Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 15
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Hreyfill hefur þróað nýtt app. Með því er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllin er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. 2 3 Þú pantar bíl, 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android er komið Þeir sem taka vel á því í ræktinni eða úti við hjólreiðar eða hlaup kannast kannski við það að verða mjög heitt á höfði og í andliti eftir æfingu. Þetta er ekki skrýtið því að andlitið ku vera tvisvar til fimm sinnum viðkvæmara fyrir hærri líkamshita en aðrir hlutar líkamans. Þessu veitti afreks- íþróttamaðurinn Ashton Eaton athygli líka, en honum þótti andlitshitinn vera farinn að taka of mikinn toll af hvíldartíma sínum, sem er víst ekki ýkja langur. Til að leysa vandann hannaði Nike nokkurs konar kæli- hjálm fyrir Eaton, úr efni sem heldur köldu vatni innanborðs en lekur ekki. Rannsókn sem birt var í tímaritinu Jo- urnal of Athletic Training leiddi í ljós að það að kæla á sér hálsinn á meðan á æf- ingu stendur getur lengt úthald. Þeir sem ekki eiga sérhannaða kælihjálma gætu því kannski bætt úthald sitt með því að hafa rakt handklæði um hálsinn á meðan þeir æfa. FÉKK SÉRHANNAÐAN KÆLIHJÁLM Úthaldið bætt með röku handklæði Eaton var heitt á höfði og fékk hjálm. Óbreyttir í sömu stöðu geta notast við rakt handklæði. Samkvæmt nýlegri rannsókn lítur út fyrir að hvítt hveiti og hvít grjón gætu mögulega leitt til þunglyndis hjá eldra kvenfólki. Aftur á móti gæti heilkornafæða, í það minnsta gróf- og grænmeti, bæði unnið gegn þunglyndi og virk- að sem forvörn. Hormónabreytingar af völdum unninnar matvöru geta mögulega dregið úr blóðsykurhlutfalli og vald- ið einkennum þunglyndis, sam- kvæmt rannsókninni, sem birt var í American Journal of Clinical Nutri- tion. Niðurstöðurnar eru taldar geta stuðlað að aukinni innspýtingu í þá aðferðafræði sem boðar að rétt mat- aræði geti spornað við þunglyndis- sjúkdómum. Í rannsókninni, sem tók til meira en 70 þúsund kvenna sem voru komnar af barnseignaaldri, komust vísindamenn að tengingu milli neyslu á unnum kolvetnum og þung- lyndis. Þegar fólk neytir kolvetna hækkar blóðsykur þess vanalega. Á sykurstuðul-skala, frá 1-100, má merkja magn sykurs í blóði eftir hverja máltíð. Því meira sem kol- vetnin eru unnin, þeim mun hærra skorar viðkomandi á sykurstuðl- inum. Unnar vörur á borð við hvítt hveiti og hvít grjón hleypa af stað horm- ónaviðbrögðum innan líkamans sem eiga að draga úr blóðsykurmagni. Viðbrögðin geta einnig valdið skap- sveiflum, þreytu og öðrum einkenn- um þunglyndis. Þá má sjá greinilegt orsaka- samband milli sykurstuðuls og neyslu viðbætts sykurs og unninnar kornvöru og aukinnar áhættu á þunglyndi hjá þeim konum sem tóku þátt í könnunni. Á sama tíma mátti merkja að matarpakkar sem sumar konurnar í rannsókninni voru látnar borða og innihéldu trefjaríka fæðu, korn- og grænmeti, drógu úr áhættunni. Kökur geta glatt þótt hvíta hveitið valdi þunglyndi hjá eldri konum. Getty Images/iStockphoto Hvítt hveiti = Svartagall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.