Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 65

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 65
Þýðingar skólapilta á nítjándu öld niður, og ljómaði allt af gulli og silfri. Um hálsinn hjekk band, og á því stóð skrifað: „Næturgali Japanskeisara er lítilvægur mót næturgala Kínlandskeisara. “ „Þetta er inndælt,“ sögðu allir, og sá, sem kom með fuglinn, fjekk tignarnafnið: „yfir-keisaralegur-næturgala-flutningsmaður. “ „Nú er bezt, að láta þá syngja saman; það verður inndæll tvísöngur.“ Svo sungu þeir saman, en það gekk ekki vel, því að næturgalinn söng eptir sínu höfði, en vjelfuglinn söng eins og smiðurinn hafði búið hann til. - „Þetta er ekki vjelfuglinum að kenna,“ sagði söngmeistarinn, „honum skjátlar aldrei í hljóðfallinu; hann syngur alveg eptir mínu höfði.“ Nú var vjelfuglinn látinn syngja einn. Öllum þótti eins mikið koma til hans og eiginlega næturgalans, og þar að auki var hann miklu fegurri á að líta, því að af honum ljómaði eins og armböndum eða brjóstnálinni. Þrjátygi og þrem sinnum söng hann sama lagið, og þó varð hann aldrei þreyttur. Nú vildi keisarinn einnig láta eiginlega næturgalann syngja dálítið; en hvað var orðið af honum? - Enginn hafði tekið epdr því, að hann hafði flogið út um opna gluggann, og nú var hann kominn út í græna skóginn sinn. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði keisarinn og allir hirðmennirnir fóru að atyrða næturgalann og sögðu, að hann væri harla vanþakklátur fugl. „Betri fuglinn er þá eptir“ sögðu þeir, og nú var vjelfuglinn látinn syngja aptur, og það var 34 sinni að hann söng sama lagið en hirðmennirnir kunnu það ekki alfeg ennþá, því það var vandlært. Söngmeistarinn lofaði mjög vjelfuglinn og sagði að hann væri betri en eiginlegi næturgalinn, ekki að eins að því leyti, að hann væri fegurri og búinn mörgum demöntum heldur og að innan. „Þjer sjáið það á því herrar mínir, —, ég sný einkum máli mínu til keisarans - að það er ómögulegt að vita hvað muni koma hjá eiginlega næturgalanum, en hjá þessum næturgala er allt fast ákveðið. Svo er einnig hægt að gera hjer það allt skiljanlegt, ekki þarf annað, en að taka hann í sundur, þá sjezt hugvit mannanna, þá má sjá hvernig ásarnir liggja og hvernig öllu þessu er farið." „Þetta er að öllu leyti mín skoðun,“ sögðu allir, og söngmeistaranum var leyft að sýna borglýðnum fuglinn næsta rúman dag; keisarinn vildi að einnig lýðurinn fengi að heyra hann syngja og svo var hann látinn syngja; allir urðu glaðir og ánægðir, rjett eins og þeir hefðu drukkið sig góðglaða í tevatni upp á hákínversku. „Ó“ sögðu þeir allir og rjettu upp vísifmgurinn; en fátæku fiskimennirnir, sem höfðu heyrt eiginlega næturgalann syngja, sögðu: „Þetta er vel sungið og söngurinn er líkur söng eiginlega næturgalans, en eitthvað vantar; jeg veit ekki hvað það er.“ á .— Til þess þarf skrokk! 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.