Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 35
T Ö L V U M Á L | 3 5 Stefnumótun í upplýsingatækni Þegar stefnumótun Capacent um vöxt í Norður­Evrópu lá fyrir var ljóst að móta þyrfti stefnu í upplýsingatækni sem styddi við þennan vöxt. Svara þurfti eftirfarandi spurningum: • Hvernig byggjum við tæknilega grunngerð sem gerir okkur kleift að taka nýtt fyrirtæki inn í samstæðuna á fljótlegan hátt? • Hvaða kerfi eigum við að nota sameiginlega fyrir öll fyrirtæki í samstæðunni? • Hvaða hlutverk á móðurfélagið að hafa í stjórnun upplýsingatækni? • Hvernig tryggjum við sjálfstæði hvers fyrirtækis og tryggjum að það taki ábyrgð á eigin upplýsingakerfum? • Ef miðlæg upplýsingatæknideild verður sett upp, hvernig deilum við kostnaði á fyrirtækin? • Hvaða stjórntæki höfum við sem tryggir að við náum fram samlegð í nýtingu upplýsingatækni? Til að svara þessum spurningum var farið í stefnumótun í upplýsingatækni, en Capacent hefur mikla reynslu af að vinna slíka stefnumótun fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki. Skipta má stefnumótunarvinnunni í fjóra grunnþætti: • Kostnaðargreining – hagnýt viðmið (e: Benchmarking) • Mat á virkni upplýsingakerfa • Kerfishögun og kerfislíkan • Stjórnun og hlutverk upplýsingatækni Í þessari grein er þessum þáttum lýst og fjallað um styrkleika hvers þáttar í sjálfri heildarstefnumótunni. Kostnaðargreining – hagnýt viðmið Áður en farið er að skoða hvernig framtíðarsýnin á að vera er nauðsynlegt að meta núverandi stöðu. Mikilvægur þáttur í því stöðumati er mat á kostnaði við upplýsingatækni. Til að meta þennan kostnað er nauðsynlegt að hafa einhver viðmið. Notast er við íslensk viðmið, úr greiningum sem Capacent hefur unnið. Einnig er stuðst við erlendar greiningar. Við kostnaðargreiningu er reynt að skipta kostnaði niður í nokkra flokka (byggt á flokkun frá Gartner): • Vélbúnaður (leiga, afskriftir, gjaldfærð kaup, viðhalds­ og þjónustugjöld) • Hugbúnaður (leyfisgjöld, viðhalds­ og þjónustugjöld, gjaldfærð kaup og afskriftir) • Innri þjónusta (kostnaður vegna vinnu starfsmanna tölvudeildar) • Ytri þjónusta (aðkeypt þjónusta vegna upplýsingatæknimála ­ hér er m.a. um að ræða almenna upplýsingatækniráðgjöf, vinnu hugbúnaðarfyrirtækja við þróun, rekstur og viðhald tölvukerfa, ferlaráðgjöf, útvistun á rekstri kerfa og þjónustu sem felur í sér umtalsverða notkun upplýsingakerfa, viðhald vélbúnaðar, hugbúnaðar og samþætting kerfa) • Net­ og fjarskiptakostnaður (allur kostnaður af rekstri fjarskiptabúnaðar og notkun símakerfis í tal og gagnaflutning, símtæki, farsímar og fleira) • Annar kostnaður (húsnæði og óbeinn kostnaður vegna upplýsingatækni) Kostnaðarmat er einnig unnið niður á upplýsingakerfi, ef upplýsingar um slíkt eru fyrir hendi. Ef kostnaður fyrir hvert kerfi liggur fyrir auðveldar það ákvörðunartöku varðandi framtíðarkerfislíkan, þ.e. hvort halda eigi kerfinu eða leita nýrra lausna. Mat á upplýsingakerfum Annar þáttur í stöðumati er mat á virkni núverandi upplýsingakerfa. Mat á virkni kerfanna fer fram með þeim hætti að tekin eru viðtöl eða gerð skoðana könnun meðal notenda. Einnig eru tekin viðtöl við tæknilega ábyrgðar menn upplýsingakerfa og hvert kerfi fyrir sig metið skv. aðferða­ fræði Capacent. Upplýsingatækni í fyrirtæki alþjóðlegu Ólafur Róbert Rafnsson, framkvæmdastjóri Kerfisþjónustu hjá Capacent Skipta má stefnumótunarvinnunni í fjóra grunnþætti Í kjölfar stefnumótunar var ráðist í umfangsmiklar endurbætur á grunngerð upplýsingakerfa

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.