Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 51
Fjöltyngdar bókmenntir: Utópía eða veruleiki?
segir setningar eins og „You brung her here“ og „even ma mither done
merr“. Framburðurinn á „merr“ er „sjibbólet" sem gefur jafnvel í skyn að
þessi nútímalega skoska aðlögun klassískrar franskrar útgáfu af grísku kon-
ungakyni til forna eigi sér upptök í írskri kaþólsku. Borgarmál Morgans er
einnig tilbúningur þar sem fyrir koma bókmenntaleg hugtök úr skosku
sem sjaldan heyrast á götum Glasgow eða Edinborgar þessa dagana, t.d.
„fushionless" (orkulaus) og „reivers" (árásarmenn). Með því að taka upp
málbrigði sem er bæði borgarlegt og tilbúningur býður Morgan upp á
gagnrýni með því að þýða vísvitandi yfir í miðil sem hlýtur að kalla á van-
þóknun þeirra andstæðu skóla sem takast á í skoskum bókmenntum:
Þeirra sem vilja að skoska sín sé svæðisbundin og „raunhæf' (þ.e. ekki til-
búningur) og þeirra sem vilja að skoska sé þjóðlegur miðill, sem iðulega
byggir á íhaldssömu afbrigði af skosku til sveita.
Þýöing sem skapandi eyðing
Óvinveitt gagnrýni Michaels Fry á Phaedru Morgans hvílir á hefðbundn-
um viðhorfum til bókmenntaþýðinga, nefnilega þeim að þýðingarnar
leitist við að viðhalda „sál“ upprunatextans með því að leita jafngildrar
merkingar milli menninga. I fjöltyngdri útópíu Frys nær Phaedra á skosku
sömu áhrifum á áhorfendur og Phedre Racines gerði 1677. Þýðingafræði
hafa sýnt að þessi afstaða er goðsögn þótt margir þýðendur haldi svo sem
í hana - Joseph Farrell, þýðandi og kennari við Strathclyde háskóla, setti
fram ástríðufullt ákall á öndverðu ári 2001 um það að þýðendur færu út úr
sviðsljósinu og þjónuðu einfaldlega báðum húsbændum sínum,
upprunatextanum og nánustu áheyrendum sínum. Slíkt viðhorf skyggir
þó verulega á miðlunarstöðu þýðandans. I nýlegum fyrirlestri kallaði
Michael Cronin10 þýðingarferlið skapandi eyðingu: Upprunatextanum er
óhjákvæmilega breytt í þýðingarferlinu og sýnileg þýðing viðurkennir þá
breytingu. Cronin hefur einnig áhyggjur af hugmyndafræði þýðinga þótt
hann geri greinarmun á drottnun og undirgefni og þá með þeim rökum að
það sé síður en svo af hinu illa að menningar séu gagnkvæmt háðar hver
annarri. Það sem einkennir samfélag 21. aldar er að enginn er eyland - satt
að segja er engin eyja einu sinni eyland því efnahagsvensl og rafræn sam-
skipti tengja okkur öll ósýnilegum þráðum. Samkvæmt Cronin er lykil-
atriðið samþykki. Drottnun gefur til kynna skort á samþykki: Bókmenntir
eru yfirteknar, heimfærðar án misfellu inn í hefðarveldi gestgjafa-
10 Michael Cronin (2001). „’Thou shalt be at one with the birds’: translation, connexity
and the new social order“. IALIC Conference, Leeds Metropolitan University, 1. des-
ember.
á Saey/áá — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki
49