Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 24
Ernst Philipí son Ó, efþ ér vilduð nú hugsa til skáldsins, og þó ekki vœri nema hálft á viðþað sem skáldið hugsar til yðar. Ég óska að þér megið verða margrar gleði aðnjótandi í sumar; eftir viku er skógurinn víst orðinn grænn, og fyrsti nœturgalinn færir yður kveðjur frá mér. Aföllu hjarta yðar einlægur aðdáandi H. C. Andersen. Seinna bréfið þennan dag var til Henriette Hanck: ... hin langa ‘kyrra vika’ stóðfyrir dyrum og mér fannst ofleiðinlegt að dúsa í Kaupmannahöfh. Voila! Það var mánudagsmorgunn og gufuskipið átti að fara til Málmeyjar seinnipartinn, égfékk mér fiarseðil og ákvað að heimsækja ftölskyldu Wrangels baróns í Hyby á Skáni. Maður lætur sér detta í hug að Wrangel hafi aðeins verið átylla til að geta komist til Börringklausturs, og vitanlega setur maður upp samsærisbros! Það var í þessari ferð, i)da til 2oasta apríl, sem Andersen var ákafast hylltur í Málmey, ekki síst af stúdentunum í Lundi sem vildu hylla hann í söng: „Því koma andans vinir og knékrjúpa fyrir meistaranum.“ En jafnframt þessari vafalausu ánægju Andersens með viðhöfn úr öllum áttum varð hann að þola sárar kvalir. „En meðan á öllum þessum gleðiópum og viðhöfn stóð, þjáðist ég af skelfilegri tannpínu." Vafalaust hefur hann jafn- framt þjáðst af þrá eftir endurfundunum við ónefnda greifadóttur! Hann fór frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar á mánudegi og komst ekki alla leið til Barcks greifa fyrren á sunnudag næstan. Og þegar daginn eftir lagði hann af stað heimleiðis. „Þegar ég á mánudagsmorgun steig á skipsfjöl, voru hinar ungu greifadætur á bryggjunni og veifuðu hvítum vasaklútum sínum til skáldsins, meðan ég féklc greint þær frá borði.“ Það er því alveg greinilegt að Matildu Barck hefur ekki verið sama um H.C. Andersen. Hinn 2ista júlí 1840 sendi Andersen greifadótturinni annað bréf: Kæra greifadóttir! Eina litla bréfdúfu verð ég að senda með bróður yðar til kæra Skáns, og ef égsendi aðra verður hún helst að fljúga til Bórringe til að heilsa þeirri hinna elskulegu dætra Barcks greifta, sem ég fékk ekki tækifæri til að heilsa vingjarnlega uppá í Kaupmannahöfn. Ég hef nú lokið við harmleik minn, 22 á .íHayr/óá - Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.