Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 9

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 9
Hallgrímur Þorsteinsson, faðir Jónasar, var aðstoðarprestur Jóns Þorlákssonar frá 1803 til 1816 er hann lést en þá var Jónas níu ára. Vafalaust hefur leikið ljómi um nafn Bægisárskáldsins í huga listaskáldsins góða ekki síst þegar það er haft í huga að Jónas var síðar nemandi frænda síns, séra Einars Thorlacius í Goðdölum, sem var mikill aðdáandi séra Jóns á Bægisá. Ástæðan fyrir því að séra Jón réði sér aðstoðarprest hefur í og með áreiðanlega verið sú að hann gæti geíið sig betur að þýðingarstörfunum. Varla er þýðingu Paradísarmissis lokið þegar skáldpresturinn sest niður við að þýða enn viðameira ljóð á íslensku, tímamótaverkið Der Messías eftir þýska skáldið Friedrich Gottlieb Rlopstock (1724-1803). Verkið fjallar um píslarsögu Krists og dagana fjörutíu eftir upprisuna, lýsingar eru ekki aðeins á jarðneskum hlutum og atburðum heldur einnig og ekki síður á himneskum. Frumform ljóðsins er Hómerslag (sexliðaháttur eða hexameter) en rími er að mestu sleppt. Séra Jón byrjar þýðingarstarfið árið 1807 þegar Magnús Stephensen sendir honum verkið. Þá var allt fallið í ljúfa löð eftir sálmabókardeiluna. Bárust ýmsar gjaflr frá Leirá heim að Bægisá meðan á þýðingunni stóð. Þegar verkinu var lokið sendi skáldið Magnúsi Stephensen handritið til útgáfu. Það var þó ekki fyrr en á árunum 1834-38 að Hið íslenska bókmenntafélag gaf Messías út. Verkið er mun umfangsmeira en Paradísarmissir og losar níu hundruð blaðsíður í íslensku útgáfunni. Séra Jón á Bægisá hafði vald á mörgum bragarháttum og ljóðformum. Stundum hafa menn deilt um val hans á fornyrðislaginu og óneitanlega hefði verið fróðlegt að sjá Paradísarmissi þýddan í sama formi og frumtextinn er, stakhendu. Hins vegar hefur Jón áreiðanlega haft sín rök fyrir valinu. Hvað sem því líður er hitt víst að hann hefur aðdáunarvert vald á íslenskri tungu, sérkafli í því sambandi er orðgnóttin sem er fádæma mikil og skáldgáfan brást honum ekki; hann hefði getað ort undir hvaða bragarhætti sem var ef því var að skipta. Séra Jón á Bægisá er þekktastur fyrir þýðingar sínar á stórverkum heims- bókmenntanna. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann sýndi mikið áræði en árangurinn bjó honum sæti meðal mestu skáldsnillinga þjóðarinnar. Þótt litlar rannsóknir hafi farið fram á þýðingum séra Jóns hlýtur sérhver sem les þýðingar hans að sannfærast um yfirburði hans sem skálds og heillast af list hans. Sumir, t.d. Henderson, hafa jafnvel haldið því fram að þýðingar hans séu frumtextunum ekki síðri. Séra Jón á Bægisá er ímynd þýðandans ef svo má að orði komast: Glíman við textann er ástríða hans og ástin á bókmenntunum knýr hann áfram. á ~ LESIÐ MILLI LÍNA 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.