Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 76
stúlku, þú munt iðrast þess; treystu henni ekki, þú munt líka iðrast þess; treystu
stúlku eða treystu henni ekki, þú munt iðrast hvorstveggja; annaðhvorl treystir
þú stúlku eða treystir henni ekki, þú iðrast hvorstveggja. Hengdu þig, þú munt
iðrast þess; hengdu þig ekki, þú munt líka iðrast þess; hengdu þig eða hengdu
þig ekki, þú munt iðrast hvorstveggja; annaðhvort hengir þú þig eða þú hengir
þig ekki, þú iðrast hvorstveggja. Þetta, herrar mínir, er kjarninn í allri lífsvizku.
Það er ekki bara á einstökum örkotsstundum sem ég hugleiði heiminn, eins
og Spinoza segir, frá sjónarhóli eilífðarinnar. Ég er alltaf á sjónarhóli
eilífðarinnar. Þetta halda margir að þeir séu líka, þegar þeir hafa gert annað-
hvort og sameina síðan eða sætta þessar andstæður. En þetta er misskilningur,
því hin sanna eilífð býr ekki bak við annaðhvort-eða, heldur framan við. Eilífð
þeirra verður því sársaukafullur straumur tímans, því þeir munu þurfa að
eyða tvöfaldri iðrun. Vísdómur minn er auðskilinn, því ég gef mér aðeins eina
frumsetningu og geng samt ekki út frá henni. Það verður að greina á milli
tíinanlegrar rökvísi í annaðhvort-eða og hinnar eilífu sem hér er um að ræða.
Svo að þegar ég segi hér, að ég gangi ekki út frá frumsetningu minni, þá er
andstæða þess ekki það að ganga út frá henni, heldur er þar aðeins neikvætt
orðalag um frumsetningu mína. Þannig skilur hún sjálfa sig í andstæðu við að
gengið sé út frá henni eða ekki. Ég geng ekki út frá frumsetningu minni, því
ef ég gengi út frá henni ntundi ég iðrast þess, og ef ekki, mundi ég iðrast þess
líka. Skyldi þess vegna einum eða öðrum af hæstvirtum tilheyi’endum mínum
virðast, að eitthvað sé til í því sem ég var að segja, þá sýnir hann ekki annað
með því en að höfuð hans er ekki gert fyrir heimspeki. Ef honum virðist, að
verið hafi hreyfing í orðum mínum, sýnir það hið sama. Fyrir þá tilheyrendur
aftur á móti, sem megna að fylgja mér eftir þótl ég sé hreyfingarlaus, mun ég
nú rekja hinn eilífa sannleika sem gerir þessari heimspeki kleift að vera ávallt
hún sjálf og fallast ekki á neina æðri. Því ef ég gengi út frá frumsetningu
minni, gæti ég aldrei hætt framar, því ef ég hætti ekki, mundi ég iðrast þess,
og ef ég hætti, mundi ég iðrast þess og þar fram eftir götunum. Nú þegar ég á
hinn bóginn geng aldrei út, get ég alltaf hætt, því eilíf útganga mín er að hætta
til eilífðar. Reynslan hefur sýnt, að það er alls ekki mjög erfitt fyrir heimspekina
að byrja. Öðru nær, því hún byrjar á engu og getur þess vegna byrjað hvenær
sem er. Það sem veitist heimspekinni og heimspekingunum erfitt er að hætta.
Ég hef líka sneitt hjá þessum erilðleikum, því ef einhver skyldi halda að ég sé
í raun og veru hættur, þegar ég nú hætti, þá sýnir hann að hann hefur ekki
háspekilega skilningsgáfu. Því ég hætti ekki núna, heldur hætti ég þegar ég
byrjaði. Heimspeki mín hefur þess vegna þann frábæra eiginleika að hún er
stutt, og að hún er ómótmælanleg, því ef einhver andmælir mér, þá ætti ég
eiginlega að hafa rétt til að lýsa hann vitskertan. Heimspekingurinn lifir ávallt
í eilífðinni. Hann á sér ekki bara stundir sem hann, eins og hinn sæli Sintenis,
lifir fyrir eilífðina.
Hvers vegna fæddist ég ekki í Nýbúðum, hvers vegna dó ég ekki sem lítið
barn? Þá hefði faðir minn lagt mig í litla kistu, tekið mig sjálfur undir
handlegginn, borið mig til grafar á sunnudagsmorgni, kastað rekunum sjálfur,
sagt í hálfum hljóðum fáein orð sem enginn skildi nema hann sjálfur. Aðeins
fir// á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
76