Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 11
bar Húsið í upphafi einkenni danskrar húsagerðar, inngangur að sunnanverðu og norðanverðu, stof- ur og herbergi til beggja enda, ris- hæð og hanabjálkaloft. Við Húsið var árið 1766 byggð viðbygging sem árið 1881 vék fyrir Assistenta- húsinu svonefnda. Allt til ársins 1927 var Húsið var kaupmannssetur. Veldi þeirra sem þar bjuggu var ótvírætt, hús- bændurnir þjónuðu stærstu versl- un landsins en kaupsvæði hennar náði yfir þrjár sýslur á Suðurlandi. Innan dyra blómstraði menningin. Upphaf húsaverndar „Var ekki laust við að bændur litu með lotningu á Húsið þegar riðið var framhjá því á leið til verslunarhúsanna sem illu heilli voru rifin árið 1950,“ segir Lýður. Hjónin Halldór Kr. Þorsteinsson og Ragnhildur Pétursdóttir, sem kennd hafa verið við Háteig í Reykjavík, keyptu Húsið árið 1932 og létu gera upp enda komið í nið- urníðslu. Er talið að það sé í fyrsta sinn sem einstaklingar kaupa hús vegna sögu sinnar og því fyrsta merki um húsavernd á Íslandi. Þau Auðbjörg Guðmunds- dóttir og þáverandi eiginmaður hennar Pétur Sveinbjarnarson keyptu Húsið árið 1979 og færðu í upprunalega mynd. Bjó Auðbjörg í Húsinu til 1994. Þá hafði hún selt það ríkissjóði og var Þjóðminja- safni Íslands falin umsjón þess. Er það nú hluti af húsasafni. Byggða- safn Árnesinga og starfsfólk þess hefur daglegan rekstur með hönd- um, svo sem sýningarhald og leið- sögn. Ljósmynd Agnesar Lunn myndlistarkonu af gestum við Húsið árið 1905. Áfram bætist í flokk íslenskra þjóðarfjalla. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu um síðustu helgi eru nokkur fjöll á landinu býsna lík Herðubreið, en slík voru í grein blaðsins kölluð systkini drottningar. Þar voru í dæminu Eiríksjökull, Hrafnabjörg við Þingvelli, Hlöðufell og Kjalfell á Kili. Athugulir lesendur hafa síðan bent á að Búrfell í Þjórsár- dal sé um margt sviplíkt fyrr- nefndum fjöllum – og komist þannig í þjóðflokkinn. Búrfell er 669 metra hár móbergs- stapi. Þjórsá, í sínum gamla farvegi, rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröll- konuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfells- virkjun undir Sámastaðamúla, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga. Í blaðinu um síðustu helgi var Kjal- fell ranglega sagt í myndatexta vera Hlöðufell og leiðréttist það hér með. ÞJÓRSÁRDALUR Búrfell í Þjórsárdal, hér séð frá uppsprettu Ytri-Rangár, er í Herðubreiðarstíl. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Systkinum fjölgar Kjalfell, sem er skammt sunnan við Hveravelli, setur svip sinn á landið. Á dögunum auglýsti Mosfellsbær til úthlutunar fjölbýlis- húsalóðir við Þverholt 21-23 og Þverholt 27-29, sem eru staðsettar í hjarta bæjarins. Þarna er gert ráð fyrir alls 40 íbúðum þar af 30 til útleigu. Þar hangir á spýtunni að þeir verktakar sem munu byggja á lóðunum skuli starfa með fasteignafélögum sem annast myndu útleigu eignanna. „Hér í Mosfellsbæ hefur að undan- förnu verið talsverð eftirspurn eftir fjölbýlishúsalóðum. Þær lóðir sem eru á nýbyggingarsvæði í Helgafellsland- inu seldust upp fyrir ári. Einnig er í Mosfellsbæ sem og annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu erfitt ástand á leigu- markaðnum, það er mun meiri eftir- spurn en framboð. Þannig að það má segja að verið sé að bregðast við hvoru tveggja með úthlutun þessara lóða,“ segir Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur í Mosfellsbæ. „Ungt fólk sem er að flytja úr foreldrahúsum en vill eða getur ekki fest sér eign þarf að hafa valkost. Það vill gjarnan halda sig við sinn heimabæ og við viljum að hér sé fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum,“ segir Jóhanna. Leiguíbúðirnar segir hún yfirleitt verða á bilinu 2-4 her- bergja. Það er þægileg stærð fyrir til dæmis þá sem eru að hefja búskap. Verktakar hafa frest fram í september til að leggja inn tilboð með útlistunum á áformum sínum. MOSFELLSBÆR Verktakarnir byggi leiguíbúðir Svona munu fjölbýlishúsin nýju líta út samkvæmt tölvugerðum myndum og kynningargögnum frá Mosfellsbæ. Jóhanna Björg Hansen Íbúum í nokkrum af fjölmennustu sveitarfélögunum úti á landi fjölgaði nokkuð milli 1. og 2. fjórðungs líðandi árs, samkvæmt mannfjöldatölum sem Hagstofa Íslands birti á dögunum. Þannig voru Akurnesingar 6.830 þann 20. júní en voru 6.780 í lok mars síðastliðins Á Akureyri var fjölgunin með líku lagi og á Skipaskaga. Í höfuðstað Norðurlands búa nú 18.340, sem er fjölgun um 110 manns yfir þriggja mánaða tímabil. Almennt þykja tölur um íbúaþróun góður mælikvarði á stöðu mála í hverri byggð og fjölgun vita á að byr sé í seglum. Í Árborg, sem spannar Selfoss, Eyrarbakka, Stokks- eyri og sveitarnir þar í kring, hefur verið jöfn stígandi í íbúafjölda um langt skeið. Þar búa nú 8.170 eða 80 fleiri en var við lok fyrsta ársfjórðungs. Raunar standa Ár- borg og Reykjanesbær á pari varðandi fólksfjölgun. Suð- ur með sjó fjölgaði einnig um 80 manns og nú búa alls 14.970 í Reykjanesbæ. AKRANES Fjölgun á Skaga og fleiri stöðum Horft yfir Akranes, þar sem er gott að búa, ef horft er til þeirrar staðreyndar að íbúum hefur fjölgað undanfarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á dögunum að stykja uppsetningu tveggja til þriggja tilraunastöðva sem styrkt geta netsamband í sveitum eystra. Verk- efninu eru eyrnamerktar 250 þúsund krónur. Fljótsdalshérað Eskja hf. stefnir á framkvæmdir á lóð sinn við Eskifjarðar- höfn og óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð. Hér sést yfir hafnarsvæðið, en á korti í Morgun- blaðinu um sl. helgi var Eskifjörður rangt staðsettur. Eskifjörður 9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.