Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 13
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 meistara var enginn hér heima svo ég leitaði aftur út. Ég fann fyrir- tæki sem heitir Dlouhy, sem fram- leiðir sjúkrabíla, sjónvarpsbíla og lögreglubíla. Þeir sjá um alla vega sérsmíði. Ég passaði vel inn þarna, því ég hafði vinnureynsluna, kunni á allar suðugræjur, plötusmíði og annað. Starfið var mjög krefjandi en lærdómsríkt. Ég held þar fyrir ut- an að kústurinn hefði verið mitt aðalverkfæri ef ég hefði tekið samninginn heima, miðað við mörg verkstæði. Það er þarna sem fer að kvikna á þeirri hugmynd að heim- urinn sé stór og mögulega hægt að finna sér eitthvað að gera.“ Hvað tekur við eftir nær- fataframleiðandann? „Ég fæ sveinsprófið árið 2006 og kemst að því að Helgi Harðarson, sem ég hafði heyrt gott af, var fluttur í bæinn frá Hvolsvelli. Hann smíðaði mikið af sérútbúnum bílum og mig langaði að vinna fyrir hann. Ég sló á þráðinn til hans og kynnti mig. Helgi setti mig strax í prufu og það endaði þannig að ég vann hjá honum í tvö ár. Okkur Helga er vel til vina. Þar lærði ég heilmargt og líkaði vel. Helgi er í raun læri- faðir minn og án efa einn besti verklagsmaður sem ég hef kynnst. Hann studdi líka við bakið á mér þegar ég vildi fara ti Englands.“ Varstu búinn að ákveða hvað þú vildir læra þegar þú leist til Eng- lands? „Ég ætlaði mér alltaf að læra eitthvað sem tengdist bílum. Hvort sem það var mótorsportið eða ann- að. Kappakstursbílarnir eru alltaf heillandi en bílar yfirhöfuð, sem farartæki, voru alltaf grunnurinn í ástríðu minni, enda fór ég meira út í þá sálma í meistaranáminu. Það munaði svo um það að taka svona sérhæft nám, sem er ekki í boði heima á Íslandi, til þess að reka mann áfram þegar lesblindan var til trafala. Þá var bílatengingin í náminu svo mikil gulrót að maður var reiðubúinn að leggja ýmislegt á sig sem maður hefði kannski ekki annars gert.“ Fyrsta stopp Oxford, svo Aston Martin Hver var reynsla þín af náminu í Oxford Brookes háskóla? „Maður fékk að taka á hlutunum í skólanum. Ég var til dæmis ráð- inn af honum til þess að smíða frumgerð að fjallahjóli úr bambus sem stóðst allar öryggiskröfur hjóla, en í heildina var mest spenn- andi að komast í allar þessar vélar, tæki og tól, sumt sem maður hafði jafnvel aldrei séð áður. Það voru t.d. fjórir kappakstursbílar í skól- anum sem við rifum sundur og pældum í. Einn þeirra var Honda F1-bíll sem Jenson Button hafði ekið. Skólinn er mjög virtur innan akstursíþróttageirans og með góð sambönd við lið eins og Lotus, Williams og McLaren. Það er mikil áhersla á kappakstursverkfræðina og það eru margar gamlar kempur úr akstursíþróttunum að kenna við skólann. Það er gaman að þegar maður horfir á formúluna í dag skiptir engu hver vinnur því það er a.m.k. einn gamall skólafélagi minn í hverju liði.“ Vildir þú ekki enda í pyttinum á formúlu 1 eins og félagar þínir? „Formúlan missti svolítið ljóm- ann þegar ég kynntist henni betur. Maður var ekki í nógu mikilli ná- lægð við það sem maður var að vinna í. Í dag keyri ég t.d. bílana sem ég tek þátt í að hanna og smíða. Ég þurfti að vísu að taka sérstakt bílpróf til að keyra þá en í formúlunni hefði ég bara fengið að fylgjast með í sjónvarpinu. Það er miklu skemmtilegra að geta tekið sjálfur á hlutunum, ég er bara svo- leiðis. Það var hugsanlega það sem kom mér inn hjá Aston Martin, eins og með skólann.“ Hvernig vildi til að þú fórst að vinna hjá Aston Martin? „Ég ætlaði að sækja um í út- skriftarprógramm hjá þeim, sem er svona tveggja ára starfsþjálfun innan fyrirtækisins, þegar ég var búinn með meistaranámið. Ég fékk hins vegar ekki inni því ég var of seinn að sækja um, var of upptek- inn við að smíða formúlu-stúdent bílinn fyrir árið 2013. Ég lét hins vegar ekki segjast og sótti um sumarstarf í staðinn. Þeir settu mig í verkefni sem sner- ist um að hraða þurrktíma á lími og minnka þannig framleiðslu- kostnað hjá þeim. Eftir sumarið skilaði ég af mér nokkuð grein- argóðri skýrslu og það má segja að það hafi komið mér inn hjá þeim. Þeir eru þegar farnir að vinna eftir tillögunum sem ég setti fram. Í kjölfarið af þessu verkefni fékk ég þá stöðu sem ég sinni innan fyrirtækisins í dag. Það var sem sagt lán í óláni að ég missti af um- sóknarfrestinum. Í stað þess að vera að klára starfsnám núna í september, eins og ég hefði verið að gera, er ég verkfræðingur með tveggja ára reynslu.