Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 41

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 41
Jónína Óskarsdóttir Svona eða hinsegin H.C. Andersen? Islenskar þýðingar á ævintýrunum Vorið 2003 skilaði ég af mér B.Ed ritgerð þeirri sem þessi grein byggir á. í ritgerðinni fjalla ég um nokkrar af þeim íslensku þýðingum á ævintýrum H.C. Andersens sem voru á boðstólum á þeim tíma. Ástæða þess að ég fór að spá í þetta efni er gamall áhugi minn á ævintýrum og á sér Iangan aðdraganda. Eftir lestur á ævintýrunum fyrir börnin mín og leikskólabörn leiddi ég hugann að því hvort þýðing Steingríms Thorsteinssonar stæðist tímans tönn. I framhaldi af því fór ég að skoða ævintýrin á dönsku og lesa ýmislegt um stíl Andersens og komst að raun um að sárlega vantaði nýjar þýðingar á ævintýrunum. Þegar Vaka/Helgafell gaf svo út nýja þýðingu 1998 sem lofaði góðu samkvæmt auglýsingum hélt ég að draumur minn hefði ræst. Til að gera langa sögu stutta varð ég fyrir vonbrigðum og gat ég ekki annað en brugðist við þeirri útgáfu. Það kom mér vægast sagt á óvart hvað hægt er að gefa út breyttan texta í nafni höfúndar, texta sem hann hefúr ekki skrifað og hefði sennilega aldrei látið frá sér fara. Mér þótti þessi útgáfa vera skemmdarstarfsemi gagnvart ævintýrunum og að þarna væri verið að blekkja grunlausa kaupendur. Ég velti því líka fyrir mér hvort breytingar sem þessar væru einungis gerðar á bókmenntum sem ætlaðar eru börnum. Þetta varð til þess að ég fór að bera saman íslenskar þýðingar og lesa mér til um efnið og úr þessu varð umrædd ritgerð. Þegar ég var hálfnuð með verkið komst ég að því að 200 ára afmæli H.C. Andersens væri í nánd og sá mér leik á borði. I framhaldi af því gekk ég á milli forlaga og kynnti afmælið og hugmynd mína um að fá Þórarinn Eldjárn til að þýða ævintýrin. Mér var allsstaðar vel tekið en hugmyndin fékk loks að blómstra hjá bókaútgáfúnni Bjarti þar sem væntanleg er heildarþýðing á ævintýrum og sögum Andersens. Við gerð ritgerðarinnar reyndi ég að gera grein fyrir stíl og einkennum H.C. Andersens, kynna nokkra þýðendur ævintýranna og segja frá mismunandi gerðum þýðinga þar sem tilfæringar koma mikið við sögu. Hér verður stiklað á stóru en aðaláhersla mín við skrifin var að sýna hvernig þýðingar á ævintýrunum væru í boði fyrir íslensk börn og jafnframt sýna fram á að þörf væri á nýrri og góðri þýðingu. á .ffiœpáá — Til þess þarf skrokk! 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.