Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 36
3 6 | T Ö L V U M Á L Niðurstöður matsins eru settar fram á myndrænan hátt, í svokallað „bólurit“ sjá mynd 2. Hver mynd samanstendur af fjórum ferningum. Stærð bólunnar segir til um kostnað við rekstur kerfisins. • Efri ferningur til vinstri (endurskrifa): Kerfi sem falla í þennan ferning eru með næga virkni, en tæknilegum gæðum er ábótavant. Skoða þarf uppfærslu eða endurnýjun á þessum kerfum. • Neðri ferningur til vinstri (skipta út): Kerfi sem falla í þennan ferning eru með slaka virkni og ýmislegt vantar upp á tæknileg gæði kerfisins. Þessi kerfi styðja ekki vel við þarfir notenda og er tæknilega ábótavant. Þarna þarf að leita nýrra lausna. • Efri ferningur til hægri: Kerfi sem falla í þenna ferning eru með virkni og tæknileg gæði í lagi. • Neðri ferningur til hægri: Kerfi sem falla í þennan ferning eru með tæknilega þætti í lagi, en virkni er ekki nægileg. Hér þarf að skoða þjálfun notenda, endurhönnun ferla eða aðra þætti sem gera fyrirtækinu kleyft að nýta kerfið betur. Þegar stöðumat á hugbúnaðarkerfum liggur fyrir er auðvelt að sjá hvaða kerfi eru ekki að styðja starfsemina nægilega vel og hvaða verkefni þarf að ráðast í. Þetta er mikilvægur þáttur í að stilla upp kerfislíkani til framtíðar. Kerfishögun og kerfislíkan Stöðumat tekur að sjálfsögðu einnig til tæknilegra þátta, eins og uppbyggingar gagnagrunna, samþættingar upplýsingakerfa, stöðu öryggis­ mála, afritunartöku, ferli við þjónustu o.s.frv. Þetta stöðumat er grunnur að markmiðasetningu og uppbyggingu á kerfislíkani til framtíðar. Með kerfislíkani er átt við hvernig tæknileg grunngerð (e. infrastructure) er, hvaða megin upplýsingakerfi verða í notkun, hvernig er upplýsingum miðlað til starfsmanna og fleiri sambærilegir þættir. Kerfislíkanið er unnið út frá virðiskeðju fyrirtækisins, þannig að tryggt sé að nauðsynlegur stuðningur sé við starfsemi fyrirtækisins. Stjórnun og hlutverk upplýsingatækni Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í rekstri flestra fyrirtækja í dag auk þess að vera einnig stór kostnaðarliður. Vegna þessa er nauðsynlegt að stjórnun upplýsingatækni sé vel skilgreind, völd og ábyrgð á hreinu og væntingar til UT deildar í takt við framboð UT deildar. Capacent skilgreinir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.