Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 72

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 72
H. C. Andersen Smalastúlkan og sótarinn Hefurðu nokkurntíma séð verulega gamlan tréskáp, sótsvartan af elli með útskornum krúsidúllum og laufskrúði? Einn slíkur stóð einmitt í dagstofu nokkurri; hann var fenginn að erfðum eftir langömmu og skreyttur útskornum rósum og túlípönum hátt og lágt; þar voru undarlegustu krúsidúllur og milli þeirra stungu litlir hirtir fram hausum með mörgum hornum; en á miðjum skápnum var útskorinn heill karlmaður; hann var að sönnu skoplegur á að líta, og sjálfur glotti hann, en ekki var hægt að kalla það hlátur; hann var með geithafurslappir, lítil horn á enninu og sítt skegg. Börnin í stofunni kölluðu hann ævinlega kiðfætta yfirogundir- herráðsliðþjálfann, því það var nafn sem erfitt var að bera fram, og það eru ekki margir sem fá þessháttar titil; og að láta skera hann út var ekki heldur neitt smáræði. En þarna var hann nú einusinni kominn! Ævinlega horfði hann yfirtil borðsins undir speglinum, því þar stóð indæl lítil smalastúlka úr postulíni; skórnir voru gylhir, kjóllinn var laglega festur með rauðri rós, og svo var hún með gullhettu og smalastaf; hún var yndisleg! Fast uppvið hana stóð lítill sótari, biksvartur, en líka úr postulíni; hann var ekki síður hreinn og snotur en hver annar; að hann var sótari var bara eitthvað sem menn ímynduðu sér; postulínssmiðurinn hefði allteins getað gert úr honum prins, því það kom útá eitt. Þarna stóð hann svo snoturlega með tröppuna sína og andlit sem var hvftt og rjótt einsog á ungmey, og eiginlega voru það mistök, því hann hefði gjarna mátt vera svolítið svartur. Hann stóð mjög nálægt smalastúlkunni; þeim hafði báðum verið stillt upp þarsem þau stóðu, og úrþví þeim hafði verið stillt saman voru þau búin að trúlofa sig; þau hentuðu jú hvort öðru, þau voru ung að árum, þau voru af samskonar postulíni og bæði jafnveikburða. Rétt hjá þeim stóð líka brúða sem var þrefalt stærri; það var gamall Kínverji sem gat kinkað kolli; hann var líka úr postulíni og sagðist vera afi litlu smalastúlkunnar, en á það gat hann víst ekki fært sönnur; hann fullyrti að hann hefði vald yfir henni og þessvegna hefði hann kinkað kolli 70 á JföœgtÁlá' — Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.