Alþýðublaðið - 12.11.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.11.1924, Blaðsíða 3
rúœfega 60 fslenzkutn fuglum. Það er sagt frá þvf, hvar tar- fuglarnir dvelja að vetrinum, á hverju þeir llfa, hve þeir eru stórir, hvar þeir byggja hreiðrin, og hvaða efni þeir nota f þau, á hvaða tfma þeir verpa, hve eggin eru morg, hvað tuglar eru lengi að unga út, hvernig þelr annast ungana o. fl. Mörgum börnum í Reykjavík getst sjaidan eða aldrei tækifæri að kynnast fuglalffinu i náttúr- unni eða að minsta kosti ekki f þeim héruðum iandsins, þar sem það er fegurst og fjölbreytt- ast. En aftur á mótl dylst það ekki fyrir þeim, að hingað til bæjarina eru fluttir áriega dauðir viliifuglar, svo“sklftirjhundruðum og hafðir tll sölu f búðum og á götum úti og egg þelrra lfka hötð á boðstólum. Börn fá Ifka vitneskju um. að menn drepa friðlýsta fugla bæði nær og tjær höiuðstaðnum. Sökudólgarnir f keyta lítið um. þó að börn verði sjónarvottar að slfkum lagabrot- um. Með þessu fá þau hugmynd um, að fuglarnlr séu tilfinninga- laus dýr og ekkl til annars en drepa þau mönnum til matar eða skemtunar. Og þegar þau svo geta farið að valda byssuunl, er ferðinni heitið upp um helðar og fjöll eða út á vfkur og voga til að leita uppi þessi saklausu börn □áttúrunnar og murka úr þeim lífið. Ettir að börnin hafa leslð bók þessa um fuglana, munu "þau komast að raun um, að undir ijaðrahamnum bærist hjarta, sem finnur tll sorgar og gleði, og að þar býr móðurást engu minni en sú, sem börnin sjálf njóta f föðurhúsum. G. D. Sjö landa sýn. (Frh.) Aðalinngangur í ráðhúsiö er undir turninum, en uppi yfir inn- ganginum er á turnstöplinum stein- flísamynd af >Hammóníu<, ímynd Hamborgar. Kom Þar til dyra skrautbúinn Þjónn og fylgdi gest- unum inu í anddyrið; rís bar voldug hvelfing á 16 súlum, en ALÞYBUBLABIÐ uppi yflr innganginum er mjög einkennileg stundaklukka, þar sem dauðinn slær heilar og hálfar stundir, en barn á skauti móður sinnar stundarfjóiðirnar. Úr and- dyrinu liggja breiðir og háir stigar upp í forsal einn mikinn, er kail- ast ráðstofan, en þaðan er inn- gangur. í hátíðasalinn; yflr dyr- unum. sem smíðaðar eru úr bronzi, steudur: >Hönd í hönd — feðra- borg íöðurland<. Þar var gestun- um vísáð inn. Hátíðasalur þessi er afarstór og skrautlegur. Á veggjunum eru stórfengleg málverk í flmm köflum, er sýna aðaldrætt- ina í sögu Hamborgar, fyrst Alster og Elflna, áður en byggð er numin þar, þá hjarðmenn, farmenn og flskimenn, er taka sór bólfestu þar, þá boðun kristindómsins, þá Ham- borg á miðöldum og loks Ham- borgarhöfn, eins og hún er nú. Fyrir gafli eru skrautlega útskorin hásæti fyrir öldungaráðið og ræbu- stóll. en yflr salinn breiðist gull- fjölluð rósahvelflng. þegar gestirnir komu inn, gengu á móti þeim annar borgarstjöri, Otto Stolten, og margir öldunga- ráðsmenn og borgarþingsmenn. Heilsaði borgarstjóri forseta Al- þjóafundarins og bauð hann og fundarmenn velkomna og síðan hverjum af öðrum, en forseti nefndi nöfn og ættlönd. Sagði borgarstjórinn nokkur orð viðhvern, og þegar að mér kom, varð hon- um að orði: >Nú, en hvað maður kynnist hór mönnum úr öllum löndum og þaö frá íslandi.< Þegar kveðjur höfðu fram farið, skip- uðust gestirnir öðrum megin í salnum og borgarmenn hinum megin, en borgarstjóri gekk tii ræðustóis og flutti ræðu til gest- anna. en forseti alþjóðafundarins þakkaði með ræðu. Siðan var gestunum boðið til kaffidrykkju í forsalborgarþingstofunnar. og gengu þar um beina borðalagðir þjónar í rauðum einkennisbúningum með hvíta vettlinga á höndum. Eftir kaffldrykkjuna var gestunum fylgt um húsakynnin. Gat þar að líta skrautsali marga, allavega prýdda með líkönskum skreytingum og málverkum. Einna einkennilegast- ur var viðtalssalur borgarstjóra. Eru nöfn allra borgarstjóranna frá upphafl og stjórnartíð þeirra skorin þar á veggina í breitt belti úr rauðaviði, en á borði í útskoti 5 Lægsta verð í bænam: Strausykur kr. °\55 l/s k8> f verz’. SímoDár Jónssonar, Grett- isgötu 28, sfmi 221. Ú«bp«;8i8 AIþý8ubla8i8 hvar mum |sið spiaS og hwept som þ'.8 topii! Hálfs- og heils- sultutau-krukkur, tómar, keyptar hæsta verði á Grettisgötu 40 B. nokkru liggur bók í umbúnaði úr skiragulli. Þegar gestirnir höfðu litast um, sem þá lysti, fóru kveðjur fram í fundarsal öldungaráðsins, en gesta- Uópurinn fór þaðan niður í kjall- ara ráðhússins, sem er ein af frægustu vistarverum ráðhússins. í anddyri hans er afargamalt líkan úr steini af Baeeusi, krýnd- um víaviðarsveig. augafullum og hlæjandi út að“ eyrum. Kjallarinn er afarstór veitingasalur, og liggja þar á borðum bundnar bækur í arkarbroti. Eru það vínskrár geysi- langar og svo gerðar, að á öðru hverju blaði eru litmyndir af sögu- legum atburðum alt frá miðöldum, er gerst hafa í veizlum borgar- stjóra í kjallaranum, en á hinum blöðunum eru taldar upp vínteg- undir þær, er i kjallaranum fást, og eru þær svo margar, að jafn- vel hinir víðförulstu prentaranna, er þarna voru saman komuir, höfðu aldrei fengið hugmynd um annað eiDS áður. Eftir stutta dvöl þarna sundraðist hópurinn til næsta morguns. Yar svo um garð genginn þessi gestafagnaður öldungaráðs >frjálsa og hansa-staðarins Hamborgar<, sem blöðum borgarinnar þótti held- ur en ekki tíðindi, með því að þetta var fyrsta skifti, sem borg- ríkisstjórnin hafði fagnað fulltrúum verklýðssamtaka. Sögðu blóðin all- ítarlega írá þvi og birtu ræðurnar, er meginhluti þeirra fer hór á eftir í þýðingu '— með fram til þess, að lesendur geti haft borg- arstjóraræðuna til samanburðar við ræður manna í líkum stöðum hér á landi. (Frh.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.