“ Hvernig var breytingin frá því að vera nemi í að vera starfsmaður hjá einhverjum fremsta bílafram- leiðanda heims? „Það var skrítin tilfinning að vera skyndilega kominn á bás, með eigin tölvu, skrifborð og skúffur. Þetta var svolítið súrrealísk en þó góð tilfinning. Mér fannst ég hafa náð markinu. Það var ekki síður undarlegt að vera farinn úr olíugallanum og þurfa að vera snyrtilega klæddur allt í einu. Ég verð þó að viður- kenna að ég sakna stundum smur- gallans. Ég segi til dæmis aldrei nei þegar maður er beðinn um að koma niður á gólf og taka á hlut- unum.“ Í hverju felst starf þitt hjá Aston Martin? „Starfið felur í sér alla vega þró- unarstarfsemi og prufanir á álags- og slitþoli. Það er mikið gert úr því hvers lags upplifun það er að aka Aston Martin. Hvaða tilfinningu maður fær af bílnum. Þetta kallast hulin gæði og þau hafa gríðarlega mikið að segja við hönnun bílanna. Maður finnur það t.d. þegar sest er inn í bíl og dyrunum lokað hvort bíllinn er tveggja eða tuttugu millj- óna virði. Allt þetta snertir þróun- arstarfið sem ég vinn. Ég vinn í grunninn í átta manna hóp sem sér um alla þætti bíla Aston Martin nema rafmagn, vél- ina og dekkin en get verið að vinna með allt að sjö mismunandi fjög- urra manna hópum innan fyrir- tækisins í einu. Mitt starf felst í vinnu við grind- ina, afturendann og svo sé ég um alla trefjahluti bílsins. Ég hef mik- ið unnið við grindina síðan ég byrj- aði og hef tekið þátt í öllu sem kemur nálægt henni, smíði, sam- setningu, límingum og smíði á frumgerðum. Í upphafi var ég skipaður ráð- gjafi á frumgerðum og var að hlaupa á milli deilda fyrstu fjórar vikurnar. Það hefur svo undið upp á sig. Þetta eru hvort tveggja hönnun og útreikningar. Ég vann til dæmis að endurbótum á grind- unum á Vantage- og Vanquish- týpunum okkar og þeir eru búnir að vera á götunni í nokkurn tíma. Sá fyrri fer á 20 milljónir, hinn á eitthvað um 50 milljónir.“ Geturðu sagt okkur frá því sem þú ert að vinna í núna? „Ég má ekkert tala um það sem við erum að vinna í. En það eru þegar frumgerðir á götunni og það eru einhverjar njósnamyndir í um- ferð. Einhver ljósmyndari með langdræga linsu hefur verið að mynda einhverja tilraunabrautina okkar í heiminum. En þetta er allt hernaðarleyndarmál. Það eru strangar reglur í kringum allt þetta.“ Hvernig er að vinna í þessu um- hverfi, verandi lesblindur? „Þetta er ekkert mál af því að þetta fer allt í gegnum tölvur. Það koma innsláttarvillur fyrir hjá mér þegar ég skrifa en það held ég að geti gerst hjá öllum. Það hentar mér hins vegar vel að vera í svona þróunarvinnu, því ég er handlag- inn, auk þess er ég sterkur í þrí- víddarsjón og -hugsun, sem fylgir oft fólki með lesblindu. Maður sér því oft lausn á hlutum sem krefjast dýptarhugsunar á augabragði. Mekaník og þvílíkt bara virkar, „meikar sens“ fyrir mig eins og maður segir á vondri íslensku.“ Nú ertu kominn þangað sem þú ætlaðir þér, en ert ennþá ungur maður. Hvað tekur við hjá þér? „Ég hef lært það að plön geta staðist ef maður bara vinnur í þeim. En á móti fjölgar mark- miðum. Um leið og maður nær ein- um áfanga bætist næsti við. Ég er hvergi nærri hættur. Ég er með persónulegt fimm ára plan. Í lok þess vil ég vera kominn á þann stað að ég hafi meiri áhrif í hönn- um bílanna hér hjá Aston Martin. Ég er í raun að lifa drauminn. Ég segði hins vegar ekki nei við sól- ríkara veðri. Svo veit maður ekki nema föðutúnin kalli í framtíðinni. Meðal þeirra verkefna sem Gunnar hefur leyst af hendi fyrir Aston Martin eru breyt- ingar á Vantage-týpunni. Ljósmynd/David Hammerton * Ég hef lærtþað að plöngeta staðist ef maður bara vinn- ur í þeim. En á móti fjölgar mark- miðum. Um leið og maður nær einum áfanga bætist næsti við. Ég er hvergi nærri hættur. Gunnar gerir sér far um að heimsækja Ísland þegar hann getur. Hann kann vel við miðnætursólina við Þingvallavatn. Ljósmynd/Þorgrímur Andri Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.