Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 43
T Ö L V U M Á L | 4 3 tölvukerfið sem geymir þetta allt ókeypis. Ef málið er skoðað kemur í ljós að Flickr býður upp á „Pro“ útgáfu sem kostar $25 ár ári. Aðeins 1% notenda eru í þeim flokki. En hagfræðin útskýrir þetta. Það vill til að tekjur frá einum pro notanda borga fyrir 99 aðra og það með hagnaði. Hvernig má þetta vera? Jú, stærðarhagkvæmnin er það mikil að kostnaður fyrir hvern notanda er svo lágur að hann nálgast fáein bandarísk cent. Bandaríka fyrirtækið Sun Microsystem býður upp á tölvuþjónustu þar sem menn borga fyrir notkun. Meðalkostnaður er um $1 á klukkustund. Dæmi um notkun er notandi sem borgar $17 fyrir að keyra forrit á 100 örgjörvum í 10 mínútur (Jakkula, 2008). Microsoft, Amazon og Google eru einnig með samsvarandi lausnir. Hvaða áhrif getur þetta haft? Tökum raunverulegt dæmi. Háskólinn í Washington fylki í Bandaríkjunum (University of Washington) minnkaði tölvudeildina sína um 66 manns nýlega (Anderson, 2008). Ástæðan var einföld. Kerfin í skýinu eru ódýrari. Google býður upp á Google Apps Education Edition, sérstaka útgáfu fyrir skóla. Innifalið er pósthóf með 25 gígabæti rými, Talk fyrir samskipti og dagatal. Til samskipta er svo Google Page til að búa til heimasíðu, Docs sem hefur flest það sem Microsoft Office býður upp á og notendur þurfa, og Sites leyfir hópum að setja upp heimasíður. Allt sem skólinn þarf, tilbúið þarna úti í skýinu. Og breytingarnar gerast hratt. Sífellt fleiri skólar eru að skipta yfir í skýið hjá Google samkvæmt Anderson (2008). Gull og grænir skógar í skýinu Hver kannast ekki við að fá póst frá póstþjóninum: „Your mailbox is becoming too large” ásamt hótun um að lokað verði á sendingar verði ekki tekið til í pósthólfinu. Ekki er óalgengt að kvótinn sé 1G. Það dugar ekki einu sinni til að vera með eina kvikmynd af lélegum gæðum í viðhengi. Ekki það að fólk sé að senda slík gögn í tölvupósti (ennþá), en svona kvótar virka afar gamaldags á sama tíma og „free unlimited storage“ er auglýst hjá GMail og Yahoo! Hjá GMail er ég með 6,220769 gígabæti ónotuð og kvótinn hækkar í rauntíma – ég get fylgst með hvernig teljarinn hækkar. Þannig er 6,220769 úrelt tala þegar þetta er lesið. Það er kannski meira táknrænt en raunhæft, en punkturinn er augljós. Krafan er ótakmarkað magn. Engir kvótar. Hvernig má það vera að fyrirtæki eins og Google bjóði upp á tölvupóst án endurgjalds? Eitthvað hlýtur þetta ótakmarkaða gagnamagn að kosta. Varla hangir þetta í þyndarleysi í skýi á himnum. Á sama hátt og Flickr tekst að græða á $25 notendum þá hefur Gmail tekjur af auglýsingum. Þörfin á tæknimenntuðum þynnist ekki Ég ætla kannski ekki að ráðleggja fyrirtækjum eða stofnunum að leggja niður tölvudeildirnar sínar og fara með allt í Gmail og Google Apps. Ég bendi þó á að rekstrarhagkvæmnin er orðin þannig að það er orðið umhugsunarvert hvort hægt sé að réttlæta rekstur ýmissa flókinna tölvukerfa innan fyrirtækja með starfsmenn á launum við að halda þjónustunni í rekstri þegar mun hagkvæmari lausnir eru til sem ná sama markmiði. Það má líka benda á að ný fyrirtæki sem eru að koma inn á markaðinn, oft í samkeppni við önnur stærri fyrirtæki sem fyrir eru, fara sjálfkrafa þá leið að nota kerfin í skýinu. Kostnaður þeirra í samkeppni er minni. Þjónusta þeirra ódýrari. Það er eitthvað sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga fyrr eða síðar. Þó svo þjónustur gætu flust frá tölvudeildum í skýið þá er erfitt að ætla að ekki verði þörf fyrir tæknimenntað fólk. Sú þörf mun reyndar stóraukast á næstu árum. Aldrei fyrr hefur eins mikil þörf verið fyrir öflugt fólk sem kann að reka tölvukerfi, en kannski starfar það ekki í litla lögfræðifyrirtækinu eða í skólanum eða í ráðuneytinu við að setja upp og viðhalda miðlurum allan sólarhringinn. Ef til vill vinnur það við að reka sérsniðin upplýsingakerfi sem koma að kjarnastarfsemi fyrirtækisins, frekar en að reka póstþjóna og slík almenn kerfi. Eða kannski starfar það í fyrirtækjum sem reka gríðarstóra tölvusali – allan tímann, 24/7 og fer létt með að sjá um tölvupóstkassa sem hefur engan kvóta – ótakmarkað magn. Heimildir Anderson, N. (26. May 2008 ). The promise of Google Apps includes a shrinking IT staff. Sótt 27. May 2008 frá Ars Technica: http://arstechnica. com/news.ars/post/20080526­the­promise­of­google­apps­includes­a­ shrinking­it­staff.html Economist. (22. May 2008). Down on the server farm. Sótt 27. May 2008 frá Economist: http://www.economist.com/business/displaystory.cfm?story_id =11413148&CFID=7975025&CFTOKEN=25748396 Jakkula, V. (29. May 2008). Power, gas… computing? Computing is now another utility. Sótt 31. May 2008 frá http://www.geek.com/: http:// www.geek.com/power­gas%E2%80%A6­computing­computing­is­now­ another­utility­20080529/ Allt sem skólinn þarf, tilbúið þarna úti í skýinu Krafan er ótakmarkað magn ­ engir kvótar Þó svo þjónustur gætu flust frá tölvudeildum í skýið þá er erfitt að ætla að ekki verði þörf fyrir tæknimenntað fólk

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.