Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 5

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 5
Ritnefnd hefur orðið Allar götur síðan Oddur heitinn Gottskálksson stalst út í fjós til að þýða Nýja testamenlið hafa mætustu menn átt það til að verða gagn- og jafnvel helteknir af þessari áráttu: að þýða. Þýða hvað sem tautaði og raulaði, jafnvel kauplaust, úti í ijósi eða uppi á kirkjulofti, og án þess að eiga nokkra von um útgefanda, hvað þá lesendur. Sem belur fer hefur oft ræst úr iýrir þeim: þýddar bækur hafa verið gefnar út og jafnvel lesnar. (En sjaldan ritdæmdar að gagni. Hver þekkir ekki klisjuna sem virðist ómissandi í sérhverri umsögn um þýdda bók: „Því miður átti ég þess ekki kost að bera þýðinguna saman við frumtexta, en...“) Þessi árátta. Hvaðan skyldi hún koma? Maður les eitthvað — sögu eða ljóð — á erlendu máli, og er ekki í rónni fyrr en þessi tiltekni texti er orðinn íslenskur. Af hverju? Af greiðasemi við þjóðina, svo að hún megi njóta heimsbókmennta á sínu móðurmáli? Af óviðráðanlegri löngun til að glíma við orð og hugsanir annarra? Af því bara? Aðeins eitt er víst: ekki er það af gróðafíkn. Það verður enginn ríkur af að þýða bókmenntir. Við skulum af þessu draga þá ályktun að þýðingarstarfið sé göfug iðja. Á íslandi fást margir við að þýða bókmenntir. Viðfangsefnin eru jafnmarg- breytileg og þýðendurnir. Hvatimar sem að baki búa sömuleiðis. Tímaritinu sem hér hefur göngu sína og kennt er við þann merka átjándualdarklerk og ljóðaþýðanda Jón Þorláksson á Bægisá (eða Bæsá einsog þeir segja fyrir norðan) er ætlað að birta efni sem til er komið vegna þeirrar áráttu sem lýst var hér að framan, afrakstur göfugrar iðju — því geta lesendur treyst. Þýddar sögur og ljóð, greinar um þýðingar og íleiri efni, umsagnir og ritdóma um þýddar bækur... allt þetta og meira til bjóðum við þeim sem gerast áskrif- endur að Jóni á Bægisá. Leitast verður við að hafa efnið sem íjölbreyttast og höfða til sem flestra bókmennlaunnenda, og að sjálfsögðu verður ritnefndin óþreytandi við að hafa uppi á frábærum þýðingum, hvar í skúffu eða tölvu sem þær kunna að leynast. Einnig verður þeim þýðendum tekið fagnandi sem bjóða sjálfir fram efni, og það verður birt, svo framarlega sem það stenst okkar ströngu kröfur. Ritnefndin strengir þess heit að vera metnaðarfull fyrir hönd lesenda sinna! 13. desember 1994 verða liðin 250 ár frá fæðingu Jóns Þorlákssonar. í þessu fyrsta hefti tímaritsins eru tvær greinar um Jón og þýðingar hans, önnur eftir sr. Gunnar Riústjánsson dr.theol. og hin eftir Ástráð Eysteinsson bókmennta- fræðing. Með nafngiftinni og þessum greinum virtra fræðimanna viljum við heiðra minningu prestsins sem sat vetrarkvöldin löng í lágreistum bæ á hjara veraldar og þýddi Paradísarmissi Miltons á íslensku, sjálfum sér og þjóðinni til yndisauka og sálubótar. á JföœýrtÚá - LÉSIÐ MILLI LI'NA 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.