Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 19

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 19
Ótrúlegt en satt vettvangi sannaðist að frammúrskarandi hæfileikar hans gátu þroskast, svo með eindæmum mátti telja. Einsog fyrr hafði verið venja hans, las hann upp það sem hann hafði samið hvar sem hann kom í heimsókn, en það var núorðið talsvert víða. Ein þeirra sem á hann hlýddu var frú Anna Leth Jurgensen, ekkja Urbans Jurgensens hirðúrsmiðs. Hún sagði einhverju sinni: „Oehlenschláger verður ekki fremstur til eilífðarnóns. Það hljóta að koma fram yngri menn.“ Og hún var þess fullviss að Andersen væri ein- mitt einn þessara ‘yngri manná. Hún lagði inn gott orð fyrir hann hjá prófastinum við Hólmsins kirkju, Frederik Gutfeld, og skömmu síðar kom hinn ungi snillingur í heimsókn til hans með frumsaminn harmleik, Alfsol (1822), og vitanlega þurfti að lesa hann upp fyrir prófastinn! Þessi heimsókn varð eftilvill sú allra þýðingarmesta fyrir hið unga framgjarna skáld og framtíð þess. Gutfeld prófastur réð honum sumsé til að heim- sækja hinn volduga fjármálamann Jonas Collin, sem gerðist velgerðamaður skáldsins og hefur með því reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Hefði hann ekki komið til sögunnar, er vafasamt að H.C. Andersen hefði nokkurntíma komist áfram, þráttfyrir olnbogana, töfrana, mælskuna og hvað þau nú hétu öll vopnin sem hann beitti. Ekki svo að skilja að kynnin við Collin hafi neitt frjóvgað anda hans, heldur hitt að hann hjálpaði Andersen til að hjálpa sér sjálfur, en það var einmitt bráðnauðsynlegt frama hans og tilveru sem manns yfirleitt. Þegar Andersen kom á heimili Collins og stóð augliti til auglitis við þennan dula mann, hafði hann víst litla hugmynd um þýðingu þessarar stundar fyrir framtíð sína. Collin var í stjórn Konunglega leikhússins og þekkti því leikritið Alfiol. Hann hlustaði nú svipbrigðalaus á það sem skáldið unga hafði að segja um æviferil sinn, erfiðleika og drauma um frægð í framtíðinni. Þegar hann hafði lokið þessari löngu rollu, skildi hann að áheyrninni væri lokið. Nokkrum dögum síðar var hann kallaður til viðtals hjá leikhússtjórninni. Honum var gefið til kynna að ekki væri hægt að leika verk hans, meðþví það væri alls óhæft fyrir leiksvið, en hinsvegar væri í því svo margt mikilsvert og ósvikið, að það bæri vott um gáfu sem ætlunin væri að sýna einhvern sóma. Nú ætlaði Collin að tala máli hans við einvaldskonunginn og athuga möguleika á að útvega Andersen skólagöngu á ný - og alveg frá rótum - til að bæta úr hörmulegum menningar- og menntunarskorti hans. Og það varð! Konungur veitti Andersen árlegan styrk til náms, og hann var settur í Lærða skólann í Slagelse hjá hinum illræmda harðstjóra Simoni Meisling rektori. Þar fékk hann fæði og húsnæði og meiraðsegja vasapeninga, svo honum fannst hann nánast vera orðinn ríkisbubbi eftir eymdarárin þrjú í Kaupmannahöfn. Áður hafði hann brotist áfram, á . — Til þess þarf skrokk! 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.