Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 37
hvor annarri núna þegar það var orðið of seint? Henni fannst að móðir hennar
hefði átt að segja einhvern daginn: Catarína, ég er hún mamma þín. Og hún
hefði átt að svara: og ég er dóttir þín.
— Varaðu þig á súgnum! kallaði Catarína.
— Jæja telpa mín, núna er það víst ég sem er orðin krakkinn, sagði móðirin
og hætti ekki að hafa áhyggjur af útliti sínu. Hún var freknótt, dálítið óstyrk og
lagaði fínlega barðið á hattinum og Catarínu langaði allt í einu til að spyrja
hvort hún hefði verið hamingjusöm með föður hennar.
— Berðu frænku kveðju! kallaði hún.
— Já, já!
— Mamma, sagði Catarína þegar langt blístur heyrðist og hjólin fóru nú á
hreyfingu í gufustróknum.
— Catarína! sagði gamla konan opinmynnt og hrædd í augunum, og dóttirin
sá, að við fyrsta kipp lestarinnar bar hún hendurnar að hattinum sem féll
niður á nefið, svo aðeins nýju tennurnar sáust. Lestin var komin á skrið og
Catarína veifaði. Andlit móðurinnar hvarf andartak, svo kom hún í ljós,
hattlaus; það hafði losnað um gráa hnútinn í hnakkanum svo grátt hárið féll
yfir axlirnar eins og á ungmey — hún hallaði höfðinu án þess að brosa og sá
kannski ekki lengur dóttur sína í fjarlægð.
Catarína lagði af stað heim í reykmekkinum með hnyklaðar brúnir og illgirni
í tileygðum augnsvipnum. Þegar hún var laus við móður sína varð göngulagið
öruggt á ný: það var miklu auðveldara að vera einsömul. Nokkrir karlmenn
litu á hana, hún var ljúf, örlítið þyngslaleg. Hún gekk hægt, var nútímaleg í
klæðaburði, hárið stutt og litað kastaníubrúnt. Hlutirnir höfðu æxlast þannig
að hún fann unað í kveljandi ást — allt var svo lifandi og milt þarna í kringum
hana á óhreinni götunni: gömlu sporvagnarnir og appelsínubörkurinn —
krafturinn streymdi ákafl um hjarta hennar eins og voldug auðlegð. Á þessu
andartaki var hún undurfögur, svo fín, í algeru samræmi við tímann og borgina
þar sem hún fæddist eins og hún hefði valið staðinn sjálf. Hver maður hefði
getað séð í tileygðum augnsvipnum að þessi kona unni jarðneskum hlutum.
Hún horfði áköf á fóikið, reyndi að festa í fólkinu á hreyfingu þann unað sem
var ennþá rakur af tárum vegna móðurinnar. Hún vatt sér undan bíiunum,
tókst að komast að strætisvagninum og lék á biðröðina, horfði kaldhæðin á
svip; ekkert mundfgeta hindrað að þessi litla kona sem ráfaði þama um kæmist
einu dularfuilu þrepi ofar í stiga ævidaga sinna.
Lyftan suðaði í hitanum frá ströndinni. Hún lauk upp dyrunum á íbúðinni,
tók af sér hattinn með hinni hendinni og virtist albúin því að njóta örlætis alls
heimsins, á þeirri leið sem móðir hennar hafði skilið eftir opna í brjósti hennar.
Antonío lyfti varla augunum frá bókinni. Hann hafði alltaf „átt“ sína laugardaga
sjálfur, og nú þegar Severína var farin endurheimti hann þá með ánægju við
litla skrifborðið.
— Er „hún“ farin?
— Já, svaraði Catarína og ýtti upp dyrunum á herbergi sonar síns. Jæja,
þarna var strákurinn, hugsaði hún og henni létti allt í einu. Þetta var sonur
hennar. Magur og órólegur. Göngulag hans varð öruggt eftir að hann fór að
geta gengið; en þó hann væri orðinn næstum fjögurra ára talaði hann eins og
á-- LESIÐ MILLl LÍNA
37