Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 18
Ernst Philipson bókmenntatilraunum Andersens sem voru morandi í hroðalegum ritvillum. Þessi söfnun prófessorsins bar góðan árangur - ioo ríkisdali — sem voru miklir peningar í þá daga, og nú átti hann að fá io dali á mánuði, sem að vísu var engin stórfúlga en nægði þó til þess, að hann þyrfti ekki að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni. Næsta ‘fórnarlamb’ Andersens var Carl Dahlén sólódansari. Honum tókst að koma sér í mjúkinn bæði hjá Dahlén og hinni ágætu, ástríku konu hans, Johanne Dahlén, og eignaðist þannig góða vini og gott heimili þarsem hann var velkominn. Fyrir milligöngu Dahléns fékk hann aðgang að ballettskólanum, þó hann kæmist þar aldrei nema í smávægileg auka- hlutverk. En hann var að minnstakosti kominn í leikhúsið, og nú gat hann fengið að horfa á allar sýningar þar úr aukaleikarastúkunni, og það ókeypis. Ennþá hafði hið ótrúlega gerst! Þegar á fyrstu dögum ferils síns komst þessi einkennilegi einkasonur fjónska skóarans í kynni við hirðina, en seinnameir varð slíkt daglegur viðburður. Fyrir milligöngu Lauru Tonder Lund, sem var æskuvinstúlka hans, og systur hennar, sem var aðmírálsfrú, komst hann eftir löngum krókaleiðum svo langt að vera kynntur fyrir einni af hirðdömum Karólínu krónprinsessu, en hana langaði að sjá þennan piltung sem hafði vakið svo mikla eftirtekt, og því lagði hann af stað til Fredriksberghallar í snöggtum léttara skapi en þegar hann hafði forðum stigið útúr póstvagninum á þeim sama stað. Andersen hafði ekki lengi talað við hirðdömuna, þegar krón- prinsessan sjálf kom inní stofuna. Síðan söng hann og las upp fyrir þær, en þær gerðu góðan róm að og launuðu honum með brosi og sætabrauði. Loksins „sveif hann heim á rósrauðum sæluskýjum," einsog SigneToksvig orðar það í Andersen-ævisögu sinni, „tíu silfurdölum ríkari og með fullt kramarhús af sætindum, vínberjum og ferskjum.“ Hann hafði gert góða ferð! Nú var komið sumarið 1820 og aftur voru vasarnir galtómir! Þetta var vandamálið síendurtekna, og hann ræddi það við efnaða vini sína, sem réðu honum til að senda bænarskjal til Friðriks konungs sjötta. Illu heilli var svarið neikvætt — ein vonbrigðin enn! Hérumbil samtímis varð Dahlén að vísa Andersen úr ballettskólanum sökum hæfileikaskorts. Hver ósigurinn rak annan, en þrautseigja Andersens var söm við sig. Hún hjaðnaði að minnstakosti ekki, hvað sem á dundi. Það mátti næstum halda að hann lifði eftir hinu fræga spakmæli Micawbers: „Manni leggst ævinlega eitthvað til.“ Leikhúsið varð nú fyrsta og hinsta takmark hans, og aftur auðnaðist honum að komast þar að — en þessu sinni í söngkórinn. Mitt í þessari baráttu fyrir lífinu og tilraunum sínum til að fá eitthvað fast undir fætur hóf Andersen bókmenntastarfsemi sína, en einmitt á þeim 16 á . jOr/'y/'■)// -TÍmarit I>ÝÐENDA nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.