Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 26

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 26
Ernst Philipson í bréfsauka bætir Andersen við: Þúsundir þúsunda afkveðjum til fóður yðar og hinna kæru brœðra og Louise greifadóttur, næsta vor flytur fyrsti storkurinn sem kemur kveðju mína úr 'suðrinu. Þó einkennilegt sé, fékk Matilda Barck ekki þetta bréf fyrren 6.1.1841 - og gat því ekki skrifað Andersen til Miinchen, einsog svo nákvæmlega hafði verið fyrir hana lagt. Hún gat ekki heldur fengið jólakort frá Róm. Hið einmana skáld hljóp allt uppí tuttugu sinnum daglega í pósthúsið til að vitja um bréf sem aldrei barst. í apríl 1841 fékk H.C. Andersen Iangt bréf frá Henriette Hanck þarsem hún segir frá velgengni Kynblendingsins í Stokkhólmi. Hún skrifar: „Reyndu að geta þér til, hver hafi verið þarna að horfa á leikinn, já, ég nefni ekkert nafn, en það blikar greifakóróna yfir nafninu hennar.“ Ekki leikur nokkur vafi á, að hér er átt við Matildu Barck, sem Andersen sá aldrei framar. Hún dó, tæplega 22ja ára gömul, í Börringklaustri árið 1844. Gleymda bréfið? Jú, því skaut upp tveimur árum seinna. Árið 1843 blossaði Andersen upp af ástinni sem hann lagði á sænska næturgalann Jenny Lind, og hefur stundum verið nefnd ‘fúllorðinsást’ skáldsins. En var þá fallega sænska greifadóttirin alveg gleymd? í því efni er tvennt til, en kvöld eitt þegar Andersen var að ganga að heiman, fékk hann heimsókn af ókunnri konu. Hún var mjög niðurdregin og bað skáldið afsökunar. Þannig lá í málinu að hún var með bréf sem hún hafði átt að afhenda honum fyrir þremur árum þegar hún var í ... Róm! En þar hafði hún orðið svo ringluð af öllu því framandlega sem fyrir augu og eyru bar, að hún steingleymdi bréfinu - dálaglegur ástarsendill það! Síðar gat hún ekki hert sig uppí að færa honum það. Ekki fyrren nú. Og hér var þá bréfið! Bréfið sem skáldið hafði svo lengi beðið efitir með brennandi óþreyju. Nú loksins kom það - en því miður alltof seint. Ekki einungis vegna þess að Andersen var svo ástfanginn af Jenny Lind, fegurð hennar og sönglist, heldur og vegna þess að greifadóttirin hafði í millitíðinni trúlofast belgíska sendiherranum í Kaupmannahöfn — eftilvill útaf vonbrigðum yfir að hafa ekkert bréf fengið frá Andersen. Einnig þetta ástarævintýri fór útum þúfur. Með sanni mátti segja að vegir örlaganna væru órannsakanlegir! Sigurður A. Magnússon íslenskaði 24 d - Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.