Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 44
Á hverjum morgni
(Kaþe proí)
í grárri mollu minna daga
um vegamót og vinnustaði,
um verkstæði og leðuriðjur,
um kauphallir og kjötmarkaði
og kannski inn í gamlar smiðjur?
hver morgunskíma ýfir sárin.
í verksmiðjunum sögð er saga
sem setur brennimark á tárin.
Hver mun þann atburð minnast á,
hver mun það allt með letri skrá,
hver segir Guði sögu þá,
hver mun í söng sinn trega tjá
Hver mun þann atburð minnast á,
hver mun það allt með letri skrá,
hver segir Guði sögu þá,
hver mun í söng sinn trega tjá?
Nú er tími
(Keros na ðís)
Allt sem þeir sögðu er eintómt fals.
Blekkingar þeir breiddu út
og ófu um þig lygavef.
Ekki’ aðeins óvini
en einnig vini þarftu að varast.
Sannleikurinn, félagar, er falinn
í næturhúmsins hljóðu kyrrð
og hafsins gráa ölduróti.
Þeir beita lygum
og lofa öllu fögru,
en einnig vinir vagga þér í svefn
með vökudraumum sínum.
f hvaða átt ber þig óskadraumur þinn?
Að hvaða marki stefnir hún þá þessi hugsjón þín?
Nú er tími til að staldra,
nú er tími til að syngja
og til að gráta og til að þola
og til að átta sig — og sjá!
44
- TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994