum staðlað samþættingarlag. Þetta gerir kerfin óháðari hvert öðru og auðveldara er að skipta um einstakar einingar í heildarmyndinni. WebMethods býður einnig upp á skilgreina og keyra viðskiptaferli (business process engine) og Vodafone hefur í auknum mæli verið að nýta það. Sem dæmi er ferlið við stofnun og virkjun á nýjum ADSL notanda nokkrir dagar, þar sem skrá þarf viðskiptavin í okkar viðskiptakerfi, virkja hann í okkar tæknikerfum, senda beiðni til Mílu um að tengja viðskiptavin í grunnnetinu og loks að virkja rukkun til viðskiptavinar þegar þjónustan er komin í gang. Við fórum einnig út í það að innleiða CRM kerfi sem Þóra ætlar að segja betur frá en hún var verkefnisstjóri fyrsta hluta CRM innleiðingarinnar. Þóra Kristín: Sem hluta af því að bæta framlínukerfi fórum við út í val á CRM lausn (Customer Relationship Management) og varð Microsoft CRM fyrir valinu. Í innleiðingarverkefninu var haft í huga að CRM er viðskiptavinamiðuð hugmyndafræði sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á tækni, ferlum, þjálfun starfsfólks, skipulagi, menningu og fleiru. Við höfðum það að leiðarljósi að CRM kerfið okkar, sem stjórna ætti tengslum við viðskiptavini, myndi geta samþætt tækni og viðskiptaferla til að mæta kröfum viðskiptavina þegar þeir þurfa á þjónustu að halda. Þá er hin 360 gráðu sýn á viðskiptavini einn helsti ávinningurinn en þegar talað er um hana er átt við að starfsmenn hafi á einum stað yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og gott aðgengi að kerfum sem nota þarf til að þjóna þeim. Við skiptum CRM verkefninu í nokkra fasa og var ákveðið að byrja á því að innleiða kerfið á fyrirtækjasviði. Undirbúningur innleiðingarinnar byggðist að miklu leyti á gögnum sem urðu til í skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins. Lagt var til að verkefninu yrði skipti í 3 fasa sem myndu ná frá mars 2006 og fram í lok nóvember 2006. Í lok maí var kerfið sett upp hjá notendum og þeir fengu kennslu og þjálfun. Fyrirtækjahluta innleiðingarinnar var formlega lokið í lok árs 2006 en í beinu framhaldi skilgreint nýtt CRM innleiðingarverkefni fyrir þjónustuver, verslanir og fleiri deildir. Kerfið er komið í notkun hjá þessum deildum en það hefur tekið stórfelldum breytingum frá því það var fyrst uppsett hjá starfsmönnum fyrirtækjasviðs. Verkefnið er ennþá í gangi og byggist innleiðingaraðferðafræðin á því að skilgreina þarfir notenda í samstarfi við þá og smám saman veita þeim betri upplýsingar og verkfæri til að vinna með til að þjóna viðskiptavinum betur. Hvernig metið þig ávinning af breytingunum? Jóhann: Í upphafi þessa árs fengum við sænsku ráðgjafana til þess að framkvæma ákveðið endurmat á stöðunni, nú þegar rúm tvö ár eru liðin frá því að umbreytingarferlið hófst. Hluti af því fólst í að meta ávinninginn af þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Niðurstaða þeirra var að umtalsverður árangur hefði náðst, þótt enn megi gera betur. Beinn fjárhagslegur ávinningur hleypur á tugum milljóna á ársgrundvelli, en þessar breytingar hafa auðvitað kostað heilmikið á móti. Megin ávinningurinn liggur að okkar mati í því að einfalda fyrirtækið, bæði fyrir starfsfólkið og viðskiptavinina. Fjarskiptafyrirtæki teljast vera fremur flókin og það liggja mikil tækifæri í því að hjálpa starfsfólkinu að sjá skóginn fyrir trjánum og skilja vörunar og reksturinn. Það er forsenda þess að hægt sé að veita hraða og góða þjónustu. Þá er hin 360 gráðu sýn á viðskiptavini einn helsti ávinningurinn Starfsmenn hafi á einum stað yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og gott aðgengi að kerfum sem nota þarf til að þjóna þeim

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.