Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 66

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 66
H. C. Andersen Nú var eiginlegi næturgalinn gjörður útlægur úr ölli Kínlandi. Vjelfuglinn var nú látinn sitja á silkisvæfli rjett við sæng keisarans; tignarnafn hans var nú orðið: Hákeisaralegur sængborðs söngfugl. í tignröðinni var hann aptur á vinstri hönd, því keisaranum þótti sú hliðin tignari, er hjarta er á, og hjarta er einnig í keisurunum vinstra megin. Söngmeistarinn reit bók í 25 bindum um vjelfuglinn. Það var afar langt rit, skrifað með mesta lærdómi á þungskilda kínversku. Allir sögðust hafa lesið og skilið bókina um vjelfuglinn, því annars hefðu þeir verið kallaðir heimskir og barðir á kviðinn. Þannig leið nú heilt ár. Keisarinn, hirðin og allir Kínverjar kunnu sjerhvert kvak í lagi fuglsins; en einmitt af þvf þótti þeim mest til hans koma; þeir gátu allir sungið með honum og gjörðu það. Götudrengirnir sungu “zizizi klukklukkluk“ og keisarinn söng einnig; það var yndislegt. Kveld eitt lá keisarinn í sæng sinni og hlýddi á vjelfuglinn, sem var að syngja; allt í einu heyrðist “svup“ innan í fuglinum, eitthvað stökk í sundur, snurrrr, öll hjólin snerust og söngurinn þagnaði. Keisarinn stökk þegar upp úr sæng sinni og ljet kalla hirðlækni, en hvaða gagn gat hann gert? Síðan var úrsmiður kallaður; hann talaði fjarska mikið og skoðaði vjelfuglinn í krók og kring, en gat þó loksins gert nokkurnveginn við hann; þó sagði hann að ásarnir væru orðnir svo slitnir, að eigi mætti þreyta fuglinn mikið, því óvíst væri hvort hann gæti sungið, ef farið væri að setja í hann nýja ása. Þetta var nú mesta sorgarefni við hirðina, því vjelfuglinn mátti að eins syngja einu sinni á ári og hálfbágt í þetta eina skipti; en þá hjelt söngmeistarinn ræðu, og talaði þungskildum orðum, og sagði að það færi eins vel og áður, og þá fór það eins vel og áður. Nú liðu fimm ár; þegar þau voru liðin kom mikill harmur upp í öllu Kínaveldi, því keisarinn var veikur og eptir því, sem sagt var, gat hann ekki lifað, en öllum Kínverjum þótti vænt um keisara sinn. Nú var búið að velja nýjan keisara; úti á götunni fyrir utan höllina stóð fjöldi manns; allir spurðu hirðstjórann, hvernig keisaranum liði. „P,“ sagði hann og hristi höfuðið. Keisarinn lá kaldur og fölur í skrautlegu sænginni sinni; allir hirðmennirnir hjeldu, að hann væri dáinn, og flýttu sjer því, eins og eðlilegt var, til að heilsa nýja keisaranum. Þjónarnir fóru út, til þess að tala um allt þetta við kunningja sína og herbergismeyjarnar hjeldu stórar kaffiveizlur. Gólfbreiður voru lagðar á alla ganga og í öllum sölum til þess, að ekki heyrðist neitt fótatak. Þess vegna var allt svo hljótt, svo ógnar hljótt. En keisarinn var enn eigi dáinn; hann lá nábleikur og hreifingarlaus í skrautlegu sænginni, sem löngu silkitjöldin með gullskúfunum voru fyrir; 64 á- dföaysAá — Tfmarit þýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.