Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 26

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 26
Truman Capote glettum! Hún ætlar að leggja á mig, hugsaði Ottilie og fann ekki til minnstu hræðslu. Full andúðar tók hún hausinn upp á öðru eyranu, bar hann að ofninum og lót hann detta niður í pott með sjóðandi vatni: um hádegisbil saug gamla Bonaparte úr tönnunum og hafði við orð að súp- an sem Ottilie hafði soðið handa henni hefði verið furðanlega bragðgóð. Morguninn eftir, rétt fyrir hádegisverðinn, fann hún lítinn, grænan snák sem iðaði niðri í saumakörfunni hennar, og hún sneiddi hann nið- ur í örlitla bita sem hún stráði saman við stöppu sem hún var að búa til. Á hverjum degi var einhver prófraun lögð fyrir hugkvæmni hennar: hún varð að baka kóngulær, steikja körtu og sjóða músfálkabringu. Gamla Bonaparte át nokkra skammta af þessu öllu. Með eirðarlausan glampa í augum fylgdist hún með Ottilie, meðan hún gáði að einhverjum merkj- um þess að töfrarnir væru farnir að virka. Þú lítur ekki vel út, Ottilie, sagði hún og blandaði dálítilli sætu í súrt edik raddar sinnar. Þú borðar ekki meira en maur: svona nú, hvers vogna færðu þér ekki disk af þess- ari góðu súpu hér? Það er vegna þess, svaraði Ottilie af mestu rósomi, að ég vil ekki hafa músfálka í súpunni minni, eða kóngulær í brauðinu mínu og snáka í stöppunni: Ég hef enga lyst á þess háttar. Gamla Bonaparte skildi; með rauðþrútnar æðar og tungu sem stóð stjörf út úr henni, reis hún skjálfandi á fætur og slengdist svo fram yfir borðið. Áður en kvöldaði var hún dauð. Royal kvaddi til syrgjendur. Þeir komu neðan úr þorpinu og frá hæð- unum í grenndinni og umkringdu húsið, gólandi eins og hundar mót fullu tungli. Gamlar konur börðu höfðinu við veggina, andvarpandi karl- ar fleygðu sér flötum: þetta var leiklist sorgarinnar og þeir hlutu mesta aðdáun sem tókst að látast vera sorgbitnastir. Að jarðarförinni lokinni fór hver til síns heima, ánægður að góðu verki loknu. Nú hafði Ottilie húsið út af fyrir sig. Þegar gamla Bonaparte var hætt að njósna um hana og hún þurfti ekki að þrífa óhroðann eftir hana hafði hún meiri tíma fyrir sjálfa sig, en hún vissi ekki hvað hún átti að gera við hann. Hún lá endilöng í stóra messingrúminu og sat löngum stundum fyrir framan spegilinn; tilbroytingarleysið niðaði innan í höfðinu á henni og til að hrekja flugnasuð þess í burt söng hún söngvana sem hún hafði lært af djúkboxinu í Champs Élysées. Meðan hún beið í rökkrinu eftir Royal, mundi hún að á jæssum tíma voru vinkonur hennar í Port-au- Prince að masa úti á veröndinni og bíða eftir að ljós á bifreið sæjust sveigja fyrir horn; en þegar hún sá Royal rölta upp stíginn með reyrskurð- arsveðjuna dinglandi við hlið sér eins og hálfmána, gleymdi hún slíkum hugsunum og hljóp til móts við hann með hjartað fullt af fögnuði. 24 á- .ffiœyáiá- — TÍMARIT ÞÝDENDA NR. 5 / 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.