Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 61

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 61
ÞýSingar skólapilta á nítjándu öld Fjölsvinnur, 6. árg. No. 4 Marzmánuður Næturgalinn (eptir H.C. Andersen) Allir vita, að keisarinn í Kína er Kínverji og allir þeir sem honum þjóna, eru Kínverjar. Fyrir mörgum árum varð þar atburður einn; einmitt af því að hann bar við fyrir mörgum árum, skal jeg segja frá honum, áður en hann gleymist. Höll keisarans var hin skrautlegasta í heimi; hún var öll gerð úr postulíni; það var allt undur dýrmætt en þó svo brothætt að naumast mátti koma við það. I aldingarði keisarans uxu hin kynlegustu blóm, á þau sem skrautlegust voru, voru hengdar smábjöllur úr silfri; þær voru til þess, að eigi væri hægt að ganga svo fram hjá þeim, að eigi yrði tekið eptir þeim. Aldingarðurinn var svo stór, að jafnvel garðsmaðurinn vissi ekki hve langt hann náði. Ef haldið var áfram í aldingarðinum, komust menn loks inn í inndælan skóg; þar voru há trje og djúp vötn. Skógurinn náði alveg ofan að hafmu, sem var himinblátt og djúpt. Stór skip gátu siglt alveg upp að trjáliminu; þar bjó næturgali; hann söng svo fagurlega, að jafnvel fiskimennirnir sem höfðu svo margt annað að hugsa og gera, stóðu kyrrir og hlustuðu þegjandi á næturgalann litla. “Ó, hve þetta er fagurt“ sögðu þeir, en svo urðu þeir að fara að vinna og gleymdu þá fuglinum litla. En þegar hann söng næstu nótt og fiskimennirnir komu þar að, sögðu þeir aptur: „Ó, hve þetta er fagurt.“ Ur öllum heiminum komu ferðamenn til borgar keisarans; þeir dáðust að borginni, höllinni og aldingarðinum, en þegar þeir heyrðu næturgalann syngja, sögðu þeir: „Hann er hið langbezta!“ Þegar ferðamennirnir komu heim, sögðu þeir frá því, sem fyrir þá hafði borið. Lærðu mennirnir rituðu langar bækur um borgina, höllina og aldingarðinn; en ekki gleymdu þeir næturgalanum; honum hældu þeir langmest; skáldin ortu undurfögur kvæði, öll um næturgalann í skóginum við hinn djúpa dal. Bækurnar bárust nú út um allan heiminn og sumar bárust í hendur keisarans í Kína. Hann sat á gullstól; hann las og las. (Framhald síðar) á Æeepdiá — TlL ÞESS ÞARF SKROKK! 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.