Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 37

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 37
T Ö L V U M Á L | 3 7 nokkra þætti sem lúta að stjórnun UT og skiptir þeim upp í þrjá flokka: • Viðskiptalegar þarfir. Hér er átt við eftirspurn fyrirtækisins eftir upplýsingatækni, hvaða þættir er lúta að upplýsingatækni eru ekki á ábyrgð UT deildar. • Tæknilegt framboð. Hér er átt við þætti sem lúta að UT deildinni sjálfri, stjórn tæknilegra þátta og innri rekstur deildarinnar. • Sameiginlegt. UT deildin og viðskiptavinir hennar eru með sameiginlega ábyrgð á nokkrum þáttum upplýsingatækni. Á vinnufundi með lykilstjórnendum fyrirtækisins er dregin fram núverandi staða og framtíðarsýn fyrir hvern þátt. Unnið er út frá aðferðafræði þar sem hverjum þætti er skipt upp í nokkur þroskastig út frá ítarlegum lýsingum á þeim. Í lok vinnufundar er hægt að birta niðurstöður í svokallaðri stjórnunarstjörnu (sjá mynd), en þar má sjá núverandi stöðu og framtíðarsýn fyrir hvern þátt er snýr að stjórnun upplýsingatækni. Niðurstöður stefnumótunar hjá Capacent Í kjölfar stefnumótunar hjá Capacent var ráðist í umfangsmiklar endurbætur á grunngerð upplýsingakerfa með það að markmiði að geta á einfaldan máta leyft nýjum fyrirtækjum að nýta þau upplýsingakerfi sem Capacent er með í notkun, t.d. tölvupóst, innranet, bókhalds­ og verkbókhaldskerfi o.s.frv. Í dag eru allir starfsmenn Capacent í Danmörku og Íslandi tengdir einu neti og geta á auðveldan máta samnýtt gögn. Upplýsingatækni gegnir því lykilhlutverki í að gera Capacent kleift að nýta þekkingu á milli landa. Við stöðumat á hugbúnaði kom í ljós að ekki var grundvöllur að nýta ákveðin upplýsingakerfi í alþjóðlegu umhverfi, t.d. nokkur heimasmíðuð kerfi. Unnið hefur verið markvisst í kjölfarið að því að endurnýja þau kerfi og finna nýjar lausnir. Í einhverjum tilvikum hefur einnig verið ákveðið að lausnir á ákveðnum sviðum verði ekki samnýttar á milli fyrirtækja innan samstæðunnar, heldur verði hvert fyrirtæki með sínar eigin lausnir. Það hefur auðveldað forgangsröðun verkefna mjög að hafa fyrirfram metið gæði (bæði tæknileg og virkni) kerfa þannig að hægt er að ráðast á þau verkefni sem virkilega skipta máli. Síðasti þátturinn í stefnumótun Capacent lítur að því hvernig upplýsingatækni er stjórnað. Þegar um yfirtökur er að ræða þarf alltaf að taka á þáttum er lúta að sjálfstæði hvers fyrirtækis og hlutverki móðurfélags í upplýsingatækni. Ákveðið var í upphafi að stofna upplýsingatæknideild í móðurfélaginu og sér hún um miðlæg kerfi, öryggismál, miðlæga samninga, grunngerð upplýsingatækni, veitir faglegt aðhald við UT deildir dótturfélaga og sér um tæknilega þjónustu við UT deildir. Hvert land fyrir sig er með eigin tölvudeild og sér hún um þjónustu við notendur og keyrir áfram verkefni sem eru í eðli sínu sérhæfð fyrir viðkomandi fyrirtæki. Samantekt Það er mat okkar að stefnumótun Capacent í upplýsingatækni hafi lagt grunninn að því að mjög auðveldlega hefur gengið að innleiða ný fyrirtæki í samstæðuna. Auðvitað þarf að glíma við mismunandi fyrirtækjamenningu þegar ný fyrirtæki eru innleidd, en nauðsynlegt er að upplýsingatækni verði tæki en ekki hindrun í því ferli. Það er einnig ljóst að hröð uppbygging fyrirtækis í alþjóðlegu umhverfi kallar á skýr hlutverk og að ábyrgð á málaflokkum sé vel skilgreind, það er lykillinn að því að upplýsingatækni nýtist sem hjálpartæki og styðji við vöxtinn. Það er mat okkar að stefnumótun í upplýsingatækni hafi lagt grunninn að því að mjög auðveldlega hefur gengið að innleiða ný fyrirtæki í samstæðuna

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